MEDUCORE Easy. ILCOR 2010 Sjálfvirkur útlægur hjartastillir með rafhlöðu / Puoliautomaattinen ulkoinen defibrillaattori, paristokäyttöinen

Koko: px
Aloita esitys sivulta:

Download "MEDUCORE Easy. ILCOR 2010 Sjálfvirkur útlægur hjartastillir með rafhlöðu / Puoliautomaattinen ulkoinen defibrillaattori, paristokäyttöinen"

Transkriptio

1 MEDUCORE Easy ILCOR 2010 Sjálfvirkur útlægur hjartastillir með rafhlöðu / Puoliautomaattinen ulkoinen defibrillaattori, paristokäyttöinen Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

2 Islanti 3 Suomi 58

3 Efnisyfirlit 1. Yfirlit Orðaskrá skýringarmyndar Tákn tækisins Lýsing á búnaði Virkni Hvenær notkun tækisins á við Kröfur til notenda Lýsing á virkni Hverju gæta skal að í neyðartilfellum Öryggisleiðbeiningar Öryggisreglur Aukaverkanir Búið tækið undir notkun Uppsetning aukabúnaðar Notkun Fyrir ræsingu Endurlífgun Eftir meðferð Að fást við gögn um meðferð/ tæki, með EasyView Hreinlætiskröfur Eftirlit með virkni Prófunartímar Eftirlit með virkni Vandamál og lausnir Hljóðræn eða sjónræn villuskilaboð Umsjón með orkugjöfum Viðhald Viðhald/tæknilegar öryggisprófanir Geymsla Förgun tækis Tæki og fylgibúnaður við afhendingu Staðalbúnaður Aukabúnaður Varahlutir Tæknilýsing Fjarlægð frá hátíðni-fjarskiptatækjum Tvífasa hjartastuðpúls Ábyrgð Samræmisyfirlýsing Atriðisorðaskrá Efnisyfirlit IS 3

4 1. Yfirlit Islanti 1 Upplýsingahnappur 2 Hlíf tækis 12 Tilkynning: Stuð undirbúið 11 Stuðrofi 3 Tilkynningareitur: Ekki snerta sjúkling! 4 Tilkynningareitur: Nú má snerta sjúkling. 5 Innstunga fyrir rafskautatengi 6 Innrautt viðmót 7 Hátalari Bakhlið tækis: 10 Handfang 9 Stöðumerki 8 Rafhlöðuhólf 17 Sjálflímandi hjartastilli-rafskaut 14 Einnota rafhlaða/ hleðslurafhlaða (valkostur) 13 Hleðslutæki (aðeins í útgáfu með hleðslurafhlöðu) 16 Neyðarbúnaður 15 Geisladiskur með hugbúnaðinum EasyView 4 IS Yfirlit

5 2. Orðaskrá skýringarmyndar 1 Upplýsingahnappur Þessi hnappur er til að heyra hversu langt er eftir af notkunartíma tækis ásamt fjölda gefinna stuða. 2 Hlíf tækis Með því að opna og loka hlífinni er kveikt og slökkt á MEDUCORE Easy. 3 Tilkynningareitur: Ekki snerta sjúkling! Þessi reitur lýsir þegar ekki má snerta sjúklinginn, t.d. á meðan á hjartsláttargreiningu eða stuði stendur. 4 Tilkynningareitur: Nú má snerta sjúkling. Þessi reitur lýsir þegar má snerta sjúklinginn, t.d. við endurlífgun með hjartahnoði og öndun. 5 Innstunga fyrir rafskautatengi Rafskautin tengjast við MEDUCORE Easy í þessari innstungu. Rafskautabúnaðurinn sem fylgir tækinu við afhendingu er þegar tengdur. 6 Innrautt viðmót Þetta tengi er til að færa gögn á milli MEDUCORE Easy og PCeinkatölvu sem hugbúnaðurinn EasyViewhefur verið settur inn á. 7 Hátalari Raddskilaboð MEDUCORE Easy berast gegnum hátalarann. 8 Rafhlöðuhólf Í þetta hólf fer rafhlaðan (hleðslurafhlaða ef við á). 9 Stöðumerki Stöðumerkin sýna hvort tækið er tilbúið til notkunar (hleðsla rafhlöðunnar, hugsanlegar bilanir). 10 Handfang Handfangið er til að flytja tækið. 11 Stuðrofi Stuðrofinn blikkar eftir að stuð er undirbúið. Ýta skal á hann til að gefa stuð til hjartastillingar. 12 Tilkynning: Stuð undirbúið Þetta merki logar þegar MEDUCORE Easy undirbýr stuð. 13 Hleðslutæki (aðeins í útgáfu með hleðslurafhlöðu) Hleðslutækið er til að hlaða hleðslurafhlöður. Til þess þarf að taka rafhlöðuna úr MEDUCORE Easy. Orðaskrá skýringarmyndar IS 5

6 14 Einnota rafhlaða/hleðslurafhlaða (valkostur) Rafhlaðan veitir grunnútgáfu búnaðarins rafmagn. MEDUCORE Easy fæst líka í útgáfu með hleðslurafhlöðu. 15 Geisladiskur með hugbúnaðinum EasyView Með hugbúnaðinum EasyView má lesa úr notkunargögnum og vista þau. Þar að auki er hægt að breyta ýmsum stillingum MEDUCORE Easy með hugbúnaðinum. 16 Neyðarbúnaður Neyðarbúnaðurinn inniheldur skæri, rakvél og öndunarklút. Eftir hverja notkun ber að skipta um þennan búnað. 17 Sjálflímandi hjartastilli-rafskaut Rafmagnið sem sjúklingi er gefið með stuði berst í gegnum rafskautin. Skipta þarf um rafskaut eftir hverja notkun. 6 IS Orðaskrá skýringarmyndar

7 2.1 Tákn tækisins Grænt stöðuljós: Tækið er tilbúið til notkunar. Grænt og gult stöðuljós: Hleðsla rafhlöðu lítil; ljúka notkun. Gult stöðuljós: Bilun, ekki alvarleg; ljúka notkun; líta í notendaleiðbeiningar undir Vandamál og lausnir á bls. 38. Rautt stöðuljós: Tækið er ekki tilbúið til notkunar, skiptið um rafhlöðu, eða látið gera við tækið. Vörumerki MEDUCORE Easy SN Raðnúmer tækisins Árgerð Fargið tækinu ekki með heimilissorpi. Varnarflokkur BF Varnarflokkur II, varnareinangrun Orðaskrá skýringarmyndar IS 7

8 Þjónustu- og viðhaldsmiði Þjónustu- og viðhaldsmiði: Gefur til kynna hvenær tækið á næst að fara í skoðun. CE-merking (staðfestir að tækið sé í samræmi við gildandi evrópskar reglugerðir) IP54 E max = 310 J ILCOR 2010 Vörn gegn því að vatn komist inn í tækið Hámarks orka sem kemur út tækinu ILCOR-merking (staðfestir að tækið sé í samræmi við gildandi ILCORreglugerðir) Merkingar rafhlöðu Búnaðurinn er aðeins ætlað til einnar notkunar. Fargið búnaðinum ekki með heimilissorpi. Gætið þess að búnaðurinn verði ekki fyrir þungu höggi. Opnið búnaðinn ekki með valdi. Verjið búnaðinn fyrir hita. Verjið búnaðinn gegn vætu. Árgerð SN Raðnúmer (aðeins einnota rafhlaða) notist fyrir mánuð/ár 8 IS Orðaskrá skýringarmyndar

9 (aðeins hleðslurafhlaða) Rafhlaðan er í hleðslu (aðeins hleðslurafhlaða) Fylgið notendaleiðbeiningum. Sérstakar merkingar á pakkningunni CE-merking (staðfestir að tækið sé í samræmi við gildandi evrópskar reglugerðir) Leyfilegt hitastig fyrir geymslu: -20 C til +60 C Verjið búnaðinn gegn vætu. Brothætt SN Raðnúmer Orðaskrá skýringarmyndar IS 9

10 3. Lýsing á búnaði 3.1 Virkni MEDUCORE Easy er sjálfvirkur útvær hjartastillir (AED). Hann kemur notanda að gagni við endurlífgun sjúklinga sem sýna einkenni bráðahjartastopps (sláttlauss sleglahraðtakts pvt eða sleglatifs VF). MEDUCORE Easy segir notandanum til með töluðum og sjónrænum leiðbeiningum, á meðan á endurlífgun stendur. Tækið greinir hjartarafrit sem það tekur af sjúklingnum og ef við á hefur það undirbúning rafstuðs. Stuðið þarf notandinn sjálfur að veita, eftir að tækið hefur ráðlagt það. Notið MEDUCORE Easy einungis í þeim tilgangi sem hér er lýst. 3.2 Hvenær notkun tækisins á við MEDUCORE Easy skal nota við endurlífgun með hjartahnoði og öndun, á sjúklinga frá 20 kg að líkamsþyngd, þar sem neyðartilfelli kemur upp. 3.3 Kröfur til notenda MEDUCORE Easy mega aðeins þeir nota sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: Hafa hlotið þjálfun í grundvallaratriðum skyndihjálpar, að meðtöldu: Notkun sjálfvirkra hjartastilla. Þjálfun í notkun MEDUCORE Easy hjá aðila með vottun frá Weinmann. 10 IS Lýsing á búnaði

11 3.4 Lýsing á virkni MEDUCORE Easy ist lítið, létt og notendavænt. Leiðbeiningar sem notenda berast með raddskilaboðum og ljósum gera notkun tækisins jafn auðvelda og hægt er. Eftir stutta kynningu geta þannig einnig manneskjur með lágmarks þekkingu á hjúkrun eða lækningum, veitt hjartastillingu, við endurlífgun með hjartahnoði og öndun. Sjónrænar og hljóðrænar leiðbeiningar Leiðbeiningarnar berast á skjá og með raddskilaboðum. Eftir að hlífin á tækinu er opnuð leiðbeinir MEDUCORE Easy notandanum með nákvæmum raddskilaboðum, skref fyrir skref, um endurlífgunarferlið. Grænt og rautt ljósmerki sýna hvenær í endurlífgunarferli má snerta sjúkling og hvenær ekki (líkt og umferðarljós). Taktmælir Sé kveikt á taktmæli mun hljóðmerki heyrast, 100 slög á mínútu, á meðan á stigi hjartahnoðs og öndunar stendur. Framkvæmið hjartahnoð í takti við hljóðmerkið. Eftir 30 hljóðmerki berast raddskilaboð: Blásið nú 2 sinnum. Þá hefur þú nokkrar sekúndur til að blása tvisvar í lungu sjúklings, áður en skilaboðin Hnoðið nú 30 sinnum berast, og 30 hljóðmerki í kjölfarið. Þannig gengur, koll af kolli, þar til stigi hjartahnoðs og öndunar er lokið og rauði reiturinn ( Ekki snerta sjúkling ) logar á ný. Sé þrýst á upplýsingahnappinn á meðan á stigi hjartarhnoðs og öndunar stendur, berst tilkynning. Taktmælirinn gengur þá áfram í bakgrunni, án þess að til hans heyrist. Hjartarafrit (EKG) og greining þess Um leið og rafskautin berast að afklæddum brjóstkassa sjúklings, byrjar tækið umsvifalaust að nema og greina Lýsing á búnaði IS 11

12 hjartarafrit. Hjartarafritið og greining þess halda þrotlaust áfram þar til rafskautin eru fjarlægð af sjúklingnum og slökkt á MEDUCORE Easy með því að loka aftur hlífinni. Hjartastilling Gefi greining á hjartarafriti tilefni til hjartastillingar (sláttlaus sleglahraðtaktur pvt eða sleglatif VF), býr MEDUCORE Easy sig undir að gefa stuð. Að lokum ráðleggur tækið notandanum að veita stuðið. Sé um annars konar hjartslátt að ræða ráðleggur tækið notandanum að framkvæma endurlífgun með hjartahnoði og öndun. Meðferðargögn MEDUCORE Easy vistar bæði hjartarafrit og gögn um notkun. Þessar upplýsingar má lesa úr tækinu síðar, til dæmis þegar gengið er frá tækinu eftir notkun. Þá skal styðjast við hugbúnaðinn EasyView. Sjálfspróf Með reglulegu millibili, og í hvert sinn sem kveikt er á tækinu, gengur MEDUCORE Easy gegnum sjálfspróf. Ástand tækisins birtist á ljósdíóðum á framhlið þess. Hægt er að sjá niðurstöður sjálfsprófananna með EasyView leiðbeininga- og stillingahugbúnaðinum. 3.5 Hverju gæta skal að í neyðartilfellum Þegar gera má ráð fyrir bráða-hjartastoppi, skal hafa eftirfarandi atriði í huga: 1. Að gæta rósemi en sýna þó snarræði. 2. Gaumgæfið sjúklinginn, í leit að eftirfarandi lífsmarki: Viðbragð Öndun 12 IS Lýsing á búnaði

13 Varúð! Aðeins má beita MEDUCORE Easy á sjúklinga sem ekki sýna viðbragð og anda ekki eðlilega. 3. Hringið í 112! Þegar kostur er skal láta nálæga hringja eftir aðstoð fagfólks, á meðan þú dvelst hjá sjúklingnum. 4. Aðgætið hvort nokkrar skemmdir séu sjáanlegar á MEDUCORE Easy og fylgihlutum þess. 5. Lyftið hlífinni af MEDUCORE Easy. Tækið kveikir sjálfkrafa á sér. 6. Og fylgið þá leiðbeiningunum sem tækið gefur frá sér. Nákvæmari upplýsingar um raddskilaboðin er að finna í kafla Notkun frá bls. 21. Nánari leiðbeiningar um framkvæmd endurlífgunar ber að sækja í gögn þeirra námskeiða sem þú sækir eða hefur sótt í skyndihjálp. Lýsing á búnaði IS 13

14 4. Öryggisleiðbeiningar 4.1 Öryggisreglur Í þágu öryggis þíns og sjúklings þíns (og í samræmi við reglugerð EES/93/42), skaltu vinsamlega hafa eftirfarandi í huga: Almennt Vinsamlegast lesið notendaleiðbeiningarnar vandlega. Þær ber að líta á sem hluta af tækinu og þurfa ávallt að vera innan seilingar. Varúð! Staðsetjið MEDUCORE Easy ekki í umhverfi með auknu magni af súrefni eða í grennd við eldfim deyfilyf eða önnur eldfim efni/eldimfar lofttegundir. Slíkt getur skapa sprengihættu. Hafið tækið aðeins á þurrum stöðum sem leiða ekki rafmagn. Annað getur skaðað (stuð, bruni) sjúkling, notanda tækisins eða aðrar nálægar manneskjur. Beitið tækinu aldrei á sjúklinga sem vega undir 20 kg. Það getur valdið sjúklingi lífshættulegum skaða. Áður en MEDUCORE Easy er beitt skal athuga hvort sjúklingurinn, sem talið er að hafi orðið fyrir bráða hjartastoppi, sé með lífsmarki, það er sýni viðbragð eða andi. Aðeins má nota MEDUCORE Easy á sjúklinga sem ekki sýna viðbragð og anda ekki eðlilega. Fyrir notkun MEDUCORE Easy skal ganga úr skugga um að hvorki tækið né fylgihlutir þess hafi orðið fyrir sjáanlegum skemmdum. Verði vart við galla á tækinu eða fylgihlutum þess ber ekki að taka það í notkun. Annað getur valdið truflunum í virkni tækisins og stefnt þannig bæði notendum og sjúklingum í hættu. 14 IS Öryggisleiðbeiningar

15 Ath! Hegði tækið sér á annan hátt en lýst er í þessum leiðbeiningum, má ekki taka það til notkunar. Komið tækinu tafarlaust til framleiðandans Weinmann eða viðurkennds fagaðila. Tækið MEDUCORE Easy er aðeins staðfestanlega tilbúið til notkunar þegar það hefur ekki orðið fyrir neinu hnjaski eða misbeitingu frá því það fór síðast gegnum sjálfspróf. Prófið tækið og fylgihluti þess reglulega (sjá Eftirlit með virkni á bls. 35). Gefið ekki stuð ef hjartastillingarrafskautin færast til eða snerta ekki þétt afklæddan brjóstkassa sjúklingsins. Hleðsla og afhleðsla stillingarorkunnar, við stuðgjöf, geta haft áhrif á virkni tækja í grennd við MEDUCORE Easy. Áður en notkun þeirra er haldið áfram ber að athuga hvort þau starfi með réttum hætti. Ath! Rafsvið og rafsegulsvið geta haft áhrif á virkni MEDUCORE Easy. Haldið MEDUCORE Easy í tveggja metra fjarlægð frá farsímum, útvarpstækjum, röntgenbúnaði, flúrperum o.s.frv. Gætið þess að bleyta hvorki MEDUCORE Easy né fylgihluti þess. Vökvar mega ekki undir neinum kringumstæðum komast inn í MEDUCORE Easy eða fylgihluti þess. Slíkt getur valdið skaða á búnaðinum og stefnt þannig notendum og sjúklingum og öðrum í hættu. Notkun utanaðkomandi aukahluta getur leitt til bilana og dregið úr notkunargildi vörunnar. Auk þess getur það leitt til þess að lífrænn eiginleiki vörunnar skerðist. Vinsamlegast hafið í huga að í slíkum tilfellum, þegar notast er við aðra aukahluti en mælt er með í notkunarleiðbeiningunum, eða varahluti frá þriðja aðila, ógildast allar ábyrgðir og kröfur vegna tækisins. Vinsamlega kynntu þér kaflann 7. Hreinlætiskröfur á bls. 34 til að forðast sýkingar og bakteríusmit. Öryggisleiðbeiningar IS 15

16 Hjartastilling/meðferð Varúð! Gætið þess að ekki sé snert við sjúklingnum á meðan á hjartastillingu stendur. Komið ekki við málmhluti eða tæki sem snerta sjúklinginn, á meðan hjartastilling fer fram. Beitið ekki hjartastillingu við sérlega rakar eða blautar aðstæður. Slíkt getur valdið lífshættulegum skaða á sjúklingi, þeim sem fæst við hann eða öðrum nálægum manneskjum. Til að útiloka að straumur hjartastillingarinnar berist á óvænta staði, skal forðast alla snertingu á milli líkamshluta sjúklings (til dæmis dæmis, óhulinnar húðar á höfði og útlimum) og leiðandi vökva (t. d.: gel, blóðs eða saltvatnslausnar) eða málmhluta (t.d. d.: rúmgrindar eða sjúkrabara). Slíkt getur valdið lífshættulegum skaða á sjúklingi, þeim sem fæst við hann eða öðrum nálægum manneskjum. Ath! Gætið þess einnig að fara að þeim lögum sem hugsanlega eru í gildi um notkun hjartastilla, í hverju landi. Leggið hjartastillirafskautin einvörðungu á afklæddan brjóstkassa sjúklingsins, eins og sýnt er á skýringarmynd á skautunum. Önnur staðsetning rafskauta getur valdið rangtúlkun á hjartarafriti og árangurslausri hjartastillingu. Til að forðast rangtúlkun hjartarafrits vegna hreyfingar, skal ekki snerta sjúklinginn á meðan á hjartsláttargreiningu stendur (þegar rauði reiturinn lýsir) og ekki snerta hann. Beitið engum endurlífgunaraðferðum á sjúklinginn á meðan á þessu stendur og færið hann ekki til. Ef kostur gefst skal forðast að staðsetja hjartastillirafskautin beint yfir ígræddan hjartagangráð, á sjúklingum með slíkan. Hvatar frá ígræddum hjartagangráðum geta haft áhrif á hjartsláttartruflunargreiningu eða komið alveg í veg fyrir hana. Þetta getur komið í veg fyrir að tækið greini alla stuðanlegu takta og að það mæli undir þeim 16 IS Öryggisleiðbeiningar

17 kringumstæðum ekki með því að veita sjúklingnum stuð. MEDUCORE Easy er meðal öruggustu tækja í sínum flokki. Engu að síður er ekki hægt að útiloka með öllu rangtúlkun hjartsláttar. Ath! Aftengið allan sjúkrabúnað og tæki sem tengd eru sjúklingnum og hafa ekki hjartastillingarvörn á meðan MEDUCORE Easy er beitt. Tækið er ekki búið hjartastillingarvörn. Fjarlægið því skilyrðislaust rafskaut MEDUCORE Easy frá brjóstkassa sjúklingsins, ef öðrum hjartastillum er beitt. Annað gæti valdið skaða á MEDUCORE Easy. Sannreynið að rafskautin liggi þétt við hörund sjúklingsins. Annars gæti loftið á milli húðar og hjartastillirafskautanna valdið brunasárum. Skiptið aldrei um rafhlöðu á meðan tækið undirbýr stuð ( Stuð undirbúið. ) eða þegar það er tilbúið til að veita stuð ( Ýtið á blikkandi stuðrofann! ). Það getur valdið skemmdum á tækinu. Rafskaut Varúð! Notist aldrei við rafskaut sem virðast hafa orðið fyrir hnjaski, eða úr umbúðum sem virðast hafa orðið fyrir hnjaski, eða sem eru útrunnar samkvæmt áletraðri dagsetningu. Það getur valdið truflunum í virkni tækisins og stefnt þannig bæði notendum og sjúklingum í hættu. Skiptið um rafskaut á meðan tækið er í notkun, ef t. d. aflmikið hjartahnoð hefur skaddað skautin. Sé það ekki gert getur það valdið truflunum í virkni tækisins og stefnt þannig bæði notendum og sjúklingum í hættu. Öryggisleiðbeiningar IS 17

18 Hjartastillirafskautin WM er ekki hægt að nota aftur. Skiptið á rafskautunum og nýjum, umsvifalaust eftir notkun. Notist einvörðungu við hjartastillirafskaut frá Weinmann, WM Séu önnur rafskaut notuð tekur Weinmann ekki ábyrgð á hugsanlegu tjóni eða skaða. Ath Vinsamlegast farið eftir fyrirmælum á umbúðum rafskautanna, hvað varðar geymslu þeirra. 4.2 Aukaverkanir Eftirfarandi aukaverkana getur orðið vart við beitingu MEDUCORE Easy: Bruni á yfirborði líkamans Roði í húð Hjartsláttarflökt, ef gefið er stuð þegar hjartsláttur býður ekki upp á slíkt Þegar sjúklingum með ígræddan hjartagangráð eða hjartastilli er gefið stuð: Bilun í virkni ígrædda tækisins. 18 IS Öryggisleiðbeiningar

19 5. Búið tækið undir notkun Takið tækið úr umbúðunum Takið alla hluti varlega úr umbúðunum. Gaumgæfið alla hlutina og hvort þeir séu heilir, í samræmi við Yfirlit á bls. 4. Aðgætið hvort nokku hlutanna hafi orðið fyrir skaða. Vanti einhverja hluti eða séu þeir skemmdir, skaltu hafa samband við söluaðila eða beint við Weinmann. Varúð! Umbúðirnar geta valdið köfnun. Gætið að því að þær séu utan seilingar barna eða fargið þeim með viðeigandi hætti. Prófið tækið 1. Opnið hlífina á tækinu, eins og sýnt er á teikningunni hér við hliðina. 2. Aðgætið hvort rafskautatenginu hefur verið stungið í innstunguna á tækinu. Tengið er pólvíst, það er, aðeins er hægt að stinga því í samband snúi það rétt. Þrýstið tenginu þétt í innstunguna, ef þörf krefur. 3. Aðgætið að rafskautin liggi á stjórnhlið tækisins, þannig að merkingin á þeim snúi upp. Staðsetjið rafskautin, ef þörf krefur, á þennan máta. 4. Aðgætið að neyðarbúnaðurinn sem fylgir (og samanstendur af: rakvél, skærum, öndunarklút) sé á sínum stað, undir henginu í hlíf tækisins. Komið neyðarbúnaðinum annars fyrir á þeim stað. 5. Lokið hlíf tækisins varlega og gætið þess að engir hlutir klemmist og að hlífin falli rétt að. Setjið rafhlöðuna í tækið Notist aðeins við einnota rafhlöður (WM 40155) eða hleðslurafhlöður (WM 40150) frá Weinmann. 1. Skorðið rafhlöðuna fasta í hólfið á bakhlið tækisins, þar til hún smellur í svo heyrist. Búið tækið undir notkun IS 19

20 2. Lyftið hlífinni af MEDUCORE Easy. Tækið fer í gegnum sjálfpróf og lætur frá sér raddskilaboð. 3. Þegar græna merkið á framhlið tækisins lýsir stöðugt, er sjálfsprófinu lokið án þess að villur hafi komið upp. Leggið nú aftur hlífina á MEDUCORE Easy. Tækið er tilbúið til notkunar. 5.1 Uppsetning aukabúnaðar Veggfesting, Hægt er að geyma MEDUCORE Easy á veggfestingu sem fæst sem aukabúnaður. Eftirfarandi veggfestingar eru í boði: Veggfesting MEDUCORE Easy WM Veggfesting MEDUCORE Easy (ferða) WM Upplýsingar um faglega uppsetningu veggfestingarinnar, ásamt því hvernig ber að skorða tækið á hana og taka það af, má finna í leiðbeiningum sem fylgja veggfestingunni. Stillanlegt handfang Hægt er að skipta á því haldfangi sem fylgir tækinu og öðru, stillanlegu (WM 40164). 1. Fjarlægið hlífina. 2. Skrúfið sexkant-skrúfurnar tvær lausar. 3. Fjarlægið handfangið og þéttingar þess. 4. Komið skinnunum fyrir á skrúfum stillanlega haldfangsins og skrúfið skrúfurnar fastar með mynt. 20 IS Búið tækið undir notkun

21 6. Notkun Í þessum kafla er að finna upplýsingar um eftirfarandi efnisþætti: Fyrir ræsingu á bls. 21 Endurlífgun á bls. 22 Eftir meðferð á bls. 30 Að fást við gögn um meðferð/tæki, með EasyView á bls Fyrir ræsingu Prófun á ástandi tækis Tækið gengur gegnum sjálfspróf, daglega og mánaðarlega. Gaumljósin á framhlið tækisins gefa til kynna ástand tækis. Tækið er tilbúið til notkunar, þegar græna gaumljósið blikkar. Hafið eftirfarandi í huga, áður en MEDUCORE Easy er ræst: Varúð! Ræsið ekki tækið ef rauða gaumljósið blikkar. Tækið er ekki tilbúið til notkunar. Komið tækinu í viðgerð hjá framleiðandanum Weinmann eða viðurkenndum fagaðila. Ath! Ef græna og gula gaumljósin blikka, dugir hleðsla rafhlöðunnar enn, í mesta lagi, í 10/6 stuð. Búið tækið undir notkun. Skiptið aðeins um rafhlöðu eftir uppsetningu. Notkun IS 21

22 6.2 Endurlífgun Kveikið á tækinu Lyftið lokinu á MEDUCORE Easy. Þannig kviknar á tækinu, sem fer í gegnum stutt sjálfspróf, um leið. Þá loga öll gaumljós og skilaboð í stutta stund. Eftir að sjálfsprófinu lýkur gefa gaumljósin til kynna ástand tækisins. Tækið er tilbúið til notkunar, þegar græna gaumljósið blikkar. Varúð! Beitið tækinu ekki ef rauða gaumljósið logar viðstöðulaust og skilaboðin Tækið er ekki tilbúið til notkunar heyrast. Tækið er ekki tilbúið til notkunar. Komið tækinu í viðgerð hjá framleiðandanum Weinmann eða viðurkenndum fagaðila. Ath! Hafi ekki kviknað á öllum gaumljósum og reitum á meðan á sjálfsprófinu stóð, þýðir það að ein eða fleiri ljósdíóður eru bilaðar. Búið tækið undir notkun. Eftir hverja beitingu tækisins skal koma því í viðhald hjá framleiðandanum Weinmann eða viðurkenndum fagaðila. Ath! Ef græna og gula gaumljósin loga viðstöðulaust eftir að tækið er hlaðið, dugir hleðsla rafhlöðunnar enn, í allt að 10/6 stuð. Búið tækið undir notkun. Skiptið aðeins um rafhlöðu eftir notkun. 22 IS Notkun

23 Undirbúningur fyrir hjartastuð Takið fyrst neyðarbúnaðinn úr tækinu. Þessir hlutir eru til að vernda þig og létta þér undirbúning endurlífgunar. MEDUCORE Easy mun leiðbeina þér gegnum endurlífgunarferlið með raddskilaboðum og sýnilegri merkjagjöf. Fylgið leiðbeiningunum sem veittar eru í þessum kafla. Aðeins þannig tryggirðu árangursríka skyndihjálp handa sjúklingnum. Þetta tæki mun aðstoða þig. Þessi skilaboð heyrast eftir að lokinu er lyft af MEDUCORE Easy þegar sjálfsprófuninni, sem þá fer fram, lýkur. Græni skilaboðareiturinn Nú má snerta sjúkling lýsir. Ath.: Slökkva má á þessum raddskilaboðum með aðstoð leiðbeininga- og stillingahugbúnaðarins EasyView (sjá Að fást við gögn um meðferð/tæki, með EasyView á bls. 32). Hringið í 112! Þegar kostur er skal láta nálæga hringja eftir aðstoð fagfólks, á meðan þú dvelst hjá sjúklingnum. Gaumgæfið sjúklinginn, í leit að eftirfarandi lífsmarki: Viðbragð Öndun Varúð! Aðeins má beita MEDUCORE Easy á sjúklinga sem ekki sýna viðbragð og anda ekki eðlilega. Ath.: Slökkva má á þessum raddskilaboðum með aðstoð leiðbeininga- og stillingahugbúnaðarins EasyView (sjá Að fást við gögn um meðferð/tæki, með EasyView á bls. 32). Notkun IS 23

24 Ef sjúklingur er meðvitundarlaus og andar ekki eðlilega; afklæðið brjóstkassa og festið rafskautin á. Leggið sjúklinginn á bakið, á stöðugt undirlag sem ekki leiðir rafstraum. Fjarlægið fatnað af brjóstkassa sjúklingsins. Ef þörf krefur skal nota skærin, sem finna má meðal neyðarbúnaðarins, til að klippa fötin af sjúklingnum. Afhjúpaður brjóstkassi sjúklingsins verður að vera þurr, og ekki of loðinn. Ef þörf krefur skal nota rakvélina úr neyðarbúnaðinum. Festið rafskaut á berann brjóstkassann. Raddskilaboðin heyrast á 5 sekúndna fresti, þar til rafskautin hafa verið fest á brjóstkassa sjúklingsins. Framhlið á umbúðum Opnið umbúðir rafskautanna þar sem örin vísar. Takið rafskautin úr umbúðunum, fjarlægið öryggisþynnuna af þeim og festið rafskautin á brjóstkassa sjúklingsins, eins og sýnt er á framhlið umbúðanna um rafskautin. Fylgið einnig upplýsingum á bakhlið umbúðanna um rafskautin Þrýstið rafskautunum þétt að líkamanum, til að tryggja góða rafleiðni. Ath! Tryggið að allan tímann, á meðan á aðgerðinni stendur, séu rafskautin ósködduð og sitji þéttingsfast á sjúklingnum. Losni rafksaut eða skaddist, heyrast boðin Festið rafskaut á berann brjóstkassann. þar til rafskautin hafa verið fest á ný eða skipt hefur verið um sködduð skaut. Ekki snerta sjúkling! Greining á hjartslætti. Þessi skilaboð heyrast um leið og rafskautin hafa verið fest á með réttum hætti, og tækið hefur hjartsláttargreiningu (EKG). Um leið logar rauði skilaboðareiturinn Ekki snerta sjúkling. 24 IS Notkun

25 Ath! Sjúklinginn má ekki hreyfa eða snerta á meðan á greiningu stendur. Ekki skal heldur beita endurlífgun á meðan greiningin fer fram. Slík gæti valdið villum í túlkun hjartarafritsins og valdið lífshættulegum töfum á hjartastillingu. Tækið veitir fyrirmæli með raddskilaboðum, í samræmi við niðurstöður greiningarinnar á hjartarafritinu. Þessum fyrirmælum verður lýst í eftirfarandi undirköflum: Stuð ráðlagt á bls. 25 Stuð ekki ráðlagt á bls. 27 Hreyfing greind á bls. 29. Stuð ráðlagt Bendi greining á hjartslætti (raddskilaboð: Ekki snerta sjúkling! Greining á hjartslætti. ) til að hjartastilling sé ráðleg, lætur tækið frá sér eftirfarandi raddskilaboð: Stuð ráðlagt. Ekki snerta sjúkling! Þá logar rauði skilaboðareiturinn Ekki snerta sjúkling!. Stuð undirbúið. Ekki snerta sjúkling! Rauði skilaboðareiturinn logar. Sjá má á rauðu reitunum, á milli rauða skilaboðareitsins og stuðhnappsins, þegar undirbúningur hefst fyrir stuð. Undirbúningnum er lokið þegar allir reitir loga og stuðhnappurinn blikkar. Þá berast næstu raddskilaboð: Ýtið á blikkandi stuðrofann! Þessi skilaboð heyrast, á víxl við tónboð, þar til ýtt hefur verið á stuðrofann. Notkun IS 25

26 Varúð! Varúð Hætta er á raflosti, þar sem innviðir tækisins safna miklu rafmagni til notkunar, við undirbúning stuðs. Aðgætið, áður en ýtt er á stuðrofann, að enginn snerti sjúklinginn og að engin leiðandi efni liggi að manneskjunum í kring. Slíkt getur valdið bæði notendum og öðrum nálægum lífshættulegum skaða. Varúð! Til að útiloka að straumur hjartastillingarinnar berist á óvænta staði, skal forðast alla snertingu á milli líkamshluta sjúklings (til dæmis, óhulinnar húðar á höfði og útlimum) og leiðandi vökva (t. d.: gel, blóðs eða saltvatnslausnar) eða málmhluta (t.d. rúmgrindar eða sjúkrabara). Slík snerting getur valdið lífshættulegum skaða á sjúklingi, þeim sem fæst við hann eða öðrum nálægum manneskjum. Gefið öllum nálægum skýra aðvörun um að nú verði gefið stuð ( Stigið burt frá sjúklingi! eða Ekki snerta sjúkling! ). Ýtið nú á stuðrofann. Eftir vel heppnað stuð heyrast skilaboðin Stuð var gefið.. Ath.: Sé ekki ýtt á stuðrofann innan 20 sekúndna, afhleður tækið þá orku sem var til reiðu og gefur frá sér skilaboðin Stuð var ekki gefið.. Nú má snerta sjúkling. Græni skilaboðareiturinn Nú má snerta sjúkling lýsir. Framkvæmið endurlífgun! Endurtakið 30 hjartahnoð og blásið tvisvar. Framkvæmið endurlífgun þar til að rauði skilaboðareiturinn logar (hlé skal vara í: sekúndur, eftir stillingum). Sé kveikt á taktmæli mun hljóðmerki heyrast, 100 slög á mínútu, á meðan á stigi hjartahnoðs og öndunar stendur. Framkvæmið hjartahnoð í takti við hljóðmerkið. 26 IS Notkun

27 Eftir 30 hljóðmerki berast raddskilaboð: Blásið nú 2 sinnum. Þá hefur þú nokkrar sekúndur til að blása tvisvar í lungu sjúklings, áður en skilaboðin Hnoðið nú 30 sinnum berast, og 30 hljóðmerki í kjölfarið. Þannig gengur, koll af kolli, þar til stigi hjartahnoðs og öndunar er lokið og rauði reiturinn ( Ekki snerta sjúkling ) logar á ný. Sé þrýst á upplýsingahnappinn á meðan á stigi hjartahnoðs og öndunar, berst tilkynning. Taktmælirinn gengur þá áfram í bakgrunni, án þess að til hans heyrist. Þegar þessum fasa lýkur hefst tækið á ný handa við greiningu á hjartslætti (ab Ekki snerta sjúkling! Greining á hjartslætti. ). Um leið logar rauði skilaboðareiturinn Ekki snerta sjúkling. Ef vart verður við áreiðanlegt lífsmark hjá sjúklingi, skal haldið áfram samkvæmt leiðbeiningum í undirkaflanum Áreiðanlegt lífsmark á bls. 30. Varúð! Eftir hjartahnoð og innblástur skal aðgæta ástand rafskauta, og ef þörf krefur skal þrýsta þeim ítrekað þétt að hörundi sjúklingsins. Ath.: Stillingum á tíma fyrir hjartahnoð og innblástur má breyta með EasyView leiðbeininga- og stillingahugbúnaðinn. Stuð ekki ráðlagt Bendi greining á hjartslætti (raddskilaboð: Ekki snerta sjúkling! Greining á hjartslætti. ) á eðlilegt sínus-ferli, sláttarstöðvun eða annan takt sem ekki er hægt að beita stuði við, heldur tækið MEDUCORE Easy áfram sem hér segir: Stuð ekki ráðlagt. Græni skilaboðareiturinn Nú má snerta sjúkling lýsir. Notkun IS 27

28 Framkvæmið endurlífgun! Endurtakið 30 hjartahnoð og blásið tvisvar. Ef ekkert lífsmark er á sjúklingi skal endurtaka hjartahnoð og öndun, þar til rauði reiturinn logar (hlé skal vara í: sekúndur, eftir stillingum). Sé kveikt á taktmæli mun hljóðmerki heyrast, 100 slög á mínútu, á meðan á stigi hjartahnoðs og öndunar stendur. Framkvæmið hjartahnoð í takti við hljóðmerkið. Eftir 30 hljóðmerki berast raddskilaboð: Blásið nú 2 sinnum. Þá hefur þú nokkrar sekúndur til að blása tvisvar í lungu sjúklings, áður en skilaboðin Hnoðið nú 30 sinnum berast, og 30 hljóðmerki í kjölfarið. Þannig gengur, koll af kolli, þar til stillanlegu stigi til hjartahnoðs og öndunar er lokið og rauði reiturinn ( Ekki snerta sjúkling ) logar á ný. Sé þrýst á upplýsingahnappinn á meðan á stigi hjartahnoðs og öndunar, berst tilkynning. Taktmælirinn gengur þá áfram í bakgrunni, án þess að til hans heyrist. Þegar þessum fasa lýkur hefst tækið á ný handa við greiningu á hjartslætti (ab Ekki snerta sjúkling! Greining á hjartslætti. ). Um leið logar rauði skilaboðareiturinn Ekki snerta sjúkling. Ef vart verður við áreiðanlegt lífsmark hjá sjúklingi, skal haldið áfram samkvæmt leiðbeiningum í undirkaflanum Áreiðanlegt lífsmark á bls. 30. Varúð! Eftir hjartahnoð og innblástur skal aðgæta ástand rafskauta, og ef þörf krefur, skal þrýsta þeim ítrekað þétt að hörundi sjúklingsins. Ath.: Stillingum á tíma fyrir hjartahnoð og innblástur má breyta með EasyView leiðbeininga- og stillingahugbúnaðinn. 28 IS Notkun

29 Hreyfing greind Fáist engar niðurstöður úr hjartsláttargreiningu (raddskilaboð: Ekki snerta sjúkling! Greining á hjartslætti. ) innan 15 sekúndna, t.d. sökum þess að sjúklingur hafi verið færður til eða snert vi ðhonum, endurtekið tækið eftirfarandi raddskilaboð: Hreyfing greind Ekki snerta sjúkling! Tækið reynir þá að framkvæma hjartsláttargreiningu á ný. Sé greiningin í þetta sinn árangursrík, heldurt ækið áfram, í samræmi við niðurstöðurnar, eins og greint er í undirkaflanum Stuð ráðlagt á bls. 25 eða. Stuð ekki ráðlagt á bls. 27. Mistakist hins vegar greiningin aftur, heyrast eftirfarandi skilaboð: Nú má snerta sjúkling. Græni skilaboðareiturinn lýsir þá, og eftirfarandi raddskilaboð berast: Framkvæmið endurlífgun. Endurtakið 30 hjartahnoð og blásið tvisvar. Framkvæmið endurlífgun með hjartahnoði og öndun þar til raddskilaboðin Ekki snerta sjúkling! heyrast (Tímalengd stigs: sekúndur, eftir stillingum). Þegar þessum fasa lýkur, hefst tækið á ný handa við greiningu á hjartslætti (frá Ekki snerta sjúkling! Greining á hjartslætti. ). Um leið logar rauði skilaboðareiturinn Ekki snerta sjúkling. Ef vart verður við áreiðanlegt lífsmark hjá sjúklingi, skal haldið áfram samkvæmt leiðbeiningum í undirkaflanum Áreiðanlegt lífsmark á bls. 30. Varúð! Eftir hjartahnoð og innblástur skal aðgæta ástand rafskauta, og ef þörf krefur, skal þrýsta þeim ítrekað þétt að hörundi sjúklingsins. Notkun IS 29

30 Ath.: Stillingum á tíma fyrir hjartahnoð og innblástur má breyta með EasyView leiðbeininga- og stillingahugbúnaðinn. Áreiðanlegt lífsmark Ef áreiðanlegt lífsmark greinist með sjúklingi á meðan á meðferð stendur, svosem viðbragð við áreiti eða öndun, skal halda áfram umönnun með hefðbundnum leiðum. Takið rafskautin ekki af sjúklingnum. Tækið heldur þá áfram að greina hjartsláttinn, með reglulegu millibili. Berist raddskilaboðin Stuð ráðlagt. skalt þú fylgja þeim fyrirmælum sem berast frá MEDUCORE Easy í kjölfarið. Upplýsingahnappur Upplýsingagjöf Hvenær sem á meðferð stendur er hægt að þrýsta á Upplýsingahnappinn, til að heyra hversu langt er eftir af notkunartíma tækis (í tíu sekúndna þrepum) ásamt fjölda þeirra stuða sem búið er að veita. Þessar upplýsingar er aðeins hægt að nálgast á tilteknum tímapunktum í ferlinu. Þær berast eftir raddskilaboðin Festið rafskaut á berann brjóstkassann eða eftir Endurtakið 30 hjartahnoð og blásið tvisvar. (á meðan á stigi hjartahnoðs og öndunar). 6.3 Eftir meðferð Slökkvið á tækinu Til að slökkva á MEDUCORE Easy (setja í biðstöðu), skal fjarlægja rafskautstengið úr innstungunni á tækinu, taka rafskautin af og setja lokið á tækið. Ath Á meðan sjúklingur er tengdur við MEDUCORE Easy slokknar ekki á tækinu þó að því sé lokað. Þannig er komið í veg fyrir að meðferð sé rofin af gáleysi. 30 IS Notkun

31 Sjónskoðun / hreinlætiskröfur Gaumgæfið tækið og hvort á því sjáist nokkur skaði, og þrífið það fyrir notkun, eins og lýst er í kafla Hreinlætiskröfur á bls. 34. Meðferð-leiðbeiningar MEDUCORE Easy vistar sjálfkrafa eftirfarandi gögn, við hverja notkun: Dagsetningu og tíma notkunar Hversu lengi meðferð varði Hjartarafrit sjúklings Atburði, t.d.: Tímapunkt þegar stuð er gefið Hugsanlega bilun tækis (niðurstöður sjálfsprófunar) Upplýsingarnar má færa, með innrauðum samskiptabúnaði, yfir á einkatölvu, til frekari úrvinnslu eða geymslu. Upplýsingar um hvernig þetta er gert má finna í kaflanum Að fást við gögn um meðferð/tæki, með EasyView á bls. 32 og í notkunarleiðbeiningum á geisladiski: Leiðbeininga- og stillingahugbúnaður EasyView. Að skipta um rafskaut og neyðarbúnað Fargið rafskautum og neyðarbúnaði, eftir meðferð, hafi þeim verið beitt. Komið nýrri pakkningu með rafskautum og nýjum neyðarbúnaði fyrir í tækinu. Að prófa rafhleðslu Aðgætið hversu mikil hleðsla er eftir á rafhlöðunni (einnota eða hleðslurafhlöðu). Setjið nýja einnota rafhlöðu í tækið, eða hlaðið hleðslurafhlöðuna (sjá Umsjón með orkugjöfum á bls. 40). Notkun IS 31

32 6.4 Að fást við gögn um meðferð/tæki, með EasyView Hér á eftir fer stutt yfirlit yfir leiðbeininga- og stillingahugbúnaðinn EasyView. Með þessum hugbúnaði má færa gögn um tækið og notkun þess yfir á einkatölvu, vinna úr þeim og vista þau. Einnig má nota hugbúnaðinn til að breyta stillingum tækisins. Samskipti fara fram gegnum innrautt viðmót á MEDUCORE Easy og einkatölvunni. Frekari upplýsingar um notkun EasyView má finna í notkunarleiðbeiningum á geisladiski: Leiðbeininga- og stillingahugbúnaðurinn EasyView. Yfirlit yfir notkun Þegar öll gögn hafa verið flutt yfir, er hægt að skoða upplýsingar um allt að fjórar meðferðir, á tölvunni. EasyView býður upp á eftirfarandi möguleika: Að skoða hjartarafrit (EKG) og endurspila það í rauntíma Að skoða atburði og tímapunkta Að bæta við athugasemdum Að prenta út smáatriði meðferðarinnar Að vista meðferðargögnin. Stillingar tækis Með aðstoð EasyView er hægt að vinna með stillingar MEDUCORE Easy til að tækið þjóni þínum kröfum sem best má verða. EasyView býður upp á eftirfarandi möguleika: Að samstilla dagsetningu/tíma við einkatölvuna Að ákveða hvenær mánaðarleg sjálfsprófun á sér stað Að stilla hljóðstyrk raddskilaboða Að stilla orku stuðs: Lágt (hám. 200 J)/Hátt (hám. 310 J) 32 IS Notkun

33 Grunnstilling (við afhendingu): 1. stuð: Lágt 2. stuð: Hátt eftir 3. stuð: Hátt. stilla skal tímann fyrir hjartahnoð og innblástur ( sekúndur) Raddskilaboð: Þetta tæki mun aðstoða þig. á/af Hringið í 112! á/af Ef sjúklingur er meðvitundarlaus og andar ekki eðlilega: afklæðið brjóstkassa og festið rafskautin á á/af Taktmælir á/af. Notkun IS 33

34 7. Hreinlætiskröfur Varúð! Áður en MEDUCORE Easy er þrifið ber að fjarlægja rafhlöðuna úr því. Skolið MEDUCORE Easy aldrei með sótthreinsunarefnum eða öðrum vökvum. Tækið má aðeins sótthreinsa með afþurrkun. Annað getur valdið skaða á búnaðinum og stefnt þannig bæði notendum og sjúklingum í hættu. MEDUCORE Easy má halda hreinu með sótthreinsunarklútum. Athugið vel leiðbeiningar þess sótthreinsiefnis sem notað er. Ráðlagt er að nota viðhlítandi hanska við sótthreinsun (t.d. gúmmíhanska eða einnota hanska). Við mælum sérstaklega með sótthreinsibúnaðinum TERRALINA, sem er í boði hjá fyrirtækinu Schülke & Mayr, Robert-Koch-Str. 2, D Norderstedt í Þýskalandi (á Neti: Þessi vara inniheldur einnotabúnað. Einnota einingar eru ætlaðar til notkunar í eitt skipti. Þar af leiðandi má einungis nota þessar einingar einu sinni og ekki endurnýta þær. Endurnýting þessara einnota eininga getur skaðað virkni og öryggi vörunnar og valdið ófyrirsjáanlegri öldrun, sliti, stökkbroti, varmaálagi, efnahvörfum og fleiru. 34 IS Hreinlætiskröfur

35 8. Eftirlit með virkni MEDUCORE Easy gengur reglubundið gegnum sjálfspróf, þegar tækið er í biðstöðu (lokið á), og stutt sjálfspróf í hvert sinn sem tækið er notað (lokið tekið af). Ástand tækisins er þá gefið til kynna með grænu, gulu eða rauðu ástandsmerki rautt merkir bilun. Þar að auki ber að prófa virkni tækisins með reglubundnu millibili. Vinsamlegast fylgið uppgefnum prófunartímum. 8.1 Prófunartímar Vikulega 8.2 Eftirlit með virkni Aðgætið hvað gaumljósin á MEDUCORE Easy segja um ástand tækisins. Tækið er tilbúið til notkunar, ef græna gaumljósið blikkar, þegar tækið er í biðstöðu. Blikki græna gaumljósið ekki, skal fara eftir leiðbeiningum í kafla Vandamál og lausnir á bls. 38. Á 6 mánaða fresti Á 6 mánaða fresti skal prófa alla virkni tækisins, eins og lýst er í hlutanum Eftirlit með virkni á bls. 35. Eftir hverja notkun Gerið eins og lýst er í kaflanum Eftir meðferð á bls. 30. Á 6 mánaða fresti skal prófa virkni tækisins, eins og hér verður lýst. 1. Aðgætið hvort eitt eða fleiri gaumljós blikki þegar hlífin er á tækinu. Tækið er tilbúið til notkunar, þegar græna gaumljósið blikkar. Eftirlit með virkni IS 35

36 2. Fjarlægið rafhlöðuna og aðgætið hvort hún sé útrunnin samkvæmt áletraðri dagsetningu. Sé þetta tilfellið skal setja nýja rafhlöðu í tækið. 3. Setjið rafhlöðuna í og opnið hlífina á tækinu. Tækið er tilbúið til notkunar þegar eftirfarandi atriði eru til staðar: Öll gaumljós og skilaboð loga í stutta stund. Græna gaumljósið logar stöðugt. Tækið hefur að gefa frá sér raddskilaboð. 4. Athugið hvort neyðarbúnaðurinn er innsiglaður og óskaddaður. Hafi innsiglið verið rofið, neyðarbúnaðurinn skaðast eða einhverja hluta vanta í hann, skal skipta honum fyrir nýjan. 5. Aðgætið hvort rafskautatengið situr rétt í innstungunni á tækinu. Liggi rafskautatengið ekki rétt, skal þrýsta því þétt í innstunguna. 6. Aðgætið að rafskautatengið, línan í rafskautið og umbúðirnar með rafskautunum séu í óaðfinnanlegu ástandi. Hafi einn hluti búnaðarins skaðast, skal skipta öllum rafskautabúnaðinum fyrir nýjan. 7. Aðgætið hvort rafskautin eru útrunnin, samkvæmt áletraðri dagsetningu. Sé þetta tilfellið þarf að skipta rafskautunum út fyrir önnur, ný. 8. Lokið tækinu með hlífinni og aðgætið hvort tækið skipti í biðstöðu. Tækið er tilbúið til notkunar, þegar raddskilaboð hætta að berast og græna gaumljósið blikkar. 9. Skoðið tækið, berum augum. Gætið að því að ekki sé neinn skaða eða hnjask að sjá á því. Hafi tækið orðið fyrir skaða skal ekki taka það í notkun Komi í ljós bilun við eitthvert ofannefndra atriða eða frávik frá þeim gildum sem gefin eru upp, má ekki taka tækið til notkunar. Reynið fyrst að leiðrétta villuna með hjálp upplýsinga í kafla Vandamál og lausnir á bls. 38. Reynist þetta ekki gerlegt, skal láta tækið í hendur framleiðandanum, Weinmann, til viðgerðar, eða sérfræðingum með vottun frá WEINMANN. 36 IS Eftirlit með virkni

37 Tenging nýrra rafskauta Notist aðeins við hjartastillirafskautin WM Lyftið lokinu á MEDUCORE Easy. 2. Fjarlægið rafskautstengið úr innstungunni á tækinu, og takið gömlu rafskautin úr tækinu. 3. Þrýstið tengi nýja rafskautabúnaðarins þétt í tilheyrandi innstungu á notendaviðmótinu. Tengið er pólvíst, það er, aðeins er hægt að stinga því í samband snúi það rétt. 4. Komið rafskautabúnaðinum fyrir í tækinu. Komið leiðslunni svo fyrir að þegar tækinu er lokað klemmist hún ekki á milli eða skaðist á annan hátt. Eftirlit með virkni IS 37

38 9. Vandamál og lausnir 9.1 Hljóðræn eða sjónræn villuskilaboð Ath! Við mælum með að viðhaldsvinna, bæði eftirlit og viðgerðir, sé aðeins framkvæmd af framleiðandanum, Weinmann, eða af færum tæknimönnum með vottun frá Weinmann. Vandi Orsök Lausn Þegar tækið er í biðstöðu (hlífin lokuð) gefur það frá sér píp-tón á fjögurra mínútna fresti. Þegar hlífin er opnið kviknar ekki á tækinu. Eftir að hlíf tækisins er opnuð, heyrast boðin: Tækið er ekki tilbúið til notkunar. Eftir að hlíf tækisins er opnuð, heyrast boðin: Léleg rafhlaða. Rauða stöðumerkið lýsir (blikkar í biðstöðu, logar stanslaust ef tækið er í gangi). Græna og gula stöðumerkin loga (blikka í biðstöðu, loga stanslaust ef tækið er í gangi). Gula stöðumerkið lýsir (blikkar í biðstöðu, logar stanslaust ef tækið er í gangi). Tækið hefur orðið vart við bilun, í mánaðarlegu/daglegu sjálfsprófi. Aðgætið hvaða stöðumerki blikka, og farið að í samræmi við þá merkingu ljósanna sem skýrð er í þessari töflu. Rafhlaðan er að tæmast. Skiptið um rafhlöðu (9.2, bls 40). Tækið er bilað. Tækið er bilað. Rafhlaðan er að tæmast. Rafhlaða er að tæmast, undir 3 stuð eftir. Tækið er ekki tilbúið til notkunar, sjálfspróf fann bilun. Rafhlaða er að tæmast/ekki nóg til 10/6 stuða. Tiltölulega meinlaus villa hefur komið upp, t.d.: rangt stillt klukka. Takið tækið ekki til notkunar. Sendið tækið í viðgerð. Notið tækið ekki. Sendið tækið í viðgerð. Ljúkið notkun tækisins og skiptið síðan um rafhlöðu (9.2, bls 40). Skiptið um rafhlöðu (9.2, bls 40), haldið síðan notkun áfram. Ljúkið notkun tækisins. Sendið síðan tækið í viðgerð. Ljúkið notkun tækisins og skiptið síðan um rafhlöðu (9.2, bls 40). Ljúkið notkun tækisins. Lesið lýsingu bilunarinnar í EasyView og lagfærið villuna eftir því sem við á. 38 IS Vandamál og lausnir

39 Vandi Orsök Lausn Eftir að kveikt er á tækinu logar eitt eða fleiri stöðumerki/reitir ekki í stutta stund. Ein eða fleiri stöðumerki/reitir eru biluð. Ljúkið notkun tækisins, Sendið síðan tækið í viðgerð. Raddskilaboð: Festið rafskaut á berann brjóstkassann! heyrist endurtekið þrátt fyrir að rafskautin séu komin á. Stuð ekki mögulegt, þrátt fyrir að stuðrofinn blikki. Raddskilaboðin Hreyfing greind. Ekki snerta sjúkling! berast. Græna stöðumerkið blikkar ekki þegar hlífinni er lokið aftur. Tengi rafskauta ekki rétt fest við tækið. Rafskaut ekki fest á sjúkling með réttu lagi. Rafskautin hafa færst. Rafskautin eru biluð. Röng rafskaut. Tæki skaddað. Tæki skaddað. MEDUCORE Easy kannast við hluti og greinir hjartslátt upp á nýtt. Rafhlaðan er alveg tóm Stöðumerkið er bilað Stingið tenginu rétt inn. Þrýstið rafskautum þétt að þurru og ef þörf krefur rökuðu skinni sjúklings. Aðgætið stöðu rafskautanna Skiptið um rafskaut eða notið tækið að öðrum kosti ekki. Notið aðeins upprunaleg rafskaut frá - Weinmann. Sendið tækið í viðgerð. Sendið tækið í viðgerð. Snertið hvorki né færið sjúkling á meðan á greiningu stendur. Setjið nýja rafhlöðu í tækið Sendið tækið í viðgerð. Vandamál og lausnir IS 39

40 9.2 Umsjón með orkugjöfum Að skipta um rafhlöðu Skiptið rafhlöðunni út fyrir nýja, eða að öðrum kosti endurhlaðna hleðslurafhlöðu, í síðasta lagi þegar gula og græna stöðumerkin á framhlið tækisins lýsa (blikka í biðstöðu, loga stanslaust þegar tækið er virkt). Ath! Skiptið aldrei um rafhlöðu á meðan tækið undirbýr stuð ( Stuð undirbúið. ) eða þegar það er tilbúið til að veita stuð ( Ýtið á blikkandi stuðrofann! ). Það getur valdið skaða á tækinu. Ef stöðumerkin gula og græna taka að loga á meðan tækið er í notkun, skal halda notkuninni áfram. Skiptið þá fyrst um rafhlöðu þegar rauða gaumljósið logar viðstöðulaust. Ef MEDUCORE Easy hefur ekki verið notað á milli 2ja ára öryggistæknilega eftirlits þarf að jafnaði ekki að skipta um rafhlöðu. Notist aðeins við einnota rafhlöður (WM 40155) eða hleðslurafhlöður (WM 40150). Til að skipta um rafhlöðu er gert sem hér segir: 1. Slökkvið á tækinu með því að loka aftur hlífinni á framhlið MEDUCORE Easy. 2. Þrýstið á rauða hnappinn á handfangi rafhlöðunnar og dragið hana þannig úr tækinu. 40 IS Vandamál og lausnir

41 3. Skorðið nýju rafhlöðuna fasta í hólfið á bakhlið tækisins, þar til hún smellur í svo heyrist. 4. Lyftið hlífinni af MEDUCORE Easy. Tækið fer í gegnum sjálfpróf og lætur frá sér raddskilaboð. 5. Þegar græna merkið á framhlið tækisins lýsir stöðugt, er sjálfsprófinu lokið án þess að villur hafi komið upp. Leggið nú aftur hlífina á MEDUCORE Easy. Tækið er tilbúið til notkunar. Að hlaða hleðslurafhlöðu Hlaðið hleðslurafhlöðuna WM með hleðslutækinu WM á síðu Til þess skal fjarlægja rafhlöðuna úr tækinu líkt og lýst er í Að skipta um rafhlöðu á bls. 40. Á meðan rafhlaðan hleðst blikkar græna ljósdíóðan á henni. Um leið og hleðslu er lokið, logar græna merkið látlaust. Komi upp villa við hleðslu, loga bæði rauða og græna merkið. Hleðslutími getur varað allt upp í 2 og hálfa klukkustund, eftir því hver staða rafhlöðunnar er. Til að viðhalda fullri hleðslugetu rafhlöðunnar, ætti að hlaða hana jafn fljótt og auðið er eftir að hún tæmist. Fyrir þá gerð hleðslurafhlöðu sem notuð er í MEDUCORE Easy eiga svok. minnis-áhrif ekki við. Hleðslurafhlöðuna má semsagt hlaða, með straumbreytinum sem fylgir, þegar hún er aðeins hálftóm. Vandamál og lausnir IS 41

42 10. Viðhald 10.1 Viðhald/tæknilegar öryggisprófanir Látið yfirfara tækið með reglulegu millibili eftir að það hefur verið hreinsað og smitsæft. Viðhald, öryggistæknilegar prófanir samkvæmt 6 af reglugerð um meðferð lækningatækja (einungis í Þýskalandi) og reglubundin viðhaldsvinna eins og skoðanir og yfirferð búnaðar má einungis vera gerð af framleiðanda eða af fagfólki sem hefur verið sérstaklega samþykkt af framleiðanda. Haldið ykkur við eftirfarandi tímasetningar: Tímasetning Viðkomandi hlutir Framkvæmdaraðili Á 2 ára fresti (Viðhald og öryggistæknileg athugun) Á 6 ára fresti (Viðhald) Slithlutir sem hafa verið tilgreindir vegna öryggis Framleiðandi eða af fagfólk sem hefur verið sérstaklega samþykkt af framleiðanda 10.2 Geymsla Ef MEDUCORE Easy er fært í geymslu og er sjaldan eða aldrei tekið til notkunar á milli tveggja viðhaldsdaga, mælum við með eftirfarandi: Fjarlægið rafhlöðuna úr tækinu. Opnið hlífina á tækinu og lokið henni aftur. Þannig er algjörlega slökkt á MEDUCORE Easy. Gætið að því að fylgja viðhaldsdagsetningum, einnig með tæki sem sjaldan eru notuð eða liggja í geymslu. Ef viðhaldi er frestað fram yfir gefna dagsetningu má ekki taka tækið til notkunar. Sendi það þá þegar í stað til þjónustuaðila. Vinsamlegast hafið ráðlagt umhverfishitastig í huga, við geymslu MEDUCORE Easy (Bls. 46). Of mikill hiti eða kuldi geta stytt líftíma rafhlaðanna verulega. 42 IS Viðhald

43 Geymið MEDUCORE Easy ekki á stöðum sem sólskin nær til. Geymið MEDUCORE Easy á þurrum stað Förgun tækis Tæki Fargið tækinu ekki með heimilissorpi. Til að faglega sé staðið að förgun tækisins skal leita til sérhæfðrar og vottaðrar endurvinnslustöðvar raftækja. Heimilisföng slíkra aðila má finna hjá umhverfisstofnunum eða borgaryfirvöldum. Förgun rafhlaða Notuðum rafhlöðum má ekki farga með heimilissorpi Vinsamlegast snúðu þér að Weinmann eða til opinberra förgunaraðila. Viðhald IS 43

44 11. Tæki og fylgibúnaður við afhendingu 11.1 Staðalbúnaður Eftirfarandi útgáfur eru afhentar af MEDUCORE Easy: MEDUCORE Easy Rafhlöðubúnaður WM Hlutar tækis Pöntunarnúmer MEDUCORE Easy tækið sjálft WM Rafhlaða (einnota) WM Hjartastillingarrafskaut, 2 pör WM AED Neyðarbúnaður, að meðt.: Skærum, rakvél, öndunarklút WM Hugbúnaðurinn EasyView á geisladiski WM Notkunarleiðbeiningar WM Aukabúnaður Eftirfarandi auakabúnað er hægt að panta sérstaklega. Hann fylgir ekki með tækinu við afhendingu. Hlutir Pöntunarnúmer Veggfesting, MEDUCORE Easy (staðbundin) WM Veffesting, MEDUCORE (til ferða, 10g) WM Hlífðar- og burðartaska MEDUCORE WM Með stillanlegri ól Festibúnaður WM Æfingatæki MEDUCORE Trainer (til þjálfunar) WM Innrautt viðmót fyrir einkatölvu WM IS Tæki og fylgibúnaður við afhendingu

45 11.3 Varahlutir Eftirfarandi varahlutir eru til staðar fyrir MEDUCORE Easy: Hlutir Pöntunarnúmer Rafhlaða (einnota) WM Hleðslurafhlaða WM Hleðslutæki WM Hjartastillingarrafskaut WM AED Neyðarbúnaður, að meðt.: Skærum, rakvél, öndunarklút WM Hugbúnaðurinn EasyView á geisladiski WM Tæki og fylgibúnaður við afhendingu IS 45

46 12. Tæknilýsing Tæki Stærðir/Umhverfi/Gildi Mál LxBxH (í mm að meðt. handfangi) 240x 240 x 93 Þyngd, tómt: Með rafhlöðu og rafskautum: Flokkun tækis 93/42/EES: Notkun: Umhverfishiti: Án rafhlöðu og rafskauta: Loftraki: Loftþrýstingur: 2,1 kg 2,6 kg IIb 0 C til +50 C 0 C til +50 C 0% til 95% 700 til 1060 hpa Flutningur/Geymsla: 0 C til +50 C Umhverfishiti: í mesta lagi 2 vikur -20 C til +60 C Án rafhlöðu og rafskauta: -30 C til +70 C Loftraki: Loftþrýstingur: Varnarflokkur 0% til 95% 500 til 1060 hpa IEC 60529: IP54 (ryk- og sprautuvatnsvarið Hristingur og högg EN 1789:2007 Frjálst fall EN : A1: A2:1995 Rafsegulþol: EN Staðlar sem notaðir eru EN 1789, AAMI ANSI DF 39:1993, EN :2003 Endurlífgunarstaðlar ERC, AHA; 2010 Sjálfspróf Bil Tímapunktur Staðalbúnaður daglega, mánaðarlega, þegar kveikt er á tæki stillanlegur Rafhlaða, rafbúnaður, hugbúnaður, hleðsla 46 IS Tæknilýsing

47 Hjartastillingarrafskaut Tæki og fylgibúnaður við afhendingu Skautun Lengd rafleiðslu Yfirborð rafskauta Endingartími einnota sjálffesti-rafskaut, með tengi, í umbúðum ekki skautað (má skipta) 125 cm 125 cm 2 hvor 30 mánuðir eftir framleiðsludag Með fyrirvara um breytingar í samsetningu. Orkugjafar Útgáfa Einnota rafhlaða Hleðslurafhlaða (fylgir ekki) Gerð LiSO 2 Li-Ion Mál LxBxH (í mm) 148,6 x 71,6 x 32,6 Þyngd: 400 g Stuð-ending*,**: allt að 200 stuð allt að 100 stuð Lágmarks ending 100 stuð Gæslugeta*, ***: allt að 18 klst. allt að 9 klst. Nafnafl: 3800 mah Nafnspenna: 11,2 V 12,4 V Öryggi 16 A Tími í biðstöðu*: Lágmarkstími í biðstöðu*: * með nýrri rafhlöðu, 20 C ** stillt á lága orkuneyslu *** mið lægsta hljóðstyrk allt að 5 ár 4 ár Hámarks hleðslutími < 4 klst. Hámarks hleðslustraumur 1,2 A Flutningur/Geymsla: Umhverfishiti: Loftraki: -40 C til +85 C 0% til 90% Viðbúin ending > 300 hleðslur Tæknilýsing IS 47

MEDUMAT Easy. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Easy. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Easy Öndunarvél Hengityskone Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje Íslenska 3 Suomi 70 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit........................ 4 1.1 Tæki........................

Lisätiedot

MEDUMAT Easy CPR ERC 2010. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Easy CPR ERC 2010. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje Íslenska 3 Suomi 78 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit........................ 4 1.1

Lisätiedot

MEDUMAT Easy CPR. Hengityskone. Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Easy CPR. Hengityskone. Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Easy CPR Öndunarvél Hengityskone L sing á búna i og notkunarlei beiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje Íslenska 3 Suomi 72 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit........................ 4 2. Or askrá

Lisätiedot

MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje Íslenska 3 Suomi 76 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit........................ 4 1.1

Lisätiedot

STUDERANDE I NORDEN. exempel på gränshinder

STUDERANDE I NORDEN. exempel på gränshinder STUDERANDE I NORDEN exempel på gränshinder Genom målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del av detta samarbete

Lisätiedot

SUOMI 4 ÍSLENSKA 20 SVENSKA 36

SUOMI 4 ÍSLENSKA 20 SVENSKA 36 MÖJLIG FI IS SE SUOMI 4 ÍSLENSKA 20 SVENSKA 36 SUOMI 4 Sisältö Turvallisuusohjeet 4 Turvallisuusohjeet 5 Laitteen kuvaus 8 Päivittäinen käyttö 9 Vihjeitä ja neuvoja 12 Hoito ja puhdistus 12 Vianmääritys

Lisätiedot

FÖRETAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder

FÖRETAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder FÖRETAGARE I NORDEN exempel på gränshinder Genom ett unikt och målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del

Lisätiedot

SUOMI 4 ÍSLENSKA 26 SVENSKA 48

SUOMI 4 ÍSLENSKA 26 SVENSKA 48 ISANDE FI IS SE SUOMI 4 ÍSLENSKA 26 SVENSKA 48 SUOMI 4 Sisältö Turvallisuustiedot 4 Turvallisuusohjeet 5 Asennus 7 Laitteen kuvaus 8 Käyttö 9 Ensimmäinen käyttökerta 12 Päivittäinen käyttö 13 Vihjeitä

Lisätiedot

Hugvísindasvið. Lemmikkieläimet. Þýðing á finnsku á hluta af Gæludýrunum eftir Braga Ólafsson. Ritgerð til B.A.-prófs. Siru Katri Heinikki Laine

Hugvísindasvið. Lemmikkieläimet. Þýðing á finnsku á hluta af Gæludýrunum eftir Braga Ólafsson. Ritgerð til B.A.-prófs. Siru Katri Heinikki Laine Hugvísindasvið Lemmikkieläimet Þýðing á finnsku á hluta af Gæludýrunum eftir Braga Ólafsson Ritgerð til B.A.-prófs Siru Katri Heinikki Laine Maí 2010 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Íslenska

Lisätiedot

PENSIONÄRER I NORDEN. exempel på gränshinder

PENSIONÄRER I NORDEN. exempel på gränshinder PENSIONÄRER I NORDEN exempel på gränshinder Genom ett unikt och målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del

Lisätiedot

ERIKOISIA MERKKEJÄ Kirjoita harjoitukset fontilla Times New Roman, pistekoko16, ellei toisin mainita.

ERIKOISIA MERKKEJÄ Kirjoita harjoitukset fontilla Times New Roman, pistekoko16, ellei toisin mainita. ERIKOISIA MERKKEJÄ Kirjoita harjoitukset fontilla Times New Roman, pistekoko16, ellei toisin mainita. 1. Näppäimien kolmannet merkit Näppäimen kolmannen merkin saat kirjoitetuksi pitämällä pohjassa altgr

Lisätiedot

NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND &

NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND & www.adhd.is NÁIN SAMBÖND & ADHD NÁIN SAMBÖND & ADHD Þessi bæklingur er ætlaður fullorðnum einstaklingum með ADHD og mökum þeirra. ADHD gefur sambandinu og foreldrahlutverkinu

Lisätiedot

Rengør rollatoren og bakken med vand

Rengør rollatoren og bakken med vand Let s Go ... 4. DNSK Let sgo indendørsrollator Til lykke med din nye indendørsrollator, som vil gøre dagligdagen lettere og mere bekvem. Det anbefales, at du læser brugsanvisningen, inden rollatoren tages

Lisätiedot

Job name: Fitter: Installation date: 3110020-2008-10-15.fm. EXHAUSTO CDT A/S Risingsvej 63 DK-5000 Odense C

Job name: Fitter: Installation date: 3110020-2008-10-15.fm. EXHAUSTO CDT A/S Risingsvej 63 DK-5000 Odense C RS Job name: Fitter: Installation date: EXHAUSTO CDT A/S Risingsvej 63 DK-5000 Odense C Tel. +45 7010 2234 Fax +45 7010 2235 sales@exhausto-cdt.dk www.exhausto-cdt.dk FI - Tuotekuvaus 1.1 Rakenne... 3

Lisätiedot

FJÖLMENNING Í FINNSKUM GRUNNSKÓLUM

FJÖLMENNING Í FINNSKUM GRUNNSKÓLUM FJÖLMENNING Í FINNSKUM GRUNNSKÓLUM Námsferð skólastjóra í Reykjavík til Helsinki, Finnlandi Fræðslumiðstöð Reykjavíkur 2004 Fjölmenning í finnskum grunnskólum Námsferð skólastjóra í Reykjavík til Helsinki

Lisätiedot

Vinnuvernd er allra hagur. Hún er góð fyrir þig. Hún er góð fyrir fyrirtækið. Vinnuvernd er allra hagur. stjórnun streitu.

Vinnuvernd er allra hagur. Hún er góð fyrir þig. Hún er góð fyrir fyrirtækið. Vinnuvernd er allra hagur. stjórnun streitu. Vinnuvernd er allra hagur. Hún er góð fyrir þig. Hún er góð fyrir fyrirtækið. Vinnuvernd er allra hagur stjórnun streitu www.healthy-workplaces.eu Verðlaun fyrir góða starfshætti í herferðinni Vinnuvernd

Lisätiedot

Vedlegg til «Plan för Samarbete» datert 29 april 2019

Vedlegg til «Plan för Samarbete» datert 29 april 2019 Vedlegg til «Plan för Samarbete» datert 29 april 2019 1. Innhold 1. Avtalen på de andre nordiske språkene... 2 1.1 Avtalet på finska (inofficiell översättning)... 2 1.2 Avtalen på norsk (uoffisiell oversettelse)...

Lisätiedot

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikarnir eru teknir upp í mynd og sendir beint út á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands: www.sinfonia.is. Tónleikagestir eru beðnir

Lisätiedot

Macbeth og Kullervo. 22. janúar 2015

Macbeth og Kullervo. 22. janúar 2015 Macbeth og Kullervo 22. janúar 2015 Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á

Lisätiedot

VARHAISKASVATUSSUUNNITELMA PLANEN FÖR SMÅBARNSFOSTRAN

VARHAISKASVATUSSUUNNITELMA PLANEN FÖR SMÅBARNSFOSTRAN VARHAISKASVATUSSUUNNITELMA PLANEN FÖR SMÅBARNSFOSTRAN Hyvä kotiväki Koti ja perhe ovat lapsen tärkein kasvuympäristö ja yhteisö. Kodin ohella päivähoidon on oltava turvallinen paikka, jossa lapsesta sekä

Lisätiedot

ÁRSSKÝRSLA SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA

ÁRSSKÝRSLA SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 1 SAMTÖK ATVINNULIFSINS ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 AÐALFUNDUR SA 16. APRÍL 2018 2 ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 EFNISYFIRLIT ÁVARP FORMANNS... 4 VINNUMARKAÐUR...

Lisätiedot

Norges presidentskapsprogram for Nordisk råd 2018

Norges presidentskapsprogram for Nordisk råd 2018 Norges presidentskapsprogram for Nordisk råd 2018 ET BÆREKRAFTIG OG TRYGT NORDEN Innhold Norsk 5 Et bærekraftig og trygt Norden 6 Helseteknologi og pasientsikkerhet 8 Utdanning, inkludering og mobilitet

Lisätiedot

Sveriges ordförandeskap i Nordiska rådet Norden var dag demokrati och folklig förankring

Sveriges ordförandeskap i Nordiska rådet Norden var dag demokrati och folklig förankring Sveriges ordförandeskap i Nordiska rådet 2019 Norden var dag demokrati och folklig förankring Ja, må den leva! Demokratin uti hundrade år Mellan 2018 2022 firar riksdagen demokratins genombrott i Sverige.

Lisätiedot

LAGAN FI SE IS HGC3K

LAGAN FI SE IS HGC3K LAGAN FI SE IS HGC3K SUOMI Tämän oppaan viimeisellä sivulla on täydellinen luettelo IKEA:n nimeämistä huoltopalveluista sekä heidän puhelinnumeronsa. SVENSKA Var god se den sista sidan i denna handbok

Lisätiedot

SAMSTÄMMIGHET/SAMSTEMMIGHET/ SAMSTEMMIGHED/YHTEENSOPIVUUS Passar med andra eller med sig själv. Passer sammen med andre eller seg selv.

SAMSTÄMMIGHET/SAMSTEMMIGHET/ SAMSTEMMIGHED/YHTEENSOPIVUUS Passar med andra eller med sig själv. Passer sammen med andre eller seg selv. SAMSTÄMMIGHET/SAMSTEMMIGHET/ SAMSTEMMIGHED/YHTEENSOPIVUUS Passar med andra eller med sig själv. Passer sammen med andre eller seg selv. Passer sammen med andre eller sig selv. Passaa yhdessä toisten kanssa

Lisätiedot

for Nordisk Union for Hotel, Restauration, Catering og Turisme

for Nordisk Union for Hotel, Restauration, Catering og Turisme LOVE for Nordisk Union for Hotel, Restauration, Catering og Turisme 2012 NU-HRCT Side 1 Side 2 Sidst redigeret på Nordisk Forum i september 2012 Stadgar för Nordiska Unionen för anställda inom Hotell,

Lisätiedot

LAGAN FI SE IS HGC3K

LAGAN FI SE IS HGC3K LAGAN FI SE IS HGC3K SUOMI Tämän oppaan viimeisellä sivulla on täydellinen luettelo IKEA:n nimeämistä huoltopalveluista sekä heidän puhelinnumeronsa. SVENSKA Var god se den sista sidan i denna handbok

Lisätiedot

HTKK, TTKK, OY/Arkkitehtiosastot Valintakuulustelujen matematiikan koe 17.5.2002. arvoilla leikkauspisteen molemmat koordinaatit ovat positiiviset?

HTKK, TTKK, OY/Arkkitehtiosastot Valintakuulustelujen matematiikan koe 17.5.2002. arvoilla leikkauspisteen molemmat koordinaatit ovat positiiviset? HTKK, TTKK, OY/Arkkitehtiosastot Valintakuulustelujen matematiikan koe 17..00 Sarja A A1. Määritä suorien ax + y ja x y 3 leikkauspiste. Millä vakion a arvoilla leikkauspisteen molemmat koordinaatit ovat

Lisätiedot

.I. Runebergistä riimuihin: Tekstinymmärrysharjoitukset. Palaute harjoituksesta 9

.I. Runebergistä riimuihin: Tekstinymmärrysharjoitukset. Palaute harjoituksesta 9 .I. Runebergistä riimuihin: Tekstinymmärrysharjoitukset Palaute harjoituksesta 9 Kaikki eivät tulkintojaan palauttaneet, mutta ne, jotka niin tekivät, olivat kyllä ymmärtäneet tekstiä ainakin jossain määrin.

Lisätiedot

Ovelle-paketti Till Dörren-paket

Ovelle-paketti Till Dörren-paket Poista tarran suojapaperi ja kiinnitä kostuttamatta tasaiselle pinnalle. Lösgör dekalens skyddspapper och fäst på en jämn yta utan att fukta. Lähettäjä Avsändare Vastaanottaja Mottagare (Päivisin På dagarna)

Lisätiedot

Postipaketti Postpaket

Postipaketti Postpaket Poista tarran suojapaperi ja kiinnitä kostuttamatta tasaiselle pinnalle. Lösgör dekalens skyddspapper och fäst på en jämn yta utan att fukta. Lähettäjä Avsändare Vastaanottaja Mottagare Paino Vikt kg Lisätiedot

Lisätiedot

Pohjoismaisiin kieliin kuuluvaa islantia tunnetaan Suomessa vähän. Siksi sitä myös usein pidetään tarunomaisena, ehkä vanhahtavana ja hankalanakin.

Pohjoismaisiin kieliin kuuluvaa islantia tunnetaan Suomessa vähän. Siksi sitä myös usein pidetään tarunomaisena, ehkä vanhahtavana ja hankalanakin. Pohjoismaisiin kieliin kuuluvaa islantia tunnetaan Suomessa vähän. Siksi sitä myös usein pidetään tarunomaisena, ehkä vanhahtavana ja hankalanakin. Islantia kaikille osoittaa, että islanti on nykyaikaa

Lisätiedot

VENTI- O2 O2-kytkentäventtiili / Βαλβίδα μεταγωγής O2 / O2 VENTI- WM 24200 Laitteen kuvaus ja käyttöohje Περιγραφή συσκευής και οδηγίες χρήσης

VENTI- O2 O2-kytkentäventtiili / Βαλβίδα μεταγωγής O2 / O2 VENTI- WM 24200 Laitteen kuvaus ja käyttöohje Περιγραφή συσκευής και οδηγίες χρήσης VENTI-O 2 O 2 -kytkentäventtiili / Βαλβίδα μεταγωγής O 2 / O 2 VENTI-O 2 WM 24200 Laitteen kuvaus ja käyttöohje Περιγραφή συσκευής και οδηγίες χρήσης Suomi 3 Ελληνικά 26 48 Sisällys Suomi 1. Yleiskuva..............................

Lisätiedot

MINTA DESIGN + ENGINEERING GROHE GERMANY

MINTA DESIGN + ENGINEERING GROHE GERMANY MINTA DESIGN + ENGINEERING GROHE GERMANY 95.581.231/ÄM 232945/06.15 www.grohe.com 30 274 32 168 D...1 NL...6...3 PL...11...6 P...16...8 BG...21...11 CN...26...13 GB...2...1 S...7...4 UAE...12...6 TR...17...9

Lisätiedot

FAS VENDING- AUTOMAATIT. Myyntiä kellon ympäri kioski on aina auki.

FAS VENDING- AUTOMAATIT. Myyntiä kellon ympäri kioski on aina auki. FAS VENDING- AUTOMAATIT Myyntiä kellon ympäri kioski on aina auki. FAST 00 KIOSKIAUTOMAATTI Fastin hyllykokoonpanon voi rakentaa makeisille, snack-tuotteille, juomapulloille ja -tölkeille. Säilytyslämpötila

Lisätiedot

MALLI MODELL. Ovelle-paketti Till Dörren-paket. Itella Green. Toimitetaan suoraan vastaanottajalle Levereras direkt till mottagaren

MALLI MODELL. Ovelle-paketti Till Dörren-paket. Itella Green. Toimitetaan suoraan vastaanottajalle Levereras direkt till mottagaren Poista tarran suojapaperi ja kiinnitä kostuttamatta tasaiselle pinnalle. Lösgör dekalens skyddspapper och fäst på en jämn yta utan att fukta. Lähettäjä Avsändare Vastaanottaja Mottagare (Päivisin På dagarna)

Lisätiedot

Katalog. J. Petanders. vilocipeder. Reparationsverkstad. Velocipedaffär & Wasa, Wasaesplanaden N:o 9. öfver

Katalog. J. Petanders. vilocipeder. Reparationsverkstad. Velocipedaffär & Wasa, Wasaesplanaden N:o 9. öfver J. Petanders Velocipedaffär & Reparationsverkstad Katalog i öfver vilocipeder. Wasa, Wasaesplanaden N:o 9 Telefon 429 ===== Telegrafadress; Petander. Pethmans tryckeri, Wasa försäljningsvillkor. Priserna

Lisätiedot

ABB Oy Domestic Sales 20.10.2015 Harri Liukku Aurinkosähköjärjestelmät Kytkennät

ABB Oy Domestic Sales 20.10.2015 Harri Liukku Aurinkosähköjärjestelmät Kytkennät ABB Oy Domestic Sales 20.10.2015 Harri Liukku Aurinkosähköjärjestelmät Kytkennät ABB Group ABB on johtava sähkövoima- ja automaatioteknologiayhtymä. Potentiaalisina kasvualueina uusiutuva energia ja liikenteen

Lisätiedot

Sijoita ulkoyksikkö siten, että se on mahdollisimman hyvin tuulelta suojassa. Tämä edesauttaa laitteen toimintaa sulatusvaiheessa.

Sijoita ulkoyksikkö siten, että se on mahdollisimman hyvin tuulelta suojassa. Tämä edesauttaa laitteen toimintaa sulatusvaiheessa. OSA 1 Sivu 4 Ulkoyksikön asennus Sijoita ulkoyksikkö siten, että se on mahdollisimman hyvin tuulelta suojassa. Tämä edesauttaa laitteen toimintaa sulatusvaiheessa. OSA 2 Sivu 5 Putkiston asennus Liitä

Lisätiedot

Klassikko jo syntyessään. Klassiker från början.

Klassikko jo syntyessään. Klassiker från början. Klassikko jo syntyessään. Klassiker från början. Materiaalina umpipuu sekä takorautaiset metalliosat. Råmaterial massivt trä och metallbeslag av smidesjärn. Rustiina- tuotesarjassa ruokaryhmät, penkit

Lisätiedot

Ryhmä 11-02 Tuotekoodi: 1115-11-08 Helsinki 1015. EXIDE-akut Tekniset tiedot

Ryhmä 11-02 Tuotekoodi: 1115-11-08 Helsinki 1015. EXIDE-akut Tekniset tiedot Ryhmä 11-02 Tuotekoodi: 1115-11-08 Helsinki 1015 EXIDE-akut Tekniset tiedot Hakemisto Sivu Käynnistysakut 38-100Ah... 3-4 Käynnistysakut 100-235Ah... 5 Marine & Multifit... 6 MC Akut... 8-10 Tekniset kaaviot...11

Lisätiedot

ADORA

ADORA Adora har skandinavisk, exklusiv design som sitt signum. Adora är grundat i Danmark och företagets armaturer kännetecknas av trendkänslig stramhet, renhet och modern formgivning. Zebra Reklambyrå, Trollhättan

Lisätiedot

ANTEN N för MOBI L TELEFON RADIOPUHELIMEN ANTENNI VOLVO 240/260-740/760 1154684-1500-PP304855-8533. Aug 85

ANTEN N för MOBI L TELEFON RADIOPUHELIMEN ANTENNI VOLVO 240/260-740/760 1154684-1500-PP304855-8533. Aug 85 AVO GRUPP NR OATUM SECTlON GAOuP NO DATE ERZEUGNIS AeT GRuPPE NR DATUM SECTlON GROUPE NO DATE P 3 39 5 Aug 85 ANTEN N för MOBI L TELEFON RADIOPUHELIMEN ANTENNI VOLVO 40/60-740/760 TAKMONTAGE 40/60 sid.

Lisätiedot

STATISTIIKKA - KAIKKI TINTENFASS-PENTUEET 29.5.2011

STATISTIIKKA - KAIKKI TINTENFASS-PENTUEET 29.5.2011 STATISTIIKKA - KAIKKI TINTENFASS-PENTUEET 29.5.2011 SUURSNAUTSERIT.. LONKAT KYYNÄRPÄÄT Pentue Pentuja Tutkittu A B C D Tutkittu 0 1 2 3 V 4 3-1 1 1 0 - - - - F 4 3 2 1 - - 3 3 - - - S 6 5-3 2-5 5 - - -

Lisätiedot

thrnividitinrnairminniuilvizun ihuminannutitiviin, fifol Eikkrbe

thrnividitinrnairminniuilvizun ihuminannutitiviin, fifol Eikkrbe thrnividitinrnairminniuilvizun Lie teentintlunititninouanvtirrniusintatn (8 fuguimeitougsuilentatlihirn ihuminannutitiviin, fifol Eikkrbe igijitnierruailftsaingivasannicirttlevil W111 thznicii-ninriumminntachuun

Lisätiedot

Asennus, venttiilisarja TBVL GOLD/COMPACT

Asennus, venttiilisarja TBVL GOLD/COMPACT Asennus, venttiilisarja TBVL GOLD/COMPACT. Yleistä Venttiilisarja TBVL on tarkoitettu lämmityspatterin TBLA ohjaukseen. Mukana tulee (3)-tieventtiili, toimilaite, kytkentäkaapeli pikaliittimillä, jäätymissuoja-anturi

Lisätiedot

VOLLEYBALL Match players ranking. FIN Finland

VOLLEYBALL Match players ranking. FIN Finland Match duration: Start: 18:40 End: 20:44 : 2:04 Teams Sets 1 2 3 4 5 FIN 1 Spike FIN Finland Spikes Faults Shots 1 5 Siltala Antti 19 9 12 40 47.50 2 13 Oivanen Mikko 16 9 10 35 45.71 3 16 Sivula Urpo 15

Lisätiedot

Eduskunnan puhemiehelle

Eduskunnan puhemiehelle KIRJALLINEN KYSYMYS 793/2004 vp Uskonnollinen painostus Eduskunnan puhemiehelle Ajatus lähestyvästä poismenosta saa monet ikäihmiset aikaisempaa kiinnostuneemmiksi uskonasioista. Tämä saattaa ikäihmiset

Lisätiedot

1 3StoVentec FI - j 0 1rjestelm 0 1kuvaus_200320133

1 3StoVentec FI - j 0 1rjestelm 0 1kuvaus_200320133 g 0 3 ē 0 7 0 5 Ē 0 7 0 1 0 0 0 3 0 9 Ŧ 0 6~ Ŧ 0 5 p Ē 0 4s 0 7 0 2 Ē 0 7 0 3g Ŧ 0 1 0 9 ĸ 0 5 ĸ 0 6 Ŧ 0 3 ē 0 7 0 5 Ē 0 7 0 1 0 0 0 3 ē~ 0 2 0 9~ ē~ 0 9 0 7 0 2 Ē 0 7 0 7 0 1 0 1 0 7 v 0 1 0 7 ĸ 0 5 Ē

Lisätiedot

Lasten tarinoita Arjen sankareista

Lasten tarinoita Arjen sankareista Arjen sankarit Lasten tarinoita Arjen sankareista 112-päivää vietetään vuosittain teemalla Ennakointi vie vaaroilta voimat. Joka vuosi myös valitaan Arjen sankari, joka toiminnallaan edistää turvallisuutta

Lisätiedot

Millainen on kandin hyvä työpaikka? Hurudan är en kandidats bra arbetsplats?

Millainen on kandin hyvä työpaikka? Hurudan är en kandidats bra arbetsplats? Millainen on kandin hyvä työpaikka? Hurudan är en kandidats bra arbetsplats? Maarit Nevalainen, terveyskeskuslääkäri, Mäntsälän terveyskeskus Ei sidonnaisuuksia, inga bindingar (till några firmor förutom

Lisätiedot

Käyttöoppaasi. APPLE MACBOOK AIR 13 INCH http://fi.yourpdfguides.com/dref/3980112

Käyttöoppaasi. APPLE MACBOOK AIR 13 INCH http://fi.yourpdfguides.com/dref/3980112 Voit lukea suosituksia käyttäjän oppaista, teknisistä ohjeista tai asennusohjeista tuotteelle. Löydät kysymyksiisi vastaukset käyttöoppaasta ( tiedot, ohjearvot, turvallisuusohjeet, koko, lisävarusteet

Lisätiedot

TJÄNSTEINNEHAVARBESLUT VIRANHALTIJAPÄÄTÖS

TJÄNSTEINNEHAVARBESLUT VIRANHALTIJAPÄÄTÖS 3. 12.2018 Ansökan om avsked från befattning Lundström Pamela Ansökan om avsked från befattning Besluisnr / Päätösnro 63/2018 Pamela Lundström beviljas avsked från sin befattning fr. o. m. 1. 1 2019 enligt

Lisätiedot

Laura Arola Suomen laitos, Oulun yliopisto laura.arola@oulu.fi NUORTEN MONIKIELISYYS POHJOIS-RUOTSISSA - SAAMEN KIELTEN NÄKÖKULMIA

Laura Arola Suomen laitos, Oulun yliopisto laura.arola@oulu.fi NUORTEN MONIKIELISYYS POHJOIS-RUOTSISSA - SAAMEN KIELTEN NÄKÖKULMIA Laura Arola Suomen laitos, Oulun yliopisto laura.arola@oulu.fi NUORTEN MONIKIELISYYS POHJOIS-RUOTSISSA - SAAMEN KIELTEN NÄKÖKULMIA TUTKIMUSALUE North (Torne) Saami - 4000 (25 000) Lule Saami - 500 (1500)

Lisätiedot

20 kv Keskijänniteavojohdon kapasiteetti määräytyy pitkien etäisyyksien takia tavallisimmin jännitteenaleneman mukaan:

20 kv Keskijänniteavojohdon kapasiteetti määräytyy pitkien etäisyyksien takia tavallisimmin jännitteenaleneman mukaan: SÄHKÖENERGIATEKNIIKKA Harjoitus - Luento 2 H1 Kolmivaiheteho Kuinka suuri teho voidaan siirtää kolmivaihejärjestelmässä eri jännitetasoilla, kun tehokerroin on 0,9 ja virta 100 A. Tarkasteltavat jännitetasot

Lisätiedot

The world s finest professional car cleaning and detailing products

The world s finest professional car cleaning and detailing products The world s finest professional car cleaning and detailing products The standard of excellence GB SE NO IS FI Concept the Power to Achieve The definitive performance criteria for Concept's Standard of

Lisätiedot

Huoneisto 1 26 m 2. Tapetti. Lattia. Materiaalit

Huoneisto 1 26 m 2. Tapetti. Lattia. Materiaalit Huoneisto 1 26 m 2 asunnon tapettí: Borås Tapeter Collected Memories 3014 Huoneisto 2 31 m 2 asunnon tapettí: Borås Tapeter Jubileum 5478 Ingrid Huoneisto 3 38 m 2 asunnon tapettí: Borås Tapeter Collected

Lisätiedot

Eläimen nimi Karja-korva-vuosi Syntymätunnus EU-tunnus Poistopvm. Kantakirjanumero Kantakirja Syntymäaika Rotu Sukupuoli. Isänemä.

Eläimen nimi Karja-korva-vuosi Syntymätunnus EU-tunnus Poistopvm. Kantakirjanumero Kantakirja Syntymäaika Rotu Sukupuoli. Isänemä. 1 13 Männistön Laku -0349-2014 11278630-6 FI000011278630-6 Aberdeen Angus 10.3.2014 AB n nemä Männistön Jade 30.3.2012 n nemä Peak Dot Explosion 99U Männistön Easy ET Ab 87450 05688 Ab 109800-2 nemän Hoff

Lisätiedot

Huima 3 Tehtäväkirja. Apilatien aapinen harjoitusvihko 1A. På gång 3 övningar. Pisara 4 Ympäristöoppi. Apilatien lukukirja

Huima 3 Tehtäväkirja. Apilatien aapinen harjoitusvihko 1A. På gång 3 övningar. Pisara 4 Ympäristöoppi. Apilatien lukukirja Tuote Dale! Fram! Go! Huima 3 Huima 3 Tehtäväkirja Los! Mega 1 Texte Mega 1 Übungen Mega 2 Texte Mega 2A Übungen Mega 2B Übungen Milli 1B Milli 3B På gång 1 texter På gång 2 texter På gång 3 texter Vaikuttaja

Lisätiedot

F {f(t)} ˆf(ω) = 1. F { f (n)} = (iω) n F {f}. (11) BM20A5700 - INTEGRAALIMUUNNOKSET Harjoitus 10, viikko 46/2015. Fourier-integraali:

F {f(t)} ˆf(ω) = 1. F { f (n)} = (iω) n F {f}. (11) BM20A5700 - INTEGRAALIMUUNNOKSET Harjoitus 10, viikko 46/2015. Fourier-integraali: BMA57 - INTEGRAALIMUUNNOKSET Harjoitus, viikko 46/5 Fourier-integraali: f(x) A() π B() π [A() cos x + B() sin x]d, () Fourier-muunnos ja käänteismuunnos: f(t) cos tdt, () f(t) sin tdt. (3) F {f(t)} ˆf()

Lisätiedot

Starttiraha aloittavan yrittäjän tuki Bli företagare med startpeng

Starttiraha aloittavan yrittäjän tuki Bli företagare med startpeng Starttiraha aloittavan yrittäjän tuki Bli företagare med startpeng 1 *Starttirahalla edistetään uuden yritystoiminnan syntymistä ja työllistymistä turvaamalla yrittäjän toimeentulo yritystoiminnan käynnistämisvaiheen

Lisätiedot

Ársskýrsla 2014 til 2015

Ársskýrsla 2014 til 2015 Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi Ársskýrsla 2014 til 2015 tekin saman af sviðsstjórum Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir Sigursveinn Már Sigurðsson Efnisyfirlit 1 Starfið veturinn 2014-2015... 4 1.1 Inngangur...

Lisätiedot

Asennusohjeet. Turbovex TX 3000. Airmir Oy Murtoniementie 46 62660 Itäkyla +358 (0400) 292413 www.airmir.fi

Asennusohjeet. Turbovex TX 3000. Airmir Oy Murtoniementie 46 62660 Itäkyla +358 (0400) 292413 www.airmir.fi Asennusohjeet Turbovex TX 3000 Airmir Oy Murtoniementie 46 62660 Itäkyla +358 (0400) 292413 www.airmir.fi Toimitussisältö 4 5 3 2 6 7 1 8 1: Ripustusosat säädettävä 2 sarjaa 2: Puhallusosa(sähköjohdot

Lisätiedot

Eduskunnan puhemiehelle

Eduskunnan puhemiehelle KIRJALLINEN KYSYMYS 845/2006 vp Internetin hankkiminen yhteydenpitoon työvoimaviranomaisten kanssa Eduskunnan puhemiehelle Työttömän työnhakijan piti lähettää työvoimaviranomaiselle kuittaus sähköisen

Lisätiedot

SKA MONTERAS AV EN VUXEN SKAL MONTERES AV EN VOKSEN PERSON SKAL SAMLES AF EN VOKSEN AIKUISEN KOOTTAVA

SKA MONTERAS AV EN VUXEN SKAL MONTERES AV EN VOKSEN PERSON SKAL SAMLES AF EN VOKSEN AIKUISEN KOOTTAVA MEDDELANDE TILL FÖRÄLDRAR: MODELLERA INNEHÅLLER VETE MELDING TIL FORELDRE: INNEHOLDER HVETE OPLYSNING TIL FORÆLDRE: INDEHOLDER HVEDE HUOMAUTUS VANHEMMILLE: MUOVAILUMASSA SISÄLTÄÄ VEHNÄÄ SKA MONTERAS AV

Lisätiedot

Pakkauksen sisältö: Sire e ni

Pakkauksen sisältö: Sire e ni S t e e l m a t e p u h u v a n v a r a s h ä l y t ti m e n a s e n n u s: Pakkauksen sisältö: K e s k u s y k sikk ö I s k u n t u n n i s ti n Sire e ni P i u h a s a rj a aj o n e st or el e Ste el

Lisätiedot

BORRMASKINSTATIV BOREMASKINSTATIV PORAKONEEN JALUSTA BOREMASKINESTATIV

BORRMASKINSTATIV BOREMASKINSTATIV PORAKONEEN JALUSTA BOREMASKINESTATIV BORRMASKINSTATIV Passar borrmaskiner med 43 mm halsdiameter BOREMASKINSTATIV Passer boremaskiner med 43 mm halsdiameter PORAKONEEN JALUSTA Sopii porakoneille, joiden kaulan halkaisija on 43 mm BOREMASKINESTATIV

Lisätiedot

acette Luxaflex Facette Monteringsvejledning

acette Luxaflex Facette Monteringsvejledning acette Monteringsvejledning Indhold Forberedelse Montering Betjening Afmontering ADVARSEL Små børn kan blive kvalt i løkken af kæder, bånd og snore, der bruges til betjening af gardinprodukter. De kan

Lisätiedot

ZOLL AED defibrillaattoreiden tarvikelista

ZOLL AED defibrillaattoreiden tarvikelista ZOLL AED defibrillaattoreiden tarvikelista SISÄLTÖ 2 I Elektrodit 3 I Akut 4 I Säilytys 5 I Defibrillaattorikaapit 6 I Opasteet 7 I Koulutusvälineet 8000.0839 8900.0002.60 8900.0003.27 8900.0400 / 8900.0402

Lisätiedot

Hollolan Hinnasto: NSM Kartio Kartio 23. Kartio

Hollolan Hinnasto: NSM Kartio Kartio 23. Kartio YKSIVAIHEISET HARJATTOMAT GENERAATTORIT - 2 NAPAISET - 000 RPM - 0Hz ES0 A EA ES0 B EB ES0 D ED ES0 E EE ES0 F EF, 2,2 92,- 2,- 29,- IM B B/B 2 0 J609a 9 ----2A ----2A ----2A ----2A -#-2A 22, 2,/ -#-26

Lisätiedot

NO- NYT MENI TÄAS/RENBAS! PARASTA ON OjSfAA 6JLO! // A. B. HART O.Y. HELSINKI. Puhelin 29 69

NO- NYT MENI TÄAS/RENBAS! PARASTA ON OjSfAA 6JLO! // A. B. HART O.Y. HELSINKI. Puhelin 29 69 NO- NYT MENI TÄAS/RENBAS! PARASTA ON OjSfAA 6JLO! // A. B. HART O.Y. HELSINKI Puhelin 29 69 V BILO SUOJUSRENGAS Käyttäkää "Biloa" suojaamaan renkaitanne ja Te säästätte sekä aikaa että rahaa. "Bilo" on

Lisätiedot

Snabbstartguide/Kvikstartvejledning/Pikaopas

Snabbstartguide/Kvikstartvejledning/Pikaopas Snabbstartguide/Kvikstartvejledning/Pikaopas DVD RDS AV-MOTTAGARE DVD RDS AV-MODTAGER DVD RDS AV -VASTAANOTIN AVH-270BT AVH-170DVD Svenska Syftet med den här guiden är att leda dig genom enhetens mest

Lisätiedot

Eduskunnan puhemiehelle

Eduskunnan puhemiehelle KIRJALLINEN KYSYMYS 110/2007 vp Alkoholin liikakäyttöön puuttuminen työpaikoilla Eduskunnan puhemiehelle Suomessa saattaa olla Työterveyslaitoksen selvityksen mukaan jopa 500 000 700 000 alkoholin suurkuluttajaa.

Lisätiedot

Angående särskilda anordningar beträffande postbefordringen ä jernvägarne i landet.

Angående särskilda anordningar beträffande postbefordringen ä jernvägarne i landet. ÉitinUt. 1900. Från Poststyrelsen i Finland. N:o XI. 1 8. Angående särskilda anordningar beträffande postbefordringen ä jernvägarne i landet. Från och med den 14 innevarande Oktober tillsvidare komma löljande

Lisätiedot

Asennus- ja käyttöohjeet

Asennus- ja käyttöohjeet MAKKARAHAUDE / LÄMPÖHAUDE CL-sarja Asennus- ja käyttöohjeet Käännös valmistajan alkuperäisestä käyttöohjeesta () 4171776 SISÄLLYSLUETTELO 1. Esittely... 3 2. Yleistä... 3 2.1. Valmistaja... 3 2.2. Laitteen

Lisätiedot

Aktia tunnistuspalvelu Käyttöohje ja tietuekuvaukset. 6.8.2014, versio 1.3

Aktia tunnistuspalvelu Käyttöohje ja tietuekuvaukset. 6.8.2014, versio 1.3 Käyttöohje ja tietuekuvaukset 6.8.2014, versio 1.3 2 Sisällysluettelo 1. Aktia tunnistuspalvelu... 3 2. Yleistä... 3 2.1 Sopimukset... 4 2.2 Aktia tunnistuspalvelun nimi ja logo... 4 3. Turvallisuus...

Lisätiedot

HINNASTO 1.1.2014. Exide Technologies Oy Takkatie 21 00370 Helsinki Puh: 09 4154 5500 Fax: 09 4154 5501 tilaus.startti@eu.exide.com www.exide.

HINNASTO 1.1.2014. Exide Technologies Oy Takkatie 21 00370 Helsinki Puh: 09 4154 5500 Fax: 09 4154 5501 tilaus.startti@eu.exide.com www.exide. HINNASTO 1.1.2014 Exide Technologies Oy Takkatie 21 00370 Helsinki Puh: 09 4154 5500 Fax: 09 4154 5501 tilaus.startti@eu.exide.com www.exide.fi 1.1.2014 Käynnistysakut 38-100Ah Exide koodi. NEX /DIN Hinta

Lisätiedot

AKTIA/SP/POP-TUNNISTUSPALVELU KÄYTTÖOHJE JA TIETUEKUVAUKSET

AKTIA/SP/POP-TUNNISTUSPALVELU KÄYTTÖOHJE JA TIETUEKUVAUKSET 01.03.2011 1(18) AKTIA/SP/POP-TUNNISTUSPALVELU KÄYTTÖOHJE JA TIETUEKUVAUKSET 01.03.2011 versio 1.2 01.03.2011 2(18) Sisällysluettelo 1. Yleistä...3 2. Turvallisuus...4 3. Toiminnallinen kuvaus...4 3.1.

Lisätiedot

03042302 Herkkätoiminen rullavipu/ jousi G1/8 335 A, 5 C02250618 C02470618 T40C1800

03042302 Herkkätoiminen rullavipu/ jousi G1/8 335 A, 5 C02250618 C02470618 T40C1800 store.norgren.com Mekaanisesti ja käsin ohjatut venttiilit - /, 5/ ja 5/, G/8, G/4 Laaja valikoima kytkimiä Soveltuu virtauksille molempiin suuntiin sekä monipainejärjestelmiin Suuret virtaukset Kevyet

Lisätiedot

Anvisning till VDM6A för rundpumpning med seriekoppling

Anvisning till VDM6A för rundpumpning med seriekoppling Anvisning till VDM6A för rundpumpning med seriekoppling Nedan visas inkoppling av VDM6A i ett rundpumpningssystem där fl öde krävs till ytterligare komponenter efter lastarventilen. Ventilen anpassas för

Lisätiedot

Innehållsförteckning / Contents / Innholdsfortegnelse / Sisältö

Innehållsförteckning / Contents / Innholdsfortegnelse / Sisältö Monteringsanvisning för takduschsystem Installation Instructions for Overhead Shower System Monteringsanvisning for takdusjsystem Kattosuihkun asennusohjeet Generellt / General / Generelt / Yleistä Takduschsystemets

Lisätiedot

Eduskunnan puhemiehelle

Eduskunnan puhemiehelle KIRJALLINEN KYSYMYS 447/2010 vp Au pair -ilmoitusten välittämisen jatkaminen työministeriön MOL-palvelussa Eduskunnan puhemiehelle Työministeriön www.mol.fi on työ- ja elinkeinoministeriön ylläpitämä verkkopalvelu,

Lisätiedot

THGR810 Suomi 2 4 Norsk 5 7

THGR810 Suomi 2 4 Norsk 5 7 THGR810 Suomi 2 4 Norsk 5 7 LCD-näytöllä varustettu langaton anturi Malli: THGR810 Langaton anturi Malli THGN810 KÄYTTÖOHJE JOHDANTO Kiitos, että valitsit langattoman Oregon ScientificTM -lämpö-/kosteusmittarianturin

Lisätiedot

Jalkojen omahoitoluento meretojantautia sairastaville. Jalkaterapian opiskelijat Anna-Mari Pahkala ja Emilia Zenev 9.4.2016

Jalkojen omahoitoluento meretojantautia sairastaville. Jalkaterapian opiskelijat Anna-Mari Pahkala ja Emilia Zenev 9.4.2016 Jalkjen mahitluent meretjantautia sairastaville Jalkaterapian piskelijat Anna-Mari Pahkala ja Emilia Zenev 9.4.2016 Jalkaterapia Jalkaterapeutti (AMK) n alaraajjen asiantuntija, jka hallitsee ihmisen pystyasennn

Lisätiedot

Eduskunnan puhemiehelle

Eduskunnan puhemiehelle KIRJALLINEN KYSYMYS 1104/2013 vp Rajatyöntekijöiden oikeus aikuiskoulutustukeen Eduskunnan puhemiehelle Osaamisen kehittäminen ja aikuisopiskelu ovat nykyään arkipäivää. Omaehtoisesti opiskelevat rajatyöntekijät

Lisätiedot

skaparguide med tips och idéer!

skaparguide med tips och idéer! g skaparguide med tips och idéer! www.slojd-detaljer.se Flexi Color Flexi Color är en lättarbetad vattenbaserad transparent hobbyfärg. Den används främst på papper men fäster även på de flesta ljusa underlag.

Lisätiedot

TEKNISET TIEDOT. ISO 6432 minisylinterit Ø 8-40 mm

TEKNISET TIEDOT. ISO 6432 minisylinterit Ø 8-40 mm ISO 6432 minisylinterit Ø 8-40 mm Univerin minisylinterien kehitystyöhön on hyödynnetty vuosien tutkimustyö ja tuotekehityksen saavutukset. Tuloksena on luotettava tuote, joka soveltuu kaikkein vaativimmankin

Lisätiedot

TUE VIHREIDEN KAMPANJAA KYMPILLÄ. LÄHETÄ TEKSTIVIESTI TUE10 NUMEROON

TUE VIHREIDEN KAMPANJAA KYMPILLÄ. LÄHETÄ TEKSTIVIESTI TUE10 NUMEROON PUHTAAT JÄRVET PUHDAS ITÄMERI ROHKEA SUVAITSEE Remontoimme terveydenhuollon niin, että hoitoa saa sekä ruumiin että mielen sairauksiin. Investoimme ratoihin, jotta junat saadaan kulkemaan nopeammin, useammin

Lisätiedot

Vera Eco. Seinämallit

Vera Eco. Seinämallit Seinämallit Venus Venus leveys 60 cm maksimiteho 500 m3/h äänenvoimakkuus 49 db valot 2 x 50 W halogen S01VNW6531E Venus 60 cm RST 1360 550 4 Seinämallit Delta Delta leveys 50, 60, 90 cm maksimiteho 420

Lisätiedot

PMB 224 PITUMAX G. PITUMAX G -lisävarusteet: kabel genomföring

PMB 224 PITUMAX G. PITUMAX G -lisävarusteet: kabel genomföring PMB 224 PITUMAX G Sludgetrap G Sand/slamavskiljare för markförläggning Glasfiberarmerad polyester Lujitemuovia Hiekan-/lietteenerotin PITUMAX G on hiekan-/lietteenerotin, joka on tarkoitettu hiekan ja

Lisätiedot

HW 1800 (350) - voimapesä pikkuveljeksi HW 3600:lle

HW 1800 (350) - voimapesä pikkuveljeksi HW 3600:lle HW 1800 HW 1800 HW 1800 (350) - voimapesä pikkuveljeksi HW 3600:lle Liikkuva lämmöntuottaja - 100 0 C Tällä liikkuvalla lämmöntuottajalla voit toimittaa 100 0 C lämpöistä vettä. Kuljetuksen, kokoamisen,

Lisätiedot

SPIRALAIR -KOMPRESSORIT K1-4 K6-8 COMBI KS1-4 KS6 5 MULTI PUHTAUS HILJAISUUS

SPIRALAIR -KOMPRESSORIT K1-4 K6-8 COMBI KS1-4 KS6 5 MULTI PUHTAUS HILJAISUUS SPIRALAIR -KOMPRESSORIT K1-4 K6-8 COMBI KS1-4 KS6 5 MULTI PUHTAUS HILJAISUUS KYLMÄ KS / T Integroitu kuivain PUHTAUS PUHDASTA ILMAA Ilmaa puhtaimmassa muodossaan Teollisen prosessin tehokkuus ja tuotteiden

Lisätiedot

LETKU- JA KAAPELIKELAT

LETKU- JA KAAPELIKELAT LETKU- JA KAAPELIKELAT Sarja 809 Pieni jousipalautteinen letkukela, joka voidaan asentaa seinään tai kattoon. Kelan runko on polttomaalattua terästä. Vakiona taipuisa kumiletku. - kääntyvä seinäteline

Lisätiedot

BioBox XL BioBox XL +pakor Sk420 + BioBox Xl Sk600 + BioBox Xl Sk xBioBox Xl

BioBox XL BioBox XL +pakor Sk420 + BioBox Xl Sk600 + BioBox Xl Sk xBioBox Xl +pakor Sk420 + BioBox Xl Sk600 + BioBox Xl Sk1200 + 2xBioBox Xl 2450 800 1640 23 kg (30 kg) 1 (23) 1 pc size 820x710x0 mm 6 pcs size 800x1640x2450 (with pallet) Malli Kapasiteetti l/ 24 h SK 420 SK600

Lisätiedot

VOITELUTARVIKKEET 2011

VOITELUTARVIKKEET 2011 VOITELUTARVIKKEET 2011 Lufex Oy on keskittynyt maahantuomaan, myymään, asentamaan ja huoltamaan luotettavia ja laadukkaita keskusvoitelujärjestelmiä, työkoneisiin ja teollisuuteen. Lufex Oy:ltä löydätte

Lisätiedot

Kansainvälisen luonnonvarapolitiikan yhteistyöverkosto; Toimintasuunnitelma vuodelle Päivitetty

Kansainvälisen luonnonvarapolitiikan yhteistyöverkosto; Toimintasuunnitelma vuodelle Päivitetty Kansainvälisen luonnonvarapolitiikan yhteistyöverkosto; Toimintasuunnitelma vuodelle 2019 Päivitetty 8.2.2019 Toiminta-ajatus Edistää Suomen kestävän kehityksen tavoitteiden toteuttamista kansainvälisessä

Lisätiedot