MEDUMAT Easy. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

Koko: px
Aloita esitys sivulta:

Download "MEDUMAT Easy. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje"

Transkriptio

1 MEDUMAT Easy Öndunarvél Hengityskone Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

2 Íslenska 3 Suomi 70

3 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit Tæki Sérstakar táknmyndir tækisins Orðaskrá skýringarmyndar Atriðisorðaskrá Lýsing á búnaði Tilætluð notkun Kröfur til notenda Öndunarvirkni Demandflow virkni Öndunarslöngukerfi með sjúklingaventli Raddboð Öryggisleiðbeiningar Öryggisreglur Uppsetning Tenging súrefniskúts Öndunarslanga Veggfestingarbúnaður Notkun tækisins Gangsetning / prófun Öndunarstillingar Beiting öndunar Eftirlit með öndun Öndun með PEEP ventli Öndun með síu Demandflow Að slökkva á Demandflow eða öndun Viðvaranir Notkunarleiðbeiningar með raddboðum Útreikningar um áfyllingu / notkunartíma eftir Aðrar öndunaraðferðir Hreinlætiskröfur MEDUMAT Easy Ventill sjúklings Öndunarslanga Grímur Festingar Þrif og sótthreinsun Eftirlit með virkni Reglubundið Lekaprófanir búnaðar Prófun á öndunarslöngukerfinu Prófun á flæði á mínútu Prófun á hámarks öndunarþrýstingi Prófun á Demandflow Prófun viðvörunarkerfa Vandamál og lausnir Viðhald Rafhlöður Skipt um þynnu í ventli sjúklings Geymsla Förgun Tæki og fylgibúnaður Staðalbúnaður Aukabúnaður Varahlutir Tæknilýsing Loftkerfi / aflkerfi Samhengi öndunargilda Ábyrgð Samræmisyfirlýsing Atriðisorðaskrá Efnisyfirlit IS 3

4 1. Yfirlit 1.1 Tæki A MEDUMAT Easy mbar 50 Stenosis Disconnection < 2,7 bar O Demand- 30 flow 3 Freq.(min -1 ) MV (l/min) 9 4 IS Yfirlit

5 B 10 C eða Yfirlit IS 5

6 1.2 Sérstakar táknmyndir tækisins Position > PSU< 134 Ventill sjúklings Merkið á ventli sjúklings er áminning um að skipta þarf um þynnu tafarlaust skyldi hún krumpast, klístrast eða beyglast. Ventilinn má þá alls ekki nota á ný fyrr en skipt hefur verið um þynnu, og má að öðrum kosti gera ráð fyrir bilunum (sjá 8.3 Prófun á öndunarslöngukerfinu á bls. 47). Merkið sýnir rétta stöðu þynnu við innsetningu. Við tengingu ventils sjúklings skal gæta að réttri átt loftflæðis við öndun (sjá örvar). 6 IS Yfirlit

7 MEDUMAT Easy Inngangur 2,7-6 bar O 2. 2 Tiltæk tungumál fyrir tækið Vörumerki MEDUMAT Easy SN Raðnúmer tækisins Árgerð + 3,6 V liþíumrafhlaða Jafnstraumur 3 CE-merking (staðfestir að tækið sé í samræmi við gildani evrópskar reglugerðir) IP54 Vörn gegn því að vatn komist inn í tækið Varnarflokkur BF Fargið tækinu ekki með heimilissorpi Yfirlit IS 7

8 4 Fylgið notkunarleiðbeiningum 5 Tenging slöngukerfi 6 Hámarks þrýstingur 100 mbör STK-, þjónustu- og viðhaldsmiði 7 8 STK-miði: (gildir aðeins í Þýskalandi) Gefur til kynn hvenær tækið skal næst fara í öryggistækniskoðun skv. 6. gr. tilskipunar um meðferð sjúkrabúnaðar. Þjónustu- og viðhaldsmiði: Gefur til kynna hvenær tækið á næst að fara í skoðun. 8 IS Yfirlit

9 2. Orðaskrá skýringarmyndar A: Stjórnborð MEDUMAT Easy 1 Lokastýring grímu/slöngu með gaumljósum 2 Öndunarþrýstimælir 3 Aðvörunarborð 4 Viðvörunar-Þögull-takki 5 Litmerki 6 Stillihnappur öndunargilda 7 Rim 8 Gaumljós Demandflow 9 Rofi Á/Af B: Tengingar MEDUMAT Easy 10 Inntak þrýstilofts 11 Rafhlöðuhólf 12 Hátalari 13 Tenging fyrir þrýstimæli 14 Tenging öndunarslöngu 15 Öryggisventill C: Samsetning tækja MEDUMAT Easy 16 Öndunargríma 17 Öndunarslanga 18 Sía 19 Ventill sjúklings 20 PEEP ventill 21 Rör Orðaskrá skýringarmyndar IS 9

10 3. Atriðisorðaskrá Lýsing á búnaði 3.1 Tilætluð notkun MEDUMAT Easy er sjálfvirk súrefnis-öndunar-vél (skammtíma-öndunarvél) með viðbótar innöndunarbúnaði. MEDUMAT Easy má nota til: endurlífgunar á slysstað; lengri tíma notkunar, við langvarandi neyðarástand. skamtíma O 2 -innöndunar með öndunargrímu. Nota má MEDUMAT Easy við flutning sjúklings: á milli stofa og deilda á sjúkrahúsi; á milli sjúkrahúss og annarra staða; í neyðartilfellum; þegar lagt hefur verið á ráðinu um flutning sjúklings um verulegar vegalengdir. MEDUMAT Easy: er hannað til að veita manneskjum, að þyngd 10 kg. eða meira stýrða öndun; notast við meðferð á öndunarstoppi; má forstilla til að tryggja jafna öndun, svo fremi sem ekki er farið fram úr völdum hámarksþrýstingi P max. býður upp á öndunarstýrða súrefnisinntöku, í Demand-hætti. 10 IS Atriðisorðaskrá Lýsing á búnaði

11 3.2 Kröfur til notenda Notandinn verður að vera fær um að meðhöndla þessa lækningavöru. Kynnið ykkur lagalegar kröfur varðandi notkun og meðhöndlunar vörunnar (í Þýskalandi á þetta sérstaklega við reglugerðir um noktun lækningavara). Grundvallarráðleggingar: Fáðið fagmann frá WEINMANN Emergency fyrirtækinu til að sýna ykkur og kenna á notkun og meðhöndlun þessarar lækningarvöru. 3.3 Öndunarvirkni Demandflow 30 3 Freq.(min -1 ) MV (l/min) 60 mbar MEDUMAT Easy starfar með þrýsting á bilinu 2,7 til 6 bör, og rennsli frá minnst 70 l/mín O 2.Tækið er með innbyggðan aflgjafa. Tækið notar háþrýsti-lækningasúrefni. Útvær þrýstijafnari lækkar þrýstinginn eins og þörf krefur, til notkunar. Súrefninu er veitt inn um loftinntakið. Innbyggður rafstýribúnaður reglar bæði öndundargildið, sem stilla má samfellt (tíðni og mínútumagn stillast saman) og hlutfall inn- /útöndunar (1:1,67). Innöndunarloft flæðir um öndunarslönguna, um ventil sjúklings, og loks um rör eða grímu, í öndunarveg sjúklings. Ventill sjúklings er búinn þynnu sem stýrir útöndunarlofti burt, gegnum útöndunarrör. Fylgst er með gangi öndunar á öndunarþrýstimælinum. 0 9 Atriðisorðaskrá Lýsing á búnaði IS 11

12 3.4 Demandflow virkni 10 0 Demandflow stilling Demand- 30 flow 3 Freq.(min -1 ) MV (l/min) Demandflow stillingin færir MEDUMAT Easy yfir í öndunarstýrða O 2 -innöndun. Slíka innöndun verður að framkvæma með öndunargrímunni. Örlítill vottur um innöndun hleypir súrefnisflæði af stað, þar til smáræðis yfirþrýstingur rýfur flæðið. Þá fer útöndun fram um ventil sjúklings, líkt og þegar tækið er stillt á öndunarvirkni. 3.5 Öndunarslöngukerfi með sjúklingaventli Tenging öndunarslöngu Útöndunarrör Innöndunarloft er leitt um öndunarslöngukerfið og ventil sjúklings til sjúklingsins. Öndunarslöngukerfi með ventill sjúklings er hannaður með því lagi að viðstöðulaus öndun sé möguleg ef tækið bilar, óháð því hvaða öndunarháttur hefur verið valinn. Tenging þrýstimælis Öndunarrör, viðstöðulaust Tenging grímu / rörs 3.6 Raddboð Tækið er búið raddkerfi, sem kveikja má á til leiðbeiningar, einkum fyrir notendur með litla reynslu. Sé raddboða ekki þörf má slökkva á þeim með samsetningu hnappa (sjá 6.10 Notkunarleiðbeiningar með raddboðum á bls. 31). 12 IS Atriðisorðaskrá Lýsing á búnaði

13 4. Öryggisleiðbeiningar 4.1 Öryggisreglur Fyrir eigið öryggi og fyrir öryggi sjúklingana ykkar sem og til að uppfylla kröfur reglugerðar 93/42/EES skal hafa eftirfarandi atriði til hliðsjónar: Almennt Vinsamlegast lesið notendaleiðbeiningarnar vandlega. Þær ber að líta á sem hluta af tækinu og þurfa ávallt að vera innan seilingar. Notið MEDUMAT Easy aðeins í þeim tilgangi sem tækinu er ætlaður (sjá 3.1 Tilætluð notkun á bls. 10). Áður en öndunarslöngukerfið er tekið í notkun verður notandinn að ganga úr skugga um virkni búnaðarins með sjón- og virkniprófi (sjá 8.3 Prófun á öndunarslöngukerfinu á bls. 47). Ath.: Notið MEDUMAT Easy ekki innan um eiturefni eða þar sem er sprengihætta. MEDUMAT Easy er ekki ætlað til nota við mikinn loftþrýsting (í þrýstiklefa). MEDUMAT Easy má ekki nota samhliða eldfimum deyfilyfjum. Önnur öndunaraðstoð skyldi ávallt vera til taks, til að bregðast við hugsanlegum bilunum. Áður en þú vinnur með MEDUMAT Easy, verður þú að þekkja rétta notkun þess. Öryggisleiðbeiningar IS 13

14 Vinsamlega kynntu þér kaflann 7. Hreinlætiskröfur á bls. 39 til að forðast sýkingar og bakteríusmit. Notaðu MEDUMAT Easy aðeins ef þú hefur menntun á heilbrigðissviði og þjálfun í öndunartæknibúnaði. Röng notkun getur valdið alvarlegum líkamlegum skaða. Vinsamlegast athugið að milli MEDUMAT Easy og tækja sem gefa frá sér hátíðnigeislun (t.d. farsíma), verður að vera örugg fjarlægð. Nálægð getur valdið villum (sjá Ráðleggingar um öruggar fjarlægðir á milli hátíðnifjarskiptabúnaðar (t.d. farsíma) og MEDUMAT Easy á bls. 64). Við mælum með að viðhaldsvinna, bæði eftirlit og viðgerðir, sé aðeins framkvæmd af framleiðandanum, WEINMANN Emergency, eða af færum tæknimönnum með vottun frá WEINMANN Emergency. Vart getur orðið við bilanir og lífrænnar ósamhæfni, sé notast við íhluti frá þriðja aðila. Vinsamlegast hafið í huga að í slíkum tilfellum, þegar notast er við aðra aukahluti en mælt er með í notkunarleiðbeiningunum, eða varahluti frá þriðja aðila, ógildast allar ábyrgðir og kröfur vegna tækisins. Ekki má breyta búnaðinum með neinum hætti þar sem það getur verið hættulegt fyrir notanda og sjúkling. Súrefni Komist háþrýstisúrefni í snertingu við eldfim efni (fitu, olíu, alkóhól o.s.frv.) getur það leitt til fyrirvaralausrar sprengingar: Haldið tækinu og öllum skrúfufestingum þess alfarið frá olíu og feiti. 14 IS Öryggisleiðbeiningar

15 Handþvottur skal alltaf fara fram áður en fengist er við súrefnisbirgðir. Reykingar og opinn eldur eru stranglega bönnuð í grennd við allan búnað sem geymir eða leiðir súrefni. Við uppsetningu búnaðar og þegar skipt er um súrefniskút, skal aðeins beita handafli á skrúfutengingar kúts og þrýstijafnara. Við þessi verk skal aldrei nota nein verkfæri. Sé hert of mikið á geta skrúfgangur og þéttingar skemmst og orsakað leka. Verjið súrefniskútinn falli og áverkum. Detti súrefniskútur getur þrýstijafnarinn eða ventillinn hrokkið af og valdið alvarlegri sprengingu. Mikilvægt Ventil súrefniskútsins skal alltaf opna hægt og rólega, til að forðast að skaða annað búnað með skyndilegum þrýstingi. Súrefniskútinn ætti aldrei að tæma alveg, slíkt getur valdið því að rakt loft komist í kútinn og valdið tæringu. Öndun / meðhöndlun Á meðan á öndun stendur skal fylgjast látlaust með bæði sjúklingi og öndunarbúnaði. Þegar ventill sjúklings er tengdur verður að gæta þess að loftflæðiáttin (> Sjúklingur >) sé rétt. Vinsamlegast gangið úr skugga um að ekkert hindri flæði um útöndunarrör eða viðstöðulaust rör, hvorki fyrirstöður né, til dæmis, lega sjúklings. Ábending: Einnotaslöngukerfið WM er einnota og má ekki nota aftur. Öryggisleiðbeiningar IS 15

16 Hugbúnaður Ítarlegar prófanir hafa verið gerðar á hugbúnaði tækisins til að lágmarka líkur á villum í virkni hans. Aukabúnaður Gætið að því að verja sílíkon- og gúmmíhluta búnaðarins fyrir útfjólublárri geislun og langvarandi sólskini, þar sem slíkt getur gert efnin stökk og valdið molnun. 16 IS Öryggisleiðbeiningar

17 5. Uppsetning Varanleg veggfesting MEDUMAT Easy er að jafnaði aðeins nauðsynleg þegar tækið er hluti af innréttingu sjúkrabíla, þyrla eða flugvéla. Komi MEDUMAT Easy sem tækjabúnaður á burðarkerfi eða í skyndihjálpartösku, er það tilbúið til notkunar og þarfnast engrar frekari uppsetningar. Aðskildar notkunarleiðbeiningar fylgja burðarkerfunum og skyndihjálpartöskunum. Eftir uppsetningu ber að gera prófanir (sjá 8. Eftirlit með virkni á bls. 44), til að tryggja örugga og áreiðanlega virkni. 5.1 Tenging súrefniskúts Þvoðu hendur þínar alltaf vandlega áður en þú fæst nokkuð við súrefnisbirgðir. Kolvetnisefnasambönd (t.d. olía, smurning, alkóhól, handáburður og plástrar) geta valdið sprengingum komist þau í snertingu við háþrýstisúrefni. Notist aldrei við skrúflykla eða önnur verkfæri til að herða eða losa um skrúfufestingar. Tómur kútur fjarlægður 1. Skrúfið fyrir ventil súrefniskútsins. Kveikið á MEDUMAT Easy með Á/AF rofanum. Þannig tæmirðu súrefnisleifar og tekur þrýstinginn af tækinu. Bíddu þar til þrýstingsmælirinn á þrýstijafnaranum gefur upp gildið 0. Þá má losa um skrúfufestinguna með handafli. 2. Slökktu aftur á MEDUMAT Easy. Uppsetning IS 17

18 3. Losaðu nú um skrúfufestinguna við kútinn. Tenging nýs súrefniskúts 1. Opnaðu fyrir ventil nýja kútsins og lokaðu honum síðan aftur. Þá ættu rykörður og slíkt að blásast burt. Haldtu ventlinum frá líkama þínum og annarra og tryggðu að enginn skaðist af því sem hann blæs frá sér! 2. Notaðu því næst riffluðu róna til að festa þrýstijafnarann við ventilinn á súrefniskútnum. Hertu á rónni með handafli. 3. Sé þrýstislangan ekki þegar tengd við úttak þrýstijafnarans, skaltu tengja hana þar, með G 3/ 8 rónni. 4. Skrúfið hinn enda þrýstislöngunnar fastan við þrýstiloftsinntakið MEDUMAT Easy. 5.2 Öndunarslanga Dragið rör þrýstingsmælisins upp á tengingu Dragið öndunarslönguna upp á tengingu 14. Gætið þess að valda ekki hnjaski á slöngu þrýstingsmælisins, sem þegar hefur verið tengd. Snúa má öndunarslöngunni varlega, eftir því sem þörf krefur, á meðan hún er dregin upp. Gríptu aðeins um endana á öndunarslöngunni og slöngu þrýstingsmælistil að forðast skemmdir og slit á slöngunum. 18 IS Uppsetning

19 3. Tengdu ventil sjúklings við hinn enda öndunarslöngunnar og þrýstingsmælirörið. 4. Verði gríma notuð til öndunar skaltu tengja grímuna við ventilsjúklings (líkt og rörtenging), eða Position > PSU< 134 sé sjúklingur þræddur, tengdu þá ventil sjúklings við rörið. Sía Ef nota á síu ætti koma henni fyrir á milli ventils sjúklings, sjúklingsmegin, og grímu eða rörs. Fylgdu alltaf þeim leiðbeiningum sem berast frá framleiðanda síunnar. Ath.: Athugið að viðnám í öndunarvegi eykst í búnaðinum þegar notuð er HME-sía eða bakteríusía, en þessi aukning getur undir ákveðnum kringumstæðum farið fram úr leyfilegu gildi samkvæmt EN Uppsetning IS 19

20 PEEP-ventill Verði notast við PEEP ventil, skal setja hann upp í útöndunarröri á ventli sjúklings. Fylgdu alltaf þeim leiðbeiningum sem berast með PEEP ventlinum, frá framleiðanda hans, um stillingar. 5.3 Veggfestingarbúnaður Veggfesting (sjá 11.2 Aukabúnaður á bls. 59) er í boði, til varanlegrar uppsetningar, t.d. á lóðréttum fleti inni í farartæki. Vinsamlegast líttu á blaðið sem fylgir veggfestingarbúnaðinum, fyrir nánari upplýsingar um stærðir og uppsetningu. 20 IS Uppsetning

21 6. Notkun tækisins 6.1 Gangsetning / prófun 1. Vinsamlegast skrúfið frá ventli súrefniskútsins hægt. Þrýstingsmælirinn mun nú sýna þrýsting kútsins. Stenosis Disconnection < 2,7 bar O 2 2. Þar sem það á við skaltu reikna hversu lengi súrefnisbirgðirnar munu endast (sjá 6.11 Útreikningar um áfyllingu / notkunartíma eftir á bls. 36). Kútinn skyldi alltaf skipta um tímanlega, þ.e. þegar þrýstingur er kominn undir 50 bör, til að tryggja að súrefni sé alltaf til staðar. 3. Veljið öndunarstillingar (sjá 6.2 Öndunarstillingar á bls. 22). 4. Kveikið á MEDUMAT Easy með Á/AF rofanum. Tækið mun þá fara gegnum sjálfspróf, sem tekur u.þ.b. 2 sekúndur. Sé kveikt á raddboðum mun, áður en sjálfsprófið fer af stað, heyrist Opnið súrefnisflösku. Á meðan á prófinu stendur blikka gaumljósin fjögur í aðvörunarborðinu og stuttur viðvörunartónn heyrist. Finnist villa munu öll gaumljósin í aðvörunarborðinu halda áfram að blikka og viðvörunartónn heyrast. Þá ber ekki að nota MEDUMAT Easy til öndunar. Notkun tækisins IS 21

22 0,6 0, ,1 Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Tækið er bilað! Veljið aðra öndunaraðstoð. Eftir sjálfsprófið mun tækið prófa súrefniskútinn ítrekað þar til nægur þrýstingur mælist. Að öðrum kosti lætur tækið frá sér viðvörunarhljóð. MEDUMAT Easy mun þá taka að starfa eftir völdum öndunarstillingum. 6.2 Öndunarstillingar Við mælum með því að tækið sé stillt áður en kveikt er á því, til að koma í veg fyrir sóun á súrefni. Öndunartíðni og mínútumagn appelsínugult Demandflow 30 3 Freq.(min -1) MV (l/min) 1. Vinsamlega stilltu mínútumagn öndunar, ásamt öndunartíðni, með hnappinum. Ráðlagðar stillingar öndunargilda: gult brúnt Líkamsþyngd 10 kg 30 kg 60 kg 80 kg 110 kg Öndunartíðni 30 mín mín mín mín mín -1 Öndunartíðni 3 l/mín 5 l/mín 7 l/mín 9 l/mín 11 l/mín Tölurnar sem birtar eru í töflunni eru aðeins til ráðleggingar. Aðrar stillingar geta átt við, til dæmis þegar um lungnaskaða er að ræða eða aðrar leiðbeiningar eru gefnar. Samhengi gildanna má sjá í grafinu 12.2 Samhengi öndunargilda á bls IS Notkun tækisins

23 Hámarks öndunarþrýstingur 1. Notið rör/grímu-rofa til að stilla hámarks öndunarþrýsting. Gaumljósin loga sé tækið virkt. Ráðlagður hámarks öndunarþrýstingur: Öndun með Öndun um rör grímu Tæki 20 mbör 45 mbör Tungumálaútgáfa til raðnúmers 7999 Raddboð: Notkun með maska. Hallið höfði aftur. Tryggið að maski sé þéttur! Frá raðnúmeri 8000 Raddboð: og eftir Viðgerð/ Hámark Viðhald/Fastbúnaðaruppfærsla 20 öndunarþrýstings mbar Raddboð: Notkun með túpu. Hámark öndunarþrýstings 45 mbar Raddboð: Hámark öndunarþrýstings 45 mbar! Sé hámarksþrýstingi náð, til dæmis ef viðtaka dvínar, gefur MEDUMAT Easy frá sér viðvörun um stenosis (þrengsli) (sjá Aðvörun um stenosis (þrengsli) á bls. 28). Ath.: Rör- / grímurofa er aðeins hægt að nota þegar kveikt er á tækinu. 6.3 Beiting öndunar Öndunargríma 1. Festið grímuna við ventil sjúklings. 2. Ef þörf krefur skal koma fyrir Guedel röri til að halda öndunarvegi opnum, áður en grímunni er komið fyrir. Position > PSU< 134 Notkun tækisins IS 23

24 3. Komið öndunargrímunni yfir munn og nef sjúklingsins. 4. Hallið höfðinu aftur og notið E-C tækni til að tryggja að gríman sé fyllilega þétt. Rör Að jafnaði er sjúklingurinn þræddur áður en rörið er tengt við ventil sjúklings. 1. Festið ventil sjúklingsins við tengi barkaþræðingarinnar. 2. Fylgist með öndun sjúklings á meðan vélöndun er beitt. Á mælingum mun sjást hvort rörið liggur rétt og öndun er fullnægjandi. 6.4 Eftirlit með öndun 60 mbar Á meðan á öndun stendur þarf sjúklingur að vera undir stöðugu eftirliti. Öndunarþrýstinginn má lesa af öndunarþrýstingsmælinum. Mikil tregða í öndunarvegi, sem til dæmis getur leitt af hindrunum eða hjartahnoði, hafa áhrif á öndunarrúmtakið sem stillt hefur verið. Notið viðeigandi tæki þegar verið er að mæla rúmmálið til að geta stýrt öndunarrúmtakinu sem raunverulega er gefið. Athugið öndunarbreytur á meðan á öndun stendur. 24 IS Notkun tækisins

25 Ef viðbragð lungna dvínar á meðan á öndun stendur, mun tækið bregðast við með því að auka öndunarþrýsting jafnt og þétt. Dæmi um öndunarferli fyrir og eftir að viðbragð dvínar. 6.5 Öndun með PEEP ventli PEEP ventil má festa við útöndunarrör á ventli sjúklings, með millistykki. Ventillinn gerir mögulegt að anda með jákvæðum útöndunarþrýstingi á enda (positive end-expiratory pressure PEEP). Vinsamlegast ráðfærðu þig við notkunarleiðbeiningar PEEP-ventilsins, um uppsetningu. 6.6 Öndun með síu Í þágu hreinlætis og til að ræsta innöndunarloft má koma síu með 15/22 mm tengjum fyrir á innöndunarrörið á ventli sjúklings. Þetta mun auka viðnám við bæði inn- og útöndun. Því skyldi fylgjast afar gaumgæfilega með öndunarþrýstingi og öndunarmagni. Notkun tækisins IS 25

26 0,6 0, ,1 Sérstaklega þarf að gefa gaum að hugsanlegri aukningu á tómarúmi einkum þegar börn eiga í hlut. Fylgdu alltaf þeim leiðbeiningum sem berast frá framleiðanda síunnar. 6.7 Demandflow Ath.: Í Demandflow hætti má alls ekki nota PEEP ventil! Fyrir O 2 -innöndun verður að vera stillt á Demandflow Demandflow 30 3 Freq.(min -1) MV (l/min) Snúðu stillihnappi öndunargilda, yfir rimina, á hvíta þríhyrninginn MEDUMAT Easy til að stilla á Demandflow virkni. Græna gaumljósið gefur til kynna að tækið sé tilbúið til notkunar. Sé kveikt á raddboðum mun tækið um leið láta frá sér tilkynninguna Öndunaraðstoð valin. Festið grímuna við ventil sjúklings og komið henni fyrir, yfir munn og nef sjúklingsins. Haldið grímunni þétt að. Innöndun sjúklingsins (kveikja) kemur loftflæði af stað. Þegar sjúklingur andar frá sér hættir flæðið og útöndunarloft verður leitt út um ventil sjúklingsins. Sjúklingurinn ætti að anda rólega og reglubundið. Virkni Demandflow er ekki hægt að breyta. Ef tíðni öndunar eykst er súrefnið sjálfkrafa blandað andrúmslofti. Þetta er gert með viðstöðulausa öndunarrörinu á ventli sjúklings. Demandflow virkni er stöðvuð með því að snúa stillihnappnum aftur yfir hvíta þríhyrninginn yfir á öndunarhátt, eða með því að slökkva á tækinu. Ef raddboð eru virk mun tækið staðfesta stillinguna með því að tilkynna: Notkun með maska. Hallið höfði aftur, tryggið að maski sé þéttur (frá raðnúmeri 8000 og eftir Viðgerð/Viðhald/ 26 IS Notkun tækisins

27 Fastbúnaðaruppfærsla Hámark öndunarþrýstings 20 mbar ). 6.8 Að slökkva á Demandflow eða öndun Mikilvægt! Aldrei tæma súrefniskút alveg. Gættu þess alltaf að dreggjar séu í kútnum þegar hann fer til endurfyllingar. Þannig má koma í veg fyrir að rakt andrúmsloft berist í hann og valdi tæringu. 1. Aðgætið súrefnisbirgðir á þrýstingsmælinum á þrýstijafnara. Kútinn skyldi alltaf skipta um tímanlega, þ.e. þegar þrýstingur er kominn undir 50 bör, til að tryggja að súrefni sé alltaf til staðar. 2. Skrúfið fyrir ventil súrefniskútsins. 3. Slökkvið á MEDUMAT Easy. Til að koma í veg fyrir að óvart slökkni á tækinu, þarf að halda Á/AF rofanum inni hið minnsta 2 Sekúndur þar til gaumljósin á aðvörunarborði lognast út af. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Lokið súrefnisflösku. 6.9 Viðvaranir Stenosis Disconnection < 2,7 bar O 2 Aðvörunarborðið birtir eftirfarandi viðvaranir: Stenosis (þrengsli): Þrengsli, eða hámarks öndunarþrýstingi P max náð, tvær innandanir í röð Disconnection:Tenging hefur verið rofin á milli MEDUMAT Easy og sjúklings, tvær innandanir í röð < 2,7 bar: Súrefnisþrýstingur hefur fallið undir 2,7 bör Notkun tækisins IS 27

28 + : Ónóg rafhleðsla Öllum viðvörunarmerkjum fylgja raddboð. Verði vart við bilun við sjálfsprófun tækis eftir að kveikt er á því, eða meðan á virkni stendur, munu öll gaumljós í aðvörunarborði taka að blikka og viðvörunartónn mun heyrast. Ef raddboð eru virk muntu heyra skilaboðin Tækið er bilað! Veljið aðra öndunaraðstoð. Þá er ekki óhætt að nota MEDUMAT Easy. Staðfesta má villuboðin og stöðva þau með því að þrýsta á Á / AF rofann. Ventill sjúklings er hannaður með því lagi að viðstöðulaus öndun sé möguleg ef tækið bilar. Hvenær heyrast aðvaranir Um leið og ein af ofannefndum vandamálum koma upp í virkni tækis lætur tækið vita. Þá blikka viðkomandi gaumljós og aðvörunartónn hljómar. Ef kveikt er á raddboðum heyrir notandinn líka viðbótarupplýsingar um hið tiltekna ástand. Þegar tenging rofnar og þrýstingur fellur niður, hvort tveggja í senn, berst aðvörunin < 2.7 bar. Aðvörun um stenosis (þrengsli) Öndunarþrýstingur fer yfir hámark (20 eða 45 mbör). MEDUMAT Easy skiptir stuttlega yfir á útöndun, ef farið er fram úr hámarks öndunarþrýstingi, en reynir þá að halda áfram innöndun í sama innöndunarfasa. Fari öndunarþrýstingur fram úr hámarki annað skiptið í röð, í sama innöndunarfasa, skiptir tækið yfir á útöndun og ræstir rörakerfi sjúklings. Næsta innöndun hefst á næsta andardrætti samkvæmt valinni tíðni. Þetta hefur ekki áhrif á valda tíðni. 28 IS Notkun tækisins

29 Aðvörunin fer af stað ef viðnám í öndunarvegi er yfir mörkum tvo innöndunarfasa í röð. Það er til að koma í veg fyrir óþörf útköll, til dæmis vegna hósta. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Athugið öndunarveg og flæðistillingu (frá raðnúmeri 8000 og eftir Viðgerð/Viðhald/Fastbúnaðaruppfærsla Athugið öndunarveg og stillingar ). Aðvörun um Disconnection (rofna tengingu) Að jafnaði er þessi aðvörun til komin vegna truflunar í öndunarkerfinu. Aðvörunin berst þegar þrýstingur nær ekki upp í 8 mbör tvo innöndunarfasa í röð. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Athugið búnað og stillingar. Aðvörun um Disconnection (rofna tengingu) þegar stillt er á Demandflow Kalli öndun sjúklings ekki á virkni MEDUMAT Easy innan 15 sekúndna, lætur tækið frá sér aðvörun um rofna tengingu Disconnection. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Útilokið öndunarstopp og athugið maska. Aðvörun < 2,7 bar O 2 Súrefnisþrýstingur við þrýstiloftsinntak MEDUMAT Easy hefur fallið undir 2,7 bör. Að jafnaði er ástæðan nær tómur súrefniskútur. Þegar svo ber við getur MEDUMAT Easy ekki starfað með réttum hætti, því að forsendur fyrir virkni þess eru ekki lengur innan leyfilegra marka. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Athugið þrýstislöngu og súrefni. Notkun tækisins IS 29

30 Aðvörun + Rafhlaðan er að tæmast. Búast skal við hnökrum á sjálfvirkri öndun. Því þarf umsvifalaust að gera ráðstafanir um aðra öndunaraðstoð (sjá 6.12 Aðrar öndunaraðferðir á bls. 38). Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Tækið er bilað! Veljið aðra öndunaraðstoð. Áður en skipt er um rafhlöðu ber að slökkva á tækinu (sjá Skipt um aðalrafhlöðu á bls. 56). Aðvörunartónn stöðvaður Aðvörunarhljóð má afnema tímabundið með því að þrýsta á viðvörunar-þögul-takkann: Stenosis (þrengsli):30 sekúndur Disconnection: 30 sekúndur < 2,7 bar: 30 sekúndur + : 120 sekúndur Eins þegar kveikt er á raddboðum, munu engin slík skilaboð berast þann tíma sem aðvörun er afnumin. Aðvörunarljós munu hins vegar halda áfram að blikka. Ef vandinn sem veldur aðvöruninni er ekki leystur, mun hljóðmerki berast á ný eftir stutt hlé. Raddboðin munu líka taka að starfa á ný. Öll aðvörunarmerki hætta sjálfkrafa um leið og vandinn er leystur. 30 IS Notkun tækisins

31 6.10 Notkunarleiðbeiningar með raddboðum Tungumál valið / Slökkt á raddboðum Aðeins er hægt að breyta tungumálsstillingum þegar slökkt er á tækinu. Til að velja tungumál eða slökkva á raddboðum, skal gera sem hér segir: 1. Haldið inni grímu-/rörrofa. Kveikið á tækinu með Á/AF rofanum. 2. Slepptu síðan grímu-/rörrofa. Tækið er þá statt í valblaði tungumála. Öndunarmælirinn birtir aðeins það tungumál sem síðast var stillt á. Tungumálin eru tengd gaumljósum tækisins sem hér segir: Tækjanr. mbar Tungumál svið 1 WM WM (frönsk gerð) WM (frönsk gerð) 60 Íslenska Tungumál svið 2 (Viðvörunarljósdíóðurnar Stenosis og Disconnection lýsa) 55 Finnska 50 Norska 45 Sænska 40 Danska 35 Portúgalska ennþá laus 30 Spænska 25 Hollenska 20 Ítalska 15 Franska 10 Enska 5 Þýska brasilísk portúgalska 0 Raddboð af Raddboð af Notkun tækisins IS 31

32 Tækjanr. mbar Tungumál svið 1 WM Farsi 55 Tælenska 50 Indónesíska 45 Tyrkneska 40 Arabíska 35 Japanska ennþá laus 30 Kínverska 25 Tékkneska 20 Rússneska 15 Pólska 10 Enska 5 Þýska Kóreanska 0 Raddboð af Raddboð af Tungumál svið 2 (Viðvörunarljósdíóðurnar Stenosis og Disconnection lýsa) 3. Þrýstu nú ítrekað á grímu-/rörrofann þar til gaumljós þess tungumáls sem óskað er eftir logar, og viðeigandi raddboð heyrast (t.d.: gaumljósið við 60 mbar, tungumál: Íslenska, skilaboð: Valið tungumál : Íslenska ). Eftir fimm sekúndur vistast valið tungumál. Ábending! Með því að þrýsta stuttlega á Á/Af rofan er hægt að vista val tungumáls án fimm sekúndna biðtíma. Þar sem fjöldi tungumála er fáanlegur á ljósdíóðunum á öndunarþrýstingsmælinum, hefst nýtt rennsli á sviði 2 þegar 60 mbarljósdíóðunni hefur verið náð. Svið 2 er tilgreint með viðvörunar-ljósdíóðunum Stenosis og Disconnection. Þegar síðasta tungumálinu á sviði 32 IS Notkun tækisins

33 2 er náð, byrjar rennslið aftur á 0 mbar á sviði 1 og viðvörunar-ljósdíóðurnar Stenosis og Disconnection slokkna. Veldu stillinguna 0 (0 mbar), ef þú vilt slökkva á raddboðum. Þá heyrast boðin: Slökkt er á hljóðmerkjum á því tungumáli sem valið var. Eftir um 5 sekúndur vistast nýja stillingin sjálfkrafa. Gaumljós hins valda tungumáls slökknar. Raddskilaboð Í töflunni hér á eftir birtast einstök skilaboð raddkerfisins, ásamt útskýringum á merkingu þeirra. Athugið að munur er á milli tungumálaútgáfna. Frá raðnúmeri 8000 og eftir Viðgerð/Viðhald/ Fastbúnaðaruppfærsla breytast tungumálaútgáfurnar (sjá töflu 2). Tafla 1: Tungumálaútgáfa til raðnúmers 7999 Merking Opnið súrefnisflösku Opnið fyrir ventil súrefniskúts hægt. Eftir því hvort sjúklingurinn er að anda eða ekki, skal stilla Athugið öndun og veljið MEDUMAT Easy á einhvern hátt: Demandflow (Bls. 26), stillingu öndun með grímu eða öndun um rör (Bls. 23). Aðlagið stillingu Stillið öndunartíðni og súrefnismagn á mínútu (Bls. 22). Tengið sjúkling Tengið sjúkling við tækið með öndunarslöngunni og ventli sjúklings, með öndunargrímu eða tengi barkaþræðingar. Öndunaraðstoð valin Tækið er stillt á Demandflow. Notkun með maska Hallið höfði aftur Tækið er stillt á öndun með grímu. Á meðan höfðinu er hallað aftur skal nota E-C tækni til að Tryggið að maski sé þéttur þétta grímuna. Notkun með túpu Hámark öndunarþrýstings 45 mbar Tækið er stillt á öndun með röri. Hámark öndunarþrýstings fyrir öndun um rör. Notkun tækisins IS 33

34 Tungumálaútgáfa til raðnúmers 7999 Athugið öndunarveg og flæðistillingu MEDUMAT Easy hefur orðið var við of mikið viðnám í öndunarvegi. Athugið öndunarveg eða breytið öndunartíðni og flæðistillingu eftir þörfum sjúklings (Bls. 22). Tækið hefur skaddast eða rafhlaðan er alveg að tæmast. Tækið er bilað Tækið er ekki lengur hægt að nota til öndunar. Því verður að Veljið aðra öndunaraðstoð beita annari öndunaraðferð (Bls. 38). Athugið þrýstislöngu og súrefni Útilokið öndunarstopp og athugið maska Lokið súrefnisflösku. Athugið búnað og stillingar Valið tungumál: Íslenska (enska, franska,...) Slökkt er á hljóðmerkjum Tungumálaútgáfa frá raðnúmeri 8000 og eftir Viðgerð/Viðhald/ Fastbúnaðaruppfærsla MEDUMAT Easy hefur mælt of lítinn þrýsting við loftinntak. Aðgætið að O 2 -kúturinn sé enn nógu fullur og að súrefnisslangan sé lek, beygluð eða stífluð. MEDUMAT Easy verður ekki lengur vart við neinn andardrátt (kveikju), á stillingunni Demandflow. Aðgætið öndun sjúklings, og hvort þurfi að stilla á aðra öndunaraðstoð. Aðgætið tengingar og að gríman sitji rétt. Eftir að slökkt er á tækinu skal loka O 2 -kútnum eða öðrum O 2 -birgðum. Rofin tenging: þrýstingur hefur ekki aukist um 8mbör í innöndunarfasa, við stýrða öndun. Yfirleitt er því um að kenna að tenging hefur rofnað eða flæðistilling er lág. Athugið öndunarveg eða breytið öndunartíðni og flæðistillingu eftir þörfum sjúklings. Þegar tungumál raddboða er valið, skal þrýst ítrekað á grímu/rör þar til tækið tilkynnir það tungumál sem óskað er. Staðfesting á því að slökkt hafi verið á raddboðum. Tafla 2: Merking Merking Opnið súrefnisflösku Opnið fyrir ventil súrefniskúts hægt. Stillið tækið og tengið sjúkling Öndunaraðstoð valin Hámark öndunarþrýstings 45 mbar Stillið öndunartíðni og öndunarrúmtaki (Bls. 22). Tengið sjúkling við tækið með öndunarslöngunni og ventli sjúklings, með öndunargrímu eða tengi barkaþræðingar. Tækið er stillt á Demandflow virkni. Tækið er stillt á öndun með röri. Hámark öndunarþrýstings fyrir öndun um rör. 34 IS Notkun tækisins

35 Tungumálaútgáfa frá raðnúmeri 8000 og eftir Viðgerð/Viðhald/ Fastbúnaðaruppfærsla Hámark öndunarþrýstings 20 mbar Athugið öndunarveg og stillingar Tækið er stillt á öndun með grímu. Hámark öndunarþrýstings fyrir öndun með grímu. MEDUMAT Easy hefur orðið var við of mikið viðnám í öndunarvegi. Athugið öndunarveg eða breytið öndunartíðni og öndunarrúmtaki eftir þörfum sjúklings (Bls. 22). Tækið hefur skaddast eða rafhlaðan er alveg að tæmast. Tækið er bilað Tækið er ekki lengur hægt að nota til öndunar. Því verður að Veljið aðra öndunaraðstoð beita annarri öndunaraðferð (Bls. 38). Athugið þrýstislöngu og súrefni Útilokið öndunarstopp og athugið maska Lokið súrefnisflösku. Athugið búnað og stillingar Valið tungumál: Íslenska (enska, franska,...) Slökkt er á hljóðmerkjum Merking MEDUMAT Easy hefur mælt of lítinn þrýsting við loftinntak. Aðgætið að O 2 -kúturinn sé enn nógu fullur og að súrefnisslangan sé lek, beygluð eða stífluð. MEDUMAT Easy verður ekki lengur vart við neinn andardrátt (kveikju), á stillingunni Demandflow. Aðgætið öndun sjúklings, og hvort þurfi að stilla á aðra öndunaraðstoð. Aðgætið tengingar og að gríman sitji rétt. Eftir að slökkt er á tækinu skal loka O 2 -kútnum eða öðrum O 2 -birgðum. Rofin tenging: Þrýstingur hefur ekki aukist um 8mbör í innöndunarfasa, við stýrða öndun. Yfirleitt er því um að kenna að tenging hefur rofnað eða stilling öndunarrúmtaksins er lág. Athugið öndunarveg eða breytið öndunartíðni og öndunarrúmtaksins eftir þörfum sjúklings. Þegar tungumál raddboða er valið, skal þrýst ítrekað á grímu/rör þar til tækið tilkynnir það tungumál sem óskað er. Staðfesting á því að slökkt hafi verið á raddboðum. Notkun tækisins IS 35

36 6.11 Útreikningar um áfyllingu / notkunartíma eftir Staða súrefniskúts Súrefnismagn = rúmmál kúts x þrýstingur kúts Rúmmál kúts x þrýstingur kúts magn súrefnis Dæmi 1 10 l x 200 bör = 2000 l Dæmi 2 10 l x 100 bör = 1000 l Raunverulegur öndunartími Vinnslutími Öndun (mín) = Súrefni-birgðir (l) MM (l/mín) Dæmi: O 2 -innihald = 1000 l; Flæði = 11 l/min. Þannig reiknast dæmið: Vinnslutími Öndun = 1000 l 11 l/mín = 91 mín = 1 klst 31 mín 36 IS Notkun tækisins

37 Notkunartími Demandflow Dæmi: hámarks flæði Innöndunarflæði 45 l/mín RA = 1,5 l RA = 1,5 l Gögn sjúklings: Innöndun : útöndun (I : Ú) = 1 : 2 Öndunartíðni = 10 mín -1 : I = 2 sek = 0,033 mín Ú = 4 sek = 0,066 mín I = 2 sek = 0,033 mín t Rúmmál andardrátts (RA) = flæði innöndunar x innöndunartími fyrir dæmið hér að ofan: Rúmmál andardrátts = 45 l/mín x 0,033 mín = 1,5 l Mínútumagn (MM) = öndunartíðni x RA fyrir dæmið hér að ofan: Mínútumagn (MM) = 10 min -1 x 1,5 l = 15 l/mín Raunverulegur tími Demandflow (mín) = Súrefnis-innihald (l) MM (l/mín) Dæmi: O 2 -innihald = 2000 l, MM = 15 l/mín. Þannig reiknast dæmið: Raunverulegur tími Demandflow = 2000 l 15 l/mín = 133 mín = 2 klst 13 mín Notkun tækisins IS 37

38 6.12 Aðrar öndunaraðferðir Ef MEDUMAT Easy hættir að virka á meðan á öndun stendur, standa eftirfarandi valkostir til boða: Öndunarpokar 1. Fjarlægið ventil sjúklings af röri eða grímu. 2. Skiptið á honum og öndunarpoka, t.d. COMBIBAG WM frá WEINMANN Emergency, og handstýrið öndun með pokanum. Súrefnisbirgðir tæmast Í neyðartilfellum, þegar súrefnisbirgðir þrjóta, er hægt að nota MEDUMAT Easy til að veita andrúmslofti. 38 IS Notkun tækisins

39 7. Hreinlætiskröfur Eftir sérhverja notkun MEDUMAT Easy verður að búa tækið og aukabúnað þess undir næstu notkun, með þrifum. Framkvæmið alltaf prófun á virkni búnaðar eftir að hann er þrifinn (sjá 8. Eftirlit með virkni á bls. 44). Þessari vöru geta tilheyrt einnota einingar. Einnota einingar eru ætlaðar til notkunar í eitt skipti. Þar af leiðandi má einungis nota þessar einingar einu sinni og ekki endurnýta þær. Endurnýting þessara einnota eininga getur skaðað virkni og öryggi vörunnar og valdið ófyrirsjáanlegri öldrun, sliti, stökkbroti, varmaálagi, efnahvörfum og fleiru. 7.1 MEDUMAT Easy MEDUMAT Easy má halda hreinu með því einfaldlega að strjúka af tækinu með sótthreinsandi efni, líkt og lýst er í kafla 7.6. Skolið MEDUMAT Easy aldrei með sótthreinsandi efnum eða öðrum vökvum. Slíkt getur valdið skaða á búnaðinum og stefnt þannig bæði notendum og sjúklingum í hættu. Hreinlætiskröfur IS 39

40 7.2 Ventill sjúklings 1. Aftengið ventil sjúklings frá slöngum. Haldið alltaf um endann á slöngunum. Annað grip getur valdið þeim skaða eða rifið þær. Munnþynna 2. Takið ventil sjúklings í sundur, eins og sýnt er á skýringarmyndinni hér við hliðina. Það má hvorki né þarf að fjarlægja þynnuna í viðstöðulausa rörinu til þrifa og sótthreinsunar. Diskþynna útblástursrör Diskþynna viðstöðulaus 3. Beyglaðar, þvældar og klístraðar þynnur þarf að skipta um. 4. Þrífið eins og lýst er í kafla Setjið ventil sjúklings aftur saman. Gangið úr skugga um að munnþynnan sé rétt staðsett, við samsetningu. 6. Gerið alltaf prófun á virkni búnaðar áður en nota skal ventilinn á ný (sjá 8.3 Prófun á öndunarslöngukerfinu á bls. 47). 40 IS Hreinlætiskröfur

41 7.3 Öndunarslanga Varúð! Einungis fjölnotaslöngukerfið WM (Tæki og fylgibúnaður) er stenst þær endurvinnslukröfur sem hér er lýst. Ekki skal endurvinna fjölnotaslöngukerfið WM Skiptið því út fyrir nýtt. 1. Fjarlægið öndunarslöngu og þrýstingsmæli af báðumtengjum. Varúð! Grípið alltaf um enda slöngunnar. Annars geta þær skemmst eða rifnað af. Lokið báðum endum á slöngu þrýstingsmælis. 2. Þrífið eins og lýst er í kafla Setjið aftur saman, sjá 5.2 Öndunarslanga á bls Grímur Þrífið grímur eins og lýst er í kafla Festingar Tryggið að enginn vökvi komist í tengingar súrefnisbúnaðar. Annars getur myndast sprengihætta ef notuð eru hreinsiefni með alkóhólinnihaldi. Til að þrífa festingar að utanverðu (t.d. þrýstijafnara, ventil) skal aðeins nota hreinan klút. Klúturinn má vera þurr eða rakur af hreinu vatni. Skolið festingarnar aldrei með sótthreinsandi efnum eða öðrum vökvum. Þær má aðeins sótthreinsa með afþurrkun. Vökvar mega ekki, undir neinum Hreinlætiskröfur IS 41

42 7.6 Þrif og sótthreinsun kringumstæðum, komast inn í þrýstijafnarann. Það getur valdið sprengingum. Hluti búnaðar Þrif Sótthreinsun MEDUMAT Easy Ventill sjúklings Sílíkon öndunargríma Öndunarslanga Slönguhlíf, fjölnota með þurrum eða rökum klút í ylheitu vatni með mildum heimilishreinsilegi þurrkarökum klút Hreinlætisundibúning MEDUMAT Easy og aukabúnaðar skal framkvæma eins og lýst er í töflunni hér að neðan. Athugið vel leiðbeiningar þess sótthreinsiefnis sem notað er. Við mælum með gigasept FF (nýtt) sótthreinsunarskoli og terralin protect sótthreinsunarklútum. Ráðlagt er að nota viðhlítandi hanska við sótthreinsun (t.d. gúmmíhanska eða einnota hanska). Thermosótthreinsun Dauðhreinsun þurr-sótthreinsun ekki leyft ekki leyft Bleytið í þynntri lausn þannig að allt yfirborð, að innan og utan, séu í snertingu við vökvann, loftbólulaust. Bíðið um hríð, og leyfið efninu að virka á yfirborðið. Eftir sótthreinsun skal skola alla hluta vel, að innan og utan, með eimuðu vatni, og leyfa þeim loks að þorna. (1) Skol-kerfi 30 C, án vindunar Skol-kerfi upp að 95 C (sótthreinsun með hitun, með sjálfvirkum hreinsibúnaði) mögulegt á meðan á skolkerfi stendur Dauðhreinsun með heitri gufu 134 C í búnaði skv. EN 285, Viðtími a.m.k mínútur. ekki leyft 42 IS Hreinlætiskröfur

43 Hluti búnaðar Þrif Sótthreinsun Súrefnistengingar með þurrum eða rökum klút Thermosótthreinsun Dauðhreinsun þurr-sótthreinsun ekki leyft ekki leyft (1) Til sótthreinsunar á slöngu þrýstingsmælis öndunarslöngu, skal gert sem hér segir: 1. Tengja annan enda rörs þrýstingsmælis við dauðhreinsaða 20 ml sprautu. 2. Sökkvið hinum endanum í þynntri sótthreinsunarlausninni (fyrir gigasept FF (nýtt): viðstöðutími 15 mínútur). 3. Dragið nú sótthreinsilausnina gegnum þrýstingsmælirörið, í sprautuna, þar til hún er full. Þrýstið ekki vökvanum gegnum þrýstingsmælirörið í hina áttina! 4. Losið sprautun frá rörinu og tæmið rörið alveg. 5. Endurtakið ferlið 5 sinnum. 6. Eftir sótthreinsun verður að skola þrýstingsmælirörið með eimuðu vatni, að minnsta kosti 8 sinnum, með sama hætti. Óhætt er að hjálpa til við þurrkun, að þessu loknu, með þrýstu lyfjalofti eða lyfjasúrefni. Þá skal leyfa hlutunum að þorna vel. Hafi nokkurt vatn orðið eftir í ventli sjúklings eða í slönguþrýstingsmælisins, getur það truflað virkni! Hreinlætiskröfur IS 43

44 8. Eftirlit með virkni Fyrir sérhverja notkun, alltaf eftir að tækið er tekið sundur og sett saman á ný, og að minnsta kosti á 6 mánaða fresti, verður notandinn að prófa virkni þess. Ath.: Áður en prófun fer fram MEDUMAT Easy þarftu að loka öndunarslöngunni og ventli sjúklings. Verði vart við villur, við prófun, eða frávik frá eðlilegri virkni, MEDUMAT Easy má ekki nota tækið. Reynið fyrst að leiðrétta villuna með hjálp upplýsinga í kafla 9. Vandamál og lausnir á bls. 53. Reynist þetta ekki gerlegt, skal láta tækið í hendur framleiðandanum, WEINMANN Emergency, til viðgerðar, eða sérfræðingum með vottun frá WEINMANN Emergency. Gagnger prófun á virkni felur í sér eftirfarandi: 8.2 Lekaprófanir búnaðar á bls. 46; 8.3 Prófun á öndunarslöngukerfinu á bls. 47; 8.4 Prófun á flæði á mínútu á bls. 48; Prófun öndunarmagns á bls. 48; 8.5 Prófun á hámarks öndunarþrýstingi á bls. 49; 8.6 Prófun á Demandflow á bls. 51; 8.7 Prófun viðvörunarkerfa á bls. 51; Við mælum með því að alltaf séu til staðar varabirgðir af: þéttum allra tenginga; munnþynnum fyrir ventil sjúklings. 44 IS Eftirlit með virkni

45 Ath.: Gangið úr skugga um að prufunarpokinn sé ekki skemmdur og að virkni hans sé athuguð reglulega t.d. þegar verið er að fara yfir tækið. 8.1 Reglubundið Fyrir hverja notkun: Prófið virkni tækisins. Eftir hverja notkun eða í hvert skipti eftir að tækið er tekið sundur: Hreinsið, sótthreinsið eða dauðhreinsið tækið og hluta þess (sjá 7. Hreinlætiskröfur á bls. 39); Prófið munnþynnuna í ventli sjúklings (sjá 8.3 Prófun á öndunarslöngukerfinu á bls. 47). Hún má hvorki vera krumpuð, klístruð né beygluð. Prófið virkni tækisins. Að minnsta kosti á 6 mánaða fresti, ef tækið skyldi ekki vera notað svo lengi: Prófið virkni tækisins. Eftirlit með virkni IS 45

46 8.2 Lekaprófanir búnaðar 1. Vinsamlegast opnað ventil súrefniskútsins hægt. Lesa má þrýsting kútsins af mæli á þrýstijafnaranum. Sýni mælirinn til dæmis 200 bör þýðir það að kúturinn er fullur, en 100 bör þýða að hann er hálffullur. Kútinn skyldi alltaf skipta um tímanlega, þ.e. þegar þrýstingur er kominn undir 50 bör, til að tryggja að súrefni sé alltaf til staðar. 2. Lokið ventli kútsins aftur. 3. Fylgist með nál mælisins á þrýstijafnaranum í u.þ.b. 1 mínútu. Standi mælinginí stað, er kerfið þétt og lekur ekki. Ef mældur þrýstingur fer lækkandi, er leki í búnaðinum. Hafið alltaf varabirgðir af þéttum til reiðu. Mikilvægt! Skrúfutengingar á leið súrefnis má aðeins herða með handafli. Viðgerðir leka 1. Undirbúið sápuvatnslausn með lyktarlausri sápu. 2. Vætið allar skrúfu- og slöngutengingar í lausninni. Loftbólur munu koma upp um staðsetningu lekans. 3. Takið þrýsting af kerfinu: Til þess skal loka súrefniskútnum. Kveikið þá á MEDUMAT Easy í stutta stund, eða þar til þrýstingsmælirinn á 2 -kútnum sýnir 0. Slökkvið þá aftur á MEDUMAT Easy. 4. Þegar upp kemst um leka skal skipta um hina sködduðu íhluti. 5. Eftir að skipt er um hinn leka hlut skal prófa á ný hvort leki sé í kerfinu. 6. Reynist ómögulegt að koma í veg fyrir lekann þarf að senda búnaðinn í viðgerð. 46 IS Eftirlit með virkni

47 8.3 Prófun á öndunarslöngukerfinu Prófun á fjölnotaslöngukerfinu 1. Takið ventil sjúklings í sundur. 2. Gaumgæfið alla hluti ventilsins vel, og leitið að sprungum og öðrum hugsanlegum göllum. Beyglaðar, þvældar og klístraðar þynnur þarf að skipta um. Ventilinn má þá alls ekki nota á ný fyrr en skipt hefur verið um þynnu, og má að öðrum kosti gera ráð fyrir bilunum. Gaumgæfið einnig diskþynnur í útöndunarröri og viðstöðulausu öndunarröri. Engin þörf er á að taka ventilþynnurnar í sundur til þess. Krumpaðar, beyglaðar eða klístraðar þynnur ber hins vegar að skipta um, þar sem þær geta leitt til verulegra bilana. 3. Setjið ventil sjúklings aftur saman. Gangið úr skugga um að munnþynnan sé rétt staðsett, við samsetningu. Prófun á einnotaslöngukerfinu Sjónpróf Athugið eftirfarandi atriði með því að skoða öndunarslöngukerfið vandlega: Ventill sjúklingsins sem og tengingarnar mega ekki sýna nein merki skemmdar, rifa eða óhreininda. Eftirlit með virkni IS 47

48 Slöngutengingarnar verða að vera fastar og öruggar á tengibúnaðinum. Ventill sjúklingsins og neyðarloftsþynnan mega ekki sýna nein merki skemmdar eða aflögunar. 8.4 Prófun á flæði á mínútu Prófun á öndunartíðni 1. Opnið hægt fyrir ventil súrefniskútsins. 2. Kveikið á MEDUMAT Easy. 3. Veljið stillingar sem hér segir: Tíðni: 30 mín -1 (vinstri mörk) Grímu/rör rofi: (P max : 45 mbör) 4. Teljið fjölda öndunarfasa í nákvæmlega eina mínútu. Talningin ætti að liggja á milli 28 og Hækkið tíðnina upp í 14 mín -1 (hægri mörk, á undan rim). 6. Teljið fjölda öndunarfasa í nákvæmlega eina mínútu. Talningin á að liggja á milli 12 og 16. Innöndunarslag= MM/tíðni = 10/10 = 1 Prófun öndunarmagns 1. Slökkt skal vera á MEDUMAT Easy og súrefniskúturinn opinn. 2. Vinsamlega festið prófunarpokann við ventil sjúklings, með millistykkinu úr prófunarbúnaðinum WM Veljið stillingar sem hér segir: MM: 10 l/mín (á milli 9 og 11) / Tíðni: 10 mín -1 P max : (45 mbör) 4. Kveikið á MEDUMAT Easy. Prófunarpokinn á að fyllast alveg við innblástur. Það tryggir að 48 IS Eftirlit með virkni

49 öndunarmagn við hvert innöndunarslag sé 1 lítri. Í öllu falli er prófunarpokinn ekki nægilega uppblásinn ef aðvörun berst um rofna tengingu (Disconnection). Ath.: Í útöndunarfasa verður þú að herma eftir útöndun prófunarpokans með handafli. Til að gera þetta skaltu koma pokanum fyrir á hörðu undirlagi. Í útöndunarfasa skaltu þrýsta á prófunarpokann með flötum lófa þar til allt loftinnihald hans hefur hrakist gegnum ventil sjúklings. 5. Slökkvið aftur á MEDUMAT Easy. 6. Aftengið prófunarpokann frá ventli sjúklings. 7. Veljið stillingar sem hér segir: MM 3 l/mín / tíðni 30 mín -1 P max : (45 mbör) 8. Kveikið á MEDUMAT Easy og lokið fyrir tengingu sjúklings, á ventli sjúklings. Aðvörun ætti að berast um Stenosis (þrengsli). 9. Slökkvið aftur á MEDUMAT Easy. 8.5 Prófun á hámarks öndunarþrýstingi 1. Slökkt skal vera á MEDUMAT Easy og súrefniskúturinn opinn. 2. Vinsamlega festið prófunarpokann við ventil sjúklings, með millistykkinu úr prófunarbúnaðinum WM Eftirlit með virkni IS 49

50 Mikilvægt! Notið prófunarpokann. Haldirðu rörtenginu lokuðu með handafli sveiflast nálin og gerir rétta og nákvæma mælingu ómögulega. 3. Veljið stillingar sem hér segir: MM: 7 l/mín / tíðni: 11 mín -1 P max : (20 mbör) 4. Kveikið á MEDUMAT Easy. Aðgætið að nálina á þrýstingsmæli MEDUMAT Easy beri við 0. Við þessa prófun máttu ekki veita neinn stuðning við útöndunarslagið. Mikilvægt er að þrýstingur byggist upp hægt og bítandi. Við þrýsting á milli 15 til 25 mbör verður MEDUMAT Easy að gefa frá sér Stenosis viðvörun (viðvörun um þrengsl). Venjulega gerist þetta eftir annað innöndunarslag. 5. Stillið grímu/rör rofann á. 6. Endurtakið prófun á röröndun með stillingunum: MM: 9 l/mín / tíðni: 10 mín -1 P max : (45 mbör) Sé kveikt á raddboðum á tækið að láta frá sér skilaboðin Notkun með túbu, hámark öndunarþrýstings 45 mbör (frá raðnúmeri 8000 og eftir Viðgerð/Viðhald/ Fastbúnaðaruppfærsla: Hámark öndunarþrýstings 45 mbar! ). Við þessa prófun máttu ekki veita neinn stuðning við útöndunarslagið. Mikilvægt er að þrýstingur byggist upp hægt og bítandi. Við þrýsting á milli 40 til 50 mbör verður MEDUMAT Easy að gefa frá sér Stenosis viðvörun (viðvörun um þrengsl). Venjulega gerist þetta eftir annað innöndunarslag. 7. Slökktu aftur á MEDUMAT Easy. 50 IS Eftirlit með virkni

51 8.6 Prófun á Demandflow 8.7 Prófun viðvörunarkerfa 1. Gangið úr skugga um að slökkt sé á MEDUMAT Easy og súrefniskútur sé opinn. 2. Vinsamlega festið prófunarpokann við ventil sjúklings, með millistykkinu úr prófunarbúnaðinum WM Veljið stillinguna Demandflow. 4. Kveikið á MEDUMAT Easy. Græna gaumljósið Demandflow á að loga. Sé kveikt á raddboðum á tækið að láta frá sér skilaboðin Öndunaraðstoð valin. 5. Hermið með annarri hönd eftir innöndunarslagi, með því að þrýsta prófunarpokanum þétt saman og sleppa svo snögglega. 6. MEDUMAT Easy kveikir á flæði og slekkur snögglega á því aftur. Prófið má endurtaka nokkrum sinnum. 7. Slökkvið aftur á MEDUMAT Easy. Mikilvægt! Þegar aðvörun berst um þrengsli (Stenosis) eða rofna tengingu (Disconnection), mun viðvörunarmerkið (eða skilaboðin) aðeins berast ef orsökin er til staðar tvo innöndunarfasa í röð. Þetta kemur í veg fyrir að viðvörun berist vegna smátruflana. Aðvörun um þrengsli (Stenosis) 1. Súrefniskúturinn þarf að vera opinn. 2. Fjarlægið öndunargrímuna eða rörið frá ventli sjúklings. 3. Kveikið á MEDUMAT Easy. 4. Stillið grímu/rör rofann á. Eftirlit með virkni IS 51

52 Mikilvægt! Í þessu prófi rís þrýstingur svo hátt að nál þrýstingsmælis getur sveiflast yfir á rautt. Tæknilegar ástæður eru fyrir þessu, og gefur það ekki bilun til kynna. 5. Haltu öndunartenginu á ventli sjúklings lokuðu með flötum lófa, tvo innöndunarfasa í röð. Þá ætti aðvörun um stenosis (þrengsli) að berast. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast Athugið öndunarveg og flæðistillingu! (frá raðnúmeri 8000 og eftir Viðgerð/Viðhald/ Fastbúnaðaruppfærsla: Athugið öndunarveg og stillingar ). Rof í öndunarkerfi (Disconnection) 1. Farið fyrst að eins og við Stenosis aðvörun. 2. Færið höndina frá. Aðvörun um Stenosis (þrengsl) á að hverfa á ný (slökkna á gaumljósi og aðvörunartóni). Eftir tvo innöndunarfasa á aðvörunin Disconnection að berast. Sé kveikt á raddboðum á tækið að láta frá sér skilaboðin Athugið búnað og stillingar. O 2 þrýstingur fellur (<2,7 bar O 2 ) 1. Opnið hægt fyrir ventil súrefniskútsins. 2. Kveikið á MEDUMAT Easy. 3. Lokið súrefniskútnum. Hafi súrefnisþrýstingur kerfisins fallið undir 2,7 bör, á að berast aðvörunin <2,7 bar O 2. Sé kveikt á raddboðum á að heyrast Athugið þrýstislöngu og súrefni!. Rafhleðsla ( + ) Aðvörun um að rafhlaða sé að þrotum komin er sjálfkrafa prófuð í sjálfsprófinu sem MEDUMAT Easy hleypir af stað þegar kveikt er á tækinu. Rafhleðslan er í lagi ef engin viðvörun berst þegar opnað er fyrir ventil súrefniskútsins, kveikt á MEDUMAT Easy og tækið byrjar að starfa. 52 IS Eftirlit með virkni

53 9. Vandamál og lausnir Vandi Orsök Lausn Ekki vill kvikna á MEDUMAT Easy. Stenosis aðvörun (þrengsl, of mikið viðnám í öndunarvegi). Aðvörun um Disconnection (rofna tengingu) (Rofin tenging í öndunarkerfi). Aðvörun< 2,7 bar (súrefnisþrýstingur er of lágur). Aðvörun + MEDUMAT Easy er bilað. Rafhlaða tóm. Hindranir í öndunarvegi Beygla eða stífla í slöngu/ grímu/röri sjúklings. Rör er illa staðsett. MEDUMAT Easy er bilað. Öndunarslanga lekur / datt úr sambandi. Gríma / rör situr illa. Slanga þrýstingsmælis lekur / datt úr sambandi. MEDUMAT Easy er bilað. Sendið tækið í viðgerð. Skiptið um rafhlöðu í rafhlöðuhólfi (10.1, bls. 56). Fari tækið enn ekki í gang skal skipta um innbyggðu aukarafhlöðuna, af framleiðanda eða vottuðum sérfræðingi. Fjarlægið hindranir. Fjarlægið beyglu eða stíflu; skiptið um íhluti ef nauðsyn krefur. Lagfærið stöðu rörsins. Sendið tækið í viðgerð. Athugið tengingar. Sendið tækið í viðgerð. Súrefniskútur er tómur. Skiptið um O 2 -kút (5.1, bls. 17). Lokað er fyrir ventil súrefniskúts. Þrýstingsmælir er bilaður. Súrefnisslanga er beygluð eða klemmd. Rafhlaða er að tæmast eða öryggi hefur bilað. Opnið fyrir ventil súrefniskúts. Skiptið um þrýstingsmæli. Grípið til viðeigandi ráðstafana. Skiptið um rafhlöðu í rafhlöðuhólfi (10.1, bls. 56). Fari tækið enn ekki í gang skal skipta um innbyggðu aukarafhlöðuna, af framleiðanda eða vottuðum sérfræðingi. Vandamál og lausnir IS 53

MEDUMAT Easy CPR ERC 2010. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Easy CPR ERC 2010. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje Íslenska 3 Suomi 78 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit........................ 4 1.1

Lisätiedot

MEDUCORE Easy. ILCOR 2010 Sjálfvirkur útlægur hjartastillir með rafhlöðu / Puoliautomaattinen ulkoinen defibrillaattori, paristokäyttöinen

MEDUCORE Easy. ILCOR 2010 Sjálfvirkur útlægur hjartastillir með rafhlöðu / Puoliautomaattinen ulkoinen defibrillaattori, paristokäyttöinen MEDUCORE Easy ILCOR 2010 Sjálfvirkur útlægur hjartastillir með rafhlöðu / Puoliautomaattinen ulkoinen defibrillaattori, paristokäyttöinen Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

Lisätiedot

MEDUMAT Easy CPR. Hengityskone. Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Easy CPR. Hengityskone. Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Easy CPR Öndunarvél Hengityskone L sing á búna i og notkunarlei beiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje Íslenska 3 Suomi 72 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit........................ 4 2. Or askrá

Lisätiedot

MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje Íslenska 3 Suomi 76 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit........................ 4 1.1

Lisätiedot

STUDERANDE I NORDEN. exempel på gränshinder

STUDERANDE I NORDEN. exempel på gränshinder STUDERANDE I NORDEN exempel på gränshinder Genom målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del av detta samarbete

Lisätiedot

FÖRETAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder

FÖRETAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder FÖRETAGARE I NORDEN exempel på gränshinder Genom ett unikt och målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del

Lisätiedot

PENSIONÄRER I NORDEN. exempel på gränshinder

PENSIONÄRER I NORDEN. exempel på gränshinder PENSIONÄRER I NORDEN exempel på gränshinder Genom ett unikt och målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del

Lisätiedot

SUOMI 4 ÍSLENSKA 20 SVENSKA 36

SUOMI 4 ÍSLENSKA 20 SVENSKA 36 MÖJLIG FI IS SE SUOMI 4 ÍSLENSKA 20 SVENSKA 36 SUOMI 4 Sisältö Turvallisuusohjeet 4 Turvallisuusohjeet 5 Laitteen kuvaus 8 Päivittäinen käyttö 9 Vihjeitä ja neuvoja 12 Hoito ja puhdistus 12 Vianmääritys

Lisätiedot

SUOMI 4 ÍSLENSKA 26 SVENSKA 48

SUOMI 4 ÍSLENSKA 26 SVENSKA 48 ISANDE FI IS SE SUOMI 4 ÍSLENSKA 26 SVENSKA 48 SUOMI 4 Sisältö Turvallisuustiedot 4 Turvallisuusohjeet 5 Asennus 7 Laitteen kuvaus 8 Käyttö 9 Ensimmäinen käyttökerta 12 Päivittäinen käyttö 13 Vihjeitä

Lisätiedot

Hugvísindasvið. Lemmikkieläimet. Þýðing á finnsku á hluta af Gæludýrunum eftir Braga Ólafsson. Ritgerð til B.A.-prófs. Siru Katri Heinikki Laine

Hugvísindasvið. Lemmikkieläimet. Þýðing á finnsku á hluta af Gæludýrunum eftir Braga Ólafsson. Ritgerð til B.A.-prófs. Siru Katri Heinikki Laine Hugvísindasvið Lemmikkieläimet Þýðing á finnsku á hluta af Gæludýrunum eftir Braga Ólafsson Ritgerð til B.A.-prófs Siru Katri Heinikki Laine Maí 2010 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Íslenska

Lisätiedot

ERIKOISIA MERKKEJÄ Kirjoita harjoitukset fontilla Times New Roman, pistekoko16, ellei toisin mainita.

ERIKOISIA MERKKEJÄ Kirjoita harjoitukset fontilla Times New Roman, pistekoko16, ellei toisin mainita. ERIKOISIA MERKKEJÄ Kirjoita harjoitukset fontilla Times New Roman, pistekoko16, ellei toisin mainita. 1. Näppäimien kolmannet merkit Näppäimen kolmannen merkin saat kirjoitetuksi pitämällä pohjassa altgr

Lisätiedot

MEDUMAT Standard a. Hengityskone. Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Standard a. Hengityskone. Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Standard a Hengityskone Laitteen kuvaus ja käyttöohje Sisällys 1. Yleiskuva.................... 3 1.1 Laite........................ 3 1.2 Erikoismerkinnät laitteessa....... 5 2. Laitteen kuvaus...............

Lisätiedot

Job name: Fitter: Installation date: 3110020-2008-10-15.fm. EXHAUSTO CDT A/S Risingsvej 63 DK-5000 Odense C

Job name: Fitter: Installation date: 3110020-2008-10-15.fm. EXHAUSTO CDT A/S Risingsvej 63 DK-5000 Odense C RS Job name: Fitter: Installation date: EXHAUSTO CDT A/S Risingsvej 63 DK-5000 Odense C Tel. +45 7010 2234 Fax +45 7010 2235 sales@exhausto-cdt.dk www.exhausto-cdt.dk FI - Tuotekuvaus 1.1 Rakenne... 3

Lisätiedot

Rengør rollatoren og bakken med vand

Rengør rollatoren og bakken med vand Let s Go ... 4. DNSK Let sgo indendørsrollator Til lykke med din nye indendørsrollator, som vil gøre dagligdagen lettere og mere bekvem. Det anbefales, at du læser brugsanvisningen, inden rollatoren tages

Lisätiedot

NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND &

NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND & www.adhd.is NÁIN SAMBÖND & ADHD NÁIN SAMBÖND & ADHD Þessi bæklingur er ætlaður fullorðnum einstaklingum með ADHD og mökum þeirra. ADHD gefur sambandinu og foreldrahlutverkinu

Lisätiedot

VENTI- O2 O2-kytkentäventtiili / Βαλβίδα μεταγωγής O2 / O2 VENTI- WM 24200 Laitteen kuvaus ja käyttöohje Περιγραφή συσκευής και οδηγίες χρήσης

VENTI- O2 O2-kytkentäventtiili / Βαλβίδα μεταγωγής O2 / O2 VENTI- WM 24200 Laitteen kuvaus ja käyttöohje Περιγραφή συσκευής και οδηγίες χρήσης VENTI-O 2 O 2 -kytkentäventtiili / Βαλβίδα μεταγωγής O 2 / O 2 VENTI-O 2 WM 24200 Laitteen kuvaus ja käyttöohje Περιγραφή συσκευής και οδηγίες χρήσης Suomi 3 Ελληνικά 26 48 Sisällys Suomi 1. Yleiskuva..............................

Lisätiedot

FJÖLMENNING Í FINNSKUM GRUNNSKÓLUM

FJÖLMENNING Í FINNSKUM GRUNNSKÓLUM FJÖLMENNING Í FINNSKUM GRUNNSKÓLUM Námsferð skólastjóra í Reykjavík til Helsinki, Finnlandi Fræðslumiðstöð Reykjavíkur 2004 Fjölmenning í finnskum grunnskólum Námsferð skólastjóra í Reykjavík til Helsinki

Lisätiedot

LAGAN FI SE IS HGC3K

LAGAN FI SE IS HGC3K LAGAN FI SE IS HGC3K SUOMI Tämän oppaan viimeisellä sivulla on täydellinen luettelo IKEA:n nimeämistä huoltopalveluista sekä heidän puhelinnumeronsa. SVENSKA Var god se den sista sidan i denna handbok

Lisätiedot

Hiukkaskoko maks. 50 µm Paineilman maksimaalinen öljypitoisuus 1 mg/m³

Hiukkaskoko maks. 50 µm Paineilman maksimaalinen öljypitoisuus 1 mg/m³ 1 Malli Istukkaventtiili Ohjaus Analoginen Sertifikaatti CE-vaatimuksenmukaisuusvakuutus Ympäristölämpötila min./maks. +0 C / +70 C Keskilämpötila min./maks. +0 C / +70 C Keski Paineilma Hiukkaskoko maks.

Lisätiedot

Vedlegg til «Plan för Samarbete» datert 29 april 2019

Vedlegg til «Plan för Samarbete» datert 29 april 2019 Vedlegg til «Plan för Samarbete» datert 29 april 2019 1. Innhold 1. Avtalen på de andre nordiske språkene... 2 1.1 Avtalet på finska (inofficiell översättning)... 2 1.2 Avtalen på norsk (uoffisiell oversettelse)...

Lisätiedot

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikarnir eru teknir upp í mynd og sendir beint út á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands: www.sinfonia.is. Tónleikagestir eru beðnir

Lisätiedot

Norges presidentskapsprogram for Nordisk råd 2018

Norges presidentskapsprogram for Nordisk råd 2018 Norges presidentskapsprogram for Nordisk råd 2018 ET BÆREKRAFTIG OG TRYGT NORDEN Innhold Norsk 5 Et bærekraftig og trygt Norden 6 Helseteknologi og pasientsikkerhet 8 Utdanning, inkludering og mobilitet

Lisätiedot

MEDUMAT Transport Hengityskone. Pikakäyttöohje

MEDUMAT Transport Hengityskone. Pikakäyttöohje MEDUMAT Transport Hengityskone Pikakäyttöohje Tähän pikakäyttöohjeeseen on koottu tärkeimmät MEDUMAT Transport - laitteen käyttöä koskevat ohjeet. Turvallisuusohjeet Lue tämän pikakäyttöohjeen lisäksi

Lisätiedot

Anvisning till VDM6A för rundpumpning med seriekoppling

Anvisning till VDM6A för rundpumpning med seriekoppling Anvisning till VDM6A för rundpumpning med seriekoppling Nedan visas inkoppling av VDM6A i ett rundpumpningssystem där fl öde krävs till ytterligare komponenter efter lastarventilen. Ventilen anpassas för

Lisätiedot

MINTA DESIGN + ENGINEERING GROHE GERMANY

MINTA DESIGN + ENGINEERING GROHE GERMANY MINTA DESIGN + ENGINEERING GROHE GERMANY 95.581.231/ÄM 232945/06.15 www.grohe.com 30 274 32 168 D...1 NL...6...3 PL...11...6 P...16...8 BG...21...11 CN...26...13 GB...2...1 S...7...4 UAE...12...6 TR...17...9

Lisätiedot

Vinnuvernd er allra hagur. Hún er góð fyrir þig. Hún er góð fyrir fyrirtækið. Vinnuvernd er allra hagur. stjórnun streitu.

Vinnuvernd er allra hagur. Hún er góð fyrir þig. Hún er góð fyrir fyrirtækið. Vinnuvernd er allra hagur. stjórnun streitu. Vinnuvernd er allra hagur. Hún er góð fyrir þig. Hún er góð fyrir fyrirtækið. Vinnuvernd er allra hagur stjórnun streitu www.healthy-workplaces.eu Verðlaun fyrir góða starfshætti í herferðinni Vinnuvernd

Lisätiedot

LAGAN FI SE IS HGC3K

LAGAN FI SE IS HGC3K LAGAN FI SE IS HGC3K SUOMI Tämän oppaan viimeisellä sivulla on täydellinen luettelo IKEA:n nimeämistä huoltopalveluista sekä heidän puhelinnumeronsa. SVENSKA Var god se den sista sidan i denna handbok

Lisätiedot

Macbeth og Kullervo. 22. janúar 2015

Macbeth og Kullervo. 22. janúar 2015 Macbeth og Kullervo 22. janúar 2015 Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á

Lisätiedot

SCOTT PRO 2 SUODATTIMET TEKNISET TIEDOT

SCOTT PRO 2 SUODATTIMET TEKNISET TIEDOT SCOTT PRO 2 SUODATTIMET TEKNISET TIEDOT Testitulokset HUOM: Kaksoissuodattimisten puolinaamarien suodattimet testataan yksitellen, ja testissä käytetään puolitettua virtausta, esim. vaatimuksissa esitetty

Lisätiedot

Pohjoismaisiin kieliin kuuluvaa islantia tunnetaan Suomessa vähän. Siksi sitä myös usein pidetään tarunomaisena, ehkä vanhahtavana ja hankalanakin.

Pohjoismaisiin kieliin kuuluvaa islantia tunnetaan Suomessa vähän. Siksi sitä myös usein pidetään tarunomaisena, ehkä vanhahtavana ja hankalanakin. Pohjoismaisiin kieliin kuuluvaa islantia tunnetaan Suomessa vähän. Siksi sitä myös usein pidetään tarunomaisena, ehkä vanhahtavana ja hankalanakin. Islantia kaikille osoittaa, että islanti on nykyaikaa

Lisätiedot

VARHAISKASVATUSSUUNNITELMA PLANEN FÖR SMÅBARNSFOSTRAN

VARHAISKASVATUSSUUNNITELMA PLANEN FÖR SMÅBARNSFOSTRAN VARHAISKASVATUSSUUNNITELMA PLANEN FÖR SMÅBARNSFOSTRAN Hyvä kotiväki Koti ja perhe ovat lapsen tärkein kasvuympäristö ja yhteisö. Kodin ohella päivähoidon on oltava turvallinen paikka, jossa lapsesta sekä

Lisätiedot

HTKK, TTKK, OY/Arkkitehtiosastot Valintakuulustelujen matematiikan koe 17.5.2002. arvoilla leikkauspisteen molemmat koordinaatit ovat positiiviset?

HTKK, TTKK, OY/Arkkitehtiosastot Valintakuulustelujen matematiikan koe 17.5.2002. arvoilla leikkauspisteen molemmat koordinaatit ovat positiiviset? HTKK, TTKK, OY/Arkkitehtiosastot Valintakuulustelujen matematiikan koe 17..00 Sarja A A1. Määritä suorien ax + y ja x y 3 leikkauspiste. Millä vakion a arvoilla leikkauspisteen molemmat koordinaatit ovat

Lisätiedot

Lasten tarinoita Arjen sankareista

Lasten tarinoita Arjen sankareista Arjen sankarit Lasten tarinoita Arjen sankareista 112-päivää vietetään vuosittain teemalla Ennakointi vie vaaroilta voimat. Joka vuosi myös valitaan Arjen sankari, joka toiminnallaan edistää turvallisuutta

Lisätiedot

acette Luxaflex Facette Monteringsvejledning

acette Luxaflex Facette Monteringsvejledning acette Monteringsvejledning Indhold Forberedelse Montering Betjening Afmontering ADVARSEL Små børn kan blive kvalt i løkken af kæder, bånd og snore, der bruges til betjening af gardinprodukter. De kan

Lisätiedot

Laura Arola Suomen laitos, Oulun yliopisto laura.arola@oulu.fi NUORTEN MONIKIELISYYS POHJOIS-RUOTSISSA - SAAMEN KIELTEN NÄKÖKULMIA

Laura Arola Suomen laitos, Oulun yliopisto laura.arola@oulu.fi NUORTEN MONIKIELISYYS POHJOIS-RUOTSISSA - SAAMEN KIELTEN NÄKÖKULMIA Laura Arola Suomen laitos, Oulun yliopisto laura.arola@oulu.fi NUORTEN MONIKIELISYYS POHJOIS-RUOTSISSA - SAAMEN KIELTEN NÄKÖKULMIA TUTKIMUSALUE North (Torne) Saami - 4000 (25 000) Lule Saami - 500 (1500)

Lisätiedot

ä fe{e! *ääreä:xää;ä;

ä fe{e! *ääreä:xää;ä; 0 G ts $:ä::; ;ä üü b:üp :; ä{;ä:ü:ä*t:ä;ää ;;: *;ss x ;ä;ä; # nä ;ääs ää ä:ä;:;ä :; :ä:,s r :[e; ärr :ä:ärär :t'äs :ääs* äär.eeä: R-:t,'ß 'äe äb S: säääärs;ää;;;äääää ss? ääsä : e#es# P s.s#'.9# üeph

Lisätiedot

Viarelli Agrezza 90cc

Viarelli Agrezza 90cc SE / FI Viarelli Agrezza 90cc Monteringsanvisning V.18 02 SE Monteringsanvisning STEG 1 - PACKA UPP Lyft bort skyddskartongen och lossa bultarna som håller ihop burens ovandel med underdelen. Avsluta med

Lisätiedot

OMQ 30-90D digitaalisen ulkoyksikön säätimen EC2-551 käyttöohje

OMQ 30-90D digitaalisen ulkoyksikön säätimen EC2-551 käyttöohje OMQ 30-90D digitaalisen ulkoyksikön säätimen EC2-551 käyttöohje SÄÄTIMEN OHJELMOINTI Salasana ja parametreihin pääsy Paina PRG näppäintä yli 5 sekuntia. Näytöllä vilkkuu 0. Parametrit on suojattu tunnusluvulla

Lisätiedot

.I. Runebergistä riimuihin: Tekstinymmärrysharjoitukset. Palaute harjoituksesta 9

.I. Runebergistä riimuihin: Tekstinymmärrysharjoitukset. Palaute harjoituksesta 9 .I. Runebergistä riimuihin: Tekstinymmärrysharjoitukset Palaute harjoituksesta 9 Kaikki eivät tulkintojaan palauttaneet, mutta ne, jotka niin tekivät, olivat kyllä ymmärtäneet tekstiä ainakin jossain määrin.

Lisätiedot

ÁRSSKÝRSLA SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA

ÁRSSKÝRSLA SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 1 SAMTÖK ATVINNULIFSINS ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 AÐALFUNDUR SA 16. APRÍL 2018 2 ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 EFNISYFIRLIT ÁVARP FORMANNS... 4 VINNUMARKAÐUR...

Lisätiedot

F {f(t)} ˆf(ω) = 1. F { f (n)} = (iω) n F {f}. (11) BM20A5700 - INTEGRAALIMUUNNOKSET Harjoitus 10, viikko 46/2015. Fourier-integraali:

F {f(t)} ˆf(ω) = 1. F { f (n)} = (iω) n F {f}. (11) BM20A5700 - INTEGRAALIMUUNNOKSET Harjoitus 10, viikko 46/2015. Fourier-integraali: BMA57 - INTEGRAALIMUUNNOKSET Harjoitus, viikko 46/5 Fourier-integraali: f(x) A() π B() π [A() cos x + B() sin x]d, () Fourier-muunnos ja käänteismuunnos: f(t) cos tdt, () f(t) sin tdt. (3) F {f(t)} ˆf()

Lisätiedot

Jakotukit / tarvikkeet

Jakotukit / tarvikkeet Jakotukit / tarvikkeet Tuote LVI-numero Pikakoodi 2022115 BF71 VM 2X3/4 EURO VM 3X3/4 EURO VM 4X3/4 EURO VM 5X3/4 EURO VM 6X3/4 EURO VM 7X3/4 EURO VM 8X3/4 EURO VM 9X3/4 EURO VM 10X3/4 EURO VM 11X3/4 EURO

Lisätiedot

Nimi: Ratkaise tehtävät sivun alalaitaan. (paperi nro 1) 1. Valitse oikea toisen asteen yhtälön ratkaisukaava: (a) b ± b 4ac 2a. (b) b ± b 2 4ac 2a

Nimi: Ratkaise tehtävät sivun alalaitaan. (paperi nro 1) 1. Valitse oikea toisen asteen yhtälön ratkaisukaava: (a) b ± b 4ac 2a. (b) b ± b 2 4ac 2a paperi nro 0 a b ± b 2 4ac b b ± b 2 + 4ac c b ± b 4ac d b ± b 2 4ac 2. Ratkaise toisen asteen yhtälö x 2 + 7x 12 = 0. 3. Ratkaise epäyhtälö 3x 2 30x > 0 4. Ratkaise epäyhtälö 5x 2 + 5 < 0 paperi nro 1

Lisätiedot

Snabbstartguide/Kvikstartvejledning/Pikaopas

Snabbstartguide/Kvikstartvejledning/Pikaopas Snabbstartguide/Kvikstartvejledning/Pikaopas DVD RDS AV-MOTTAGARE DVD RDS AV-MODTAGER DVD RDS AV -VASTAANOTIN AVH-270BT AVH-170DVD Svenska Syftet med den här guiden är att leda dig genom enhetens mest

Lisätiedot

Sveriges ordförandeskap i Nordiska rådet Norden var dag demokrati och folklig förankring

Sveriges ordförandeskap i Nordiska rådet Norden var dag demokrati och folklig förankring Sveriges ordförandeskap i Nordiska rådet 2019 Norden var dag demokrati och folklig förankring Ja, må den leva! Demokratin uti hundrade år Mellan 2018 2022 firar riksdagen demokratins genombrott i Sverige.

Lisätiedot

VOLLEYBALL Match players ranking. FIN Finland

VOLLEYBALL Match players ranking. FIN Finland Match duration: Start: 18:40 End: 20:44 : 2:04 Teams Sets 1 2 3 4 5 FIN 1 Spike FIN Finland Spikes Faults Shots 1 5 Siltala Antti 19 9 12 40 47.50 2 13 Oivanen Mikko 16 9 10 35 45.71 3 16 Sivula Urpo 15

Lisätiedot

TA-MATIC. Sekoitusventtiilit Omavoimainen termostaattinen lämpimän käyttöveden sekoitusventtiili

TA-MATIC. Sekoitusventtiilit Omavoimainen termostaattinen lämpimän käyttöveden sekoitusventtiili TA-MATIC Sekoitusventtiilit Omavoimainen termostaattinen lämpimän käyttöveden sekoitusventtiili IMI HEIMEIER / Käyttövesiventtiilit / TA-MATIC TA-MATIC Kerrostalojen ja vastaavien käyttövesijärjestelmien

Lisätiedot

LYTH-CONS CONSISTENCY TRANSMITTER

LYTH-CONS CONSISTENCY TRANSMITTER LYTH-CONS CONSISTENCY TRANSMITTER LYTH-INSTRUMENT OY has generate new consistency transmitter with blade-system to meet high technical requirements in Pulp&Paper industries. Insurmountable advantages are

Lisätiedot

Mudanerottimet AT 4028B, 4029B

Mudanerottimet AT 4028B, 4029B Nimelliskoot PN Lämpötila-alue Materiaali DN 5-00 0/6/5-0 C - 350 C Valurauta Pallografiittivalurauta Käyttökohteet Lämmitysveden, kuumaveden, jäähdytysveden, petrolituotteiden, neutraalien nesteiden ja

Lisätiedot

FOKUS. grammatik. Konjunktiot ja sanajärjestys

FOKUS. grammatik. Konjunktiot ja sanajärjestys FOKUS grammatik Konjunktiot yhdistävät sanoja, lauseenosia ja lauseita. Konjunktiot jaetaan rinnastus- ja alistuskonjunktioihin. Jag och min kompis ska resa till Köpenhamn. Minä ja kaverini matkustamme

Lisätiedot

Porejärjestelmä. POREJÄRJESTELMÄN KÄYTTÖ TALVELLA (ei koskee Polaria)

Porejärjestelmä. POREJÄRJESTELMÄN KÄYTTÖ TALVELLA (ei koskee Polaria) Porejärjestelmä Tehokas porejärjestelmä jossa on myös hyvää tekevä hieromatoiminto. Sopii myös muihin markkinoilla oleviin kylpytynnyreihin, mutta tällöin meille tulee ilmoittaa tynnyrin halkaisija, istuimien

Lisätiedot

for Nordisk Union for Hotel, Restauration, Catering og Turisme

for Nordisk Union for Hotel, Restauration, Catering og Turisme LOVE for Nordisk Union for Hotel, Restauration, Catering og Turisme 2012 NU-HRCT Side 1 Side 2 Sidst redigeret på Nordisk Forum i september 2012 Stadgar för Nordiska Unionen för anställda inom Hotell,

Lisätiedot

Työssä määritetään luokkahuoneen huoneilman vesihöyryn osapaine, osatiheys, huoneessa olevan vesihöyryn massa, absoluuttinen kosteus ja kastepiste.

Työssä määritetään luokkahuoneen huoneilman vesihöyryn osapaine, osatiheys, huoneessa olevan vesihöyryn massa, absoluuttinen kosteus ja kastepiste. TYÖ 36b. ILMANKOSTEUS Tehtävä Työssä määritetään luokkahuoneen huoneilman vesihöyryn osapaine, osatiheys, huoneessa olevan vesihöyryn massa, absoluuttinen kosteus ja kastepiste. Välineet Taustatietoja

Lisätiedot

Käyttöoppaasi. APPLE MACBOOK AIR 13 INCH http://fi.yourpdfguides.com/dref/3980112

Käyttöoppaasi. APPLE MACBOOK AIR 13 INCH http://fi.yourpdfguides.com/dref/3980112 Voit lukea suosituksia käyttäjän oppaista, teknisistä ohjeista tai asennusohjeista tuotteelle. Löydät kysymyksiisi vastaukset käyttöoppaasta ( tiedot, ohjearvot, turvallisuusohjeet, koko, lisävarusteet

Lisätiedot

Raskaan kaluston parhaat palat

Raskaan kaluston parhaat palat Letkukeloja (ilman letkuja) Letkun maksimipituudet referenssejä, riippuu letkun paksuudesta. 2-tie letkukelat 3/8 letkuille Letkun Kätisyys Paino kg A Ø mm B mm C mm maksimipituus 1,8-2 m vasen 9,7 270

Lisätiedot

J. Suominen: Johdatus digitaaliseen kulttuuriin, l4

J. Suominen: Johdatus digitaaliseen kulttuuriin, l4 ! "#! $ %&&' ()" " "!" *+"", " )-! $. # "! / ". " " 0 - ". ".. " - " # 1# " $ 324 $ 5 6 $ $! 6 " 7 "" -8# 9$. : ;

Lisätiedot

LOIMAAN KAUPUNGIN ELINKEINOPOLIITTINEN OHJELMA (luonnos 17.12.2008)

LOIMAAN KAUPUNGIN ELINKEINOPOLIITTINEN OHJELMA (luonnos 17.12.2008) LOIMAAN KAUPUNGIN ELINKEINOPOLIITTINEN OHJELMA ( 17.12.2008) 1. Jd Ep p. T p pg, L d pp d d. O p L g p. Kpg p : L p g 1 2 p Kp K E g L 3 g d 2 0 0 9 2 0 1 2 g 4 p T. w 5 w w.. f / I f T V 6 p M K 7 Y p

Lisätiedot

RS04396001tFI. Saantitodistuskirje Brev med mottagningsbevis. Kuitti lähettäjälle Avsändarens kvitto

RS04396001tFI. Saantitodistuskirje Brev med mottagningsbevis. Kuitti lähettäjälle Avsändarens kvitto Vain kotimaisessa liikenteessä Endast i inrikes posttrafik Poista tarran suojapaperi ja kiinnitä kostuttamatta tasaiselle pinnalle. Lösgör dekalens skyddspapper och fäst på en jämn yta utan att fukta.

Lisätiedot

TÄYTTÖAUTOMAATIT TÄYTTÖAUTOMAATIT COMPUTER INFLATORS

TÄYTTÖAUTOMAATIT TÄYTTÖAUTOMAATIT COMPUTER INFLATORS 31 S AHCON computer inflators are designed with a view to high quality, precision and long service life. The inflation computers are designed in Denmark and manufactured and tested in our own workshop.

Lisätiedot

ART pairs SIZE 6 (EN 420:2003+A1:2009)

ART pairs SIZE 6 (EN 420:2003+A1:2009) EN 3:201, och EN 114-2:1. Det är t motstånd i enlighet med EN 114-2:1 enligt EN 1350:2014 suojaamaan käsiä työskentelyolosuhteissa standardien EN 3:201, perusteella standardin EN 1350:2014 vaatimusten

Lisätiedot

Miten muissa Pohjoismaissa tuetaan poliittista toimintaa kunnissa?

Miten muissa Pohjoismaissa tuetaan poliittista toimintaa kunnissa? Miten muissa Pohjoismaissa tuetaan poliittista toimintaa kunnissa? Marianne Pekola-Sjöblom, tutkimuspäällikkö Kuntalakiseminaari 21.5.2013 Wikipedian määritelmä haulla Puoluetuki : Puoluetuki on puolueiden

Lisätiedot

BORRMASKINSTATIV BOREMASKINSTATIV PORAKONEEN JALUSTA BOREMASKINESTATIV

BORRMASKINSTATIV BOREMASKINSTATIV PORAKONEEN JALUSTA BOREMASKINESTATIV BORRMASKINSTATIV Passar borrmaskiner med 43 mm halsdiameter BOREMASKINSTATIV Passer boremaskiner med 43 mm halsdiameter PORAKONEEN JALUSTA Sopii porakoneille, joiden kaulan halkaisija on 43 mm BOREMASKINESTATIV

Lisätiedot

Start Here Start her Aloita tästä Start her Börja här

Start Here Start her Aloita tästä Start her Börja här Start Here Start her Aloita tästä Start her Börja här 1 Install the software (required for full functionality). Installer softwaren (er nødvendig, for at alle funktionerne kan bruges). Asenna ohjelmisto

Lisätiedot

Anvisning till hydrauluttag MF & ANV008 SV

Anvisning till hydrauluttag MF & ANV008 SV Anvisning till hydrauluttag MF & ANV008 SV Traktorn sedd från vänster sida Tryckuttag, artikelnummer Monteringsvinkeln som håller snabbkopplingen ingår ej. Vinkeln tillverkas lämpligen av 3-4 mm plåt.

Lisätiedot

Soveltuu useimmille nesteille matalasta korkeaan viskositeettiin kuten öljyt, voiteluaineet, diesel, pakkasnesteet, lasinpesunesteet jne.

Soveltuu useimmille nesteille matalasta korkeaan viskositeettiin kuten öljyt, voiteluaineet, diesel, pakkasnesteet, lasinpesunesteet jne. Digitaaliset mittarit Soveltuu useimmille nesteille matalasta korkeaan viskositeettiin kuten öljyt, voiteluaineet, diesel, pakkasnesteet, lasinpesunesteet jne. Malli Malli Malli 37780 37781 37785 Soveltuvat

Lisätiedot

/",rfu?+/ Á),^rs 05.ii3.2015. /t=9

/,rfu?+/ Á),^rs 05.ii3.2015. /t=9 /t=9 /",rfu?+/ Á),^rs 05.ii3.2015 Ylöjärven kunnalle 4.l.20ts Tampereen kaupunkiseudun joukkoliikennettä ollaan yhdistämässä koko Tampereen kaupunkiseutua kattavaksi yksiköksi EU:n palvelusopimusasetuksen

Lisätiedot

sdasd Ensihoito - terveys - turvallisuus

sdasd Ensihoito - terveys - turvallisuus A325002000 elvytyspalje SPUR = A330005000 (pediatrinen, maskit 1 ja 2) A00025100123 Ambu Open Cuff Silicone Mask, lasten koot Ambu Open Cuff silicone Mask. A19910X001 Ambu PEEP -venttiili, PEEP-venttiili,

Lisätiedot

Osien kuvaus G H. Sisäänrakennettu turvalukitus. Ennen ensimmäistä käyttökertaa

Osien kuvaus G H. Sisäänrakennettu turvalukitus. Ennen ensimmäistä käyttökertaa Turvallisuusohjeet Lue nämä käyttöohjeet huolellisesti ennen laitteen käyttöä. Säilytä nämä ohjeet, takuutodistus, ostokuitti ja, mikäli mahdollista, pakkauslaatikko sisäosineen. Tämä laite on tarkoitettu

Lisätiedot

Autot Taulukoita sovelletuista verotusarvoista Maaliskuu 2016

Autot Taulukoita sovelletuista verotusarvoista Maaliskuu 2016 Autot Taulukoita sovelletuista verotusarvoista Maaliskuu 2016 Ajoneuvon yleiseen vähittäismyyntiarvoon vaikuttavat ajokilometrien ja kunnon lisäksi varusteet, mutta tietoja niistä ei voida teknisten esteiden

Lisätiedot

Sisällysluettelo. 10. Muut työkappaleen kiinnittimet 591-617. Jakolaitteet...593-594. Pyöröpöydät...595-596. Ristisyöttöpöydät...

Sisällysluettelo. 10. Muut työkappaleen kiinnittimet 591-617. Jakolaitteet...593-594. Pyöröpöydät...595-596. Ristisyöttöpöydät... Sisällysluettelo 10. Muut työkappaleen kiinnittimet 591-617 Jakolaitteet...593-594 Pyöröpöydät...595-596 Kaikki hinnat lv 0% Ristisyöttöpöydät...597-599 Kulmapöytä... 600 Kiinnitystasot... 601 Hienomekaaniset

Lisätiedot

HD 6/15 G Classic. Joustavaan, liikkuvaan käyttöön. Helppo liikuteltavuus. Säilytyspaikat pesuvarusteille. Kestävä ja helppo huoltaa

HD 6/15 G Classic. Joustavaan, liikkuvaan käyttöön. Helppo liikuteltavuus. Säilytyspaikat pesuvarusteille. Kestävä ja helppo huoltaa HD 6/15 G Classic Helposti liikuteltava, polttomoottorikäyttöinen painepesuri perustason ammattikäyttöön kohteissa, joissa verkkovirtaa ei ole saatavilla. 1 2 3 4 1 2 Joustavaan, liikkuvaan käyttöön Toimii

Lisätiedot

Koulu. Millainen koulurakennus teillä on? Pidätkö siitä? Miksi? / Miksi et?

Koulu. Millainen koulurakennus teillä on? Pidätkö siitä? Miksi? / Miksi et? Koulu Oppgåve 1 Svar på spørsmåla under. Skriv 2 3 setningar på finsk. Millainen koulurakennus teillä on? Pidätkö siitä? Miksi? / Miksi et? Oppgåve 2 Les teksten i vedlegg 1, og vurder om utsegnene under

Lisätiedot

Koulutoimen henkilöstörakenne

Koulutoimen henkilöstörakenne Koulutoimen henkilöstörakenne 11.11.2016 Virka/toimi Toimen/viran nimike Toimisto V 1 koulutusjohtaja T 2 toimistosihteeri T 3 toimistosihteeri V0033 4 koulukuraattori T 5 koulupsykologi Yhtenäiskoulu,

Lisätiedot

Jakotukit / tarvikkeet

Jakotukit / tarvikkeet Jakotukit / tarvikkeet Tuote LVI-numero Pikakoodi VIRTAUSMITTARI UPONOR SMART S 2022148 BT40 JAKOTUKKIIN PALUUVENTTIILI UPONOR SMART S JAKOTUKKIIN JAKOTUKKI DANFOSS FBH-F RST 2+2 LATTIALÄMMITYS 2+2 VIRTAUKSEN

Lisätiedot

SAMSTÄMMIGHET/SAMSTEMMIGHET/ SAMSTEMMIGHED/YHTEENSOPIVUUS Passar med andra eller med sig själv. Passer sammen med andre eller seg selv.

SAMSTÄMMIGHET/SAMSTEMMIGHET/ SAMSTEMMIGHED/YHTEENSOPIVUUS Passar med andra eller med sig själv. Passer sammen med andre eller seg selv. SAMSTÄMMIGHET/SAMSTEMMIGHET/ SAMSTEMMIGHED/YHTEENSOPIVUUS Passar med andra eller med sig själv. Passer sammen med andre eller seg selv. Passer sammen med andre eller sig selv. Passaa yhdessä toisten kanssa

Lisätiedot

HALFEN ANKKUROINTIMASSA TARVIKKEINEEN BETONI HB 14 - FI

HALFEN ANKKUROINTIMASSA TARVIKKEINEEN BETONI HB 14 - FI HALFEN ANKKUROINTIMASSA TARVIKKEINEEN BETONI HB 14 - FI SISÄLTÖ SISÄLTÖ Ankkurointimassa HBV Plus styreenivapaa vinyyliesteri 4-5 Ankkurointimassa HB ER-SF epoksi 6-9 Ankkurointimassa HB - W styreenivapaa

Lisätiedot

http://eksamensarkiv.net/

http://eksamensarkiv.net/ Oppgåve 1 Du skal svare på både 1a og 1b. 1a) Les teksten i vedlegg 1, og vurder om utsegnene under er sanne eller usanne. Grunngi svaret ditt ved kort å vise til kva som står i teksten. Skriv på norsk

Lisätiedot

Matkustaminen Liikkuminen

Matkustaminen Liikkuminen - Sijainti Jeg er faret vild. Et tiedä missä olet. Kan du vise mig hvor det er på kortet? Tietyn sijainnin kysymistä kartalta Hvor kan jeg finde? Tietyn rakennuksen / n sijainnin tiedustelu Olen eksyksissä.

Lisätiedot

4rrr. PYSwvYoesrÄ. 0809-cPR-1115. Tarvasjoen Teräsovi Oy Junnaronkatu 16 24100 Salo SE RTI FI KAATTI TUOTTEE N SUORITUSTASON EN 12101-2:2003

4rrr. PYSwvYoesrÄ. 0809-cPR-1115. Tarvasjoen Teräsovi Oy Junnaronkatu 16 24100 Salo SE RTI FI KAATTI TUOTTEE N SUORITUSTASON EN 12101-2:2003 4rrr VTT XPRT SRVCS Y llmeu ls r 0809 VTT XPRT SRVCS Y P 1001.02044\TT S RT KAATT TUTT SURTUSTAS PYSwvYesrÄ 0809PR1115 urpn prlmenn j neuvsn seuksen : 305/201 1 (rkennusueseus el CPR), jk n nneu mlskuun

Lisätiedot

ö ø Ilmaääneneristävyys [db] 60 6 mm Taajuus [Hz]

ö ø Ilmaääneneristävyys [db] 60 6 mm Taajuus [Hz] Aalto-yliopisto. ELEC-E564. Meluntorjunta L. Laskuharjoituksien -5 ratkaisut... a) Johda normaalitulokulman massalaki lg(m )-4 yhtälöstä (.6.). ½p. b) Laske ilmaääneneristävyys massalain avulla 6 ja 3

Lisätiedot

ANTEN N för MOBI L TELEFON RADIOPUHELIMEN ANTENNI VOLVO 240/260-740/760 1154684-1500-PP304855-8533. Aug 85

ANTEN N för MOBI L TELEFON RADIOPUHELIMEN ANTENNI VOLVO 240/260-740/760 1154684-1500-PP304855-8533. Aug 85 AVO GRUPP NR OATUM SECTlON GAOuP NO DATE ERZEUGNIS AeT GRuPPE NR DATUM SECTlON GROUPE NO DATE P 3 39 5 Aug 85 ANTEN N för MOBI L TELEFON RADIOPUHELIMEN ANTENNI VOLVO 40/60-740/760 TAKMONTAGE 40/60 sid.

Lisätiedot

ADORA

ADORA Adora har skandinavisk, exklusiv design som sitt signum. Adora är grundat i Danmark och företagets armaturer kännetecknas av trendkänslig stramhet, renhet och modern formgivning. Zebra Reklambyrå, Trollhättan

Lisätiedot

DK: ADVARSEL! bruges i horisontal position. Må ikke tildækkes eller bruges i nærheden af letantændeligt materiale, da dette kan medføre brandfare.

DK: ADVARSEL! bruges i horisontal position. Må ikke tildækkes eller bruges i nærheden af letantændeligt materiale, da dette kan medføre brandfare. INFRAVARMER FOR UTE OG INNENDØRS BRUK INFRAVÄRMARE FÖR ANVÄNDNING UTOM- OCH INOMHUS INFRAVARMER TIL UDENDØRS OG INDENDØRS BRUG INFRAPUNALÄMMITIN ULKO- JA SISÄKÄYTTÖÖN NO: TEKNISK BESKRIVELSE & BRUKSANVISNING

Lisätiedot

Pienoisluisti, Sarja MSN kapea malli Ø 6-16 mm Kaksitoiminen Mukana magneettimäntä Vaimennus: elastinen Integroidulla kuulajohteella

Pienoisluisti, Sarja MSN kapea malli Ø 6-16 mm Kaksitoiminen Mukana magneettimäntä Vaimennus: elastinen Integroidulla kuulajohteella ännänvarrelliset sylinterit Ohjaussylinterit Pienoisluisti, Sarja SN kapea malli Ø 6-16 mm Kaksitoiminen ukana magneettimäntä Vaimennus: elastinen Integroidulla 1 Ympäristölämpötila min./maks. +0 C / +60

Lisätiedot

THGR810 Suomi 2 4 Norsk 5 7

THGR810 Suomi 2 4 Norsk 5 7 THGR810 Suomi 2 4 Norsk 5 7 LCD-näytöllä varustettu langaton anturi Malli: THGR810 Langaton anturi Malli THGN810 KÄYTTÖOHJE JOHDANTO Kiitos, että valitsit langattoman Oregon ScientificTM -lämpö-/kosteusmittarianturin

Lisätiedot

Yhdistelmäluettelo 2 Sähkönumeroidut K&N kytkimet. k&n SINISEN SARJAN KYTKIMET

Yhdistelmäluettelo 2 Sähkönumeroidut K&N kytkimet. k&n SINISEN SARJAN KYTKIMET Yhdistelmäluettelo ähkönumeroidut K&N kytkimet k&n INIEN AJAN KYKIME Kytkinvalikoima A 6 4A Luettelo KÄYÖ Pieni asennus-syvyys, suuri määrä koskettimia, kytentäasentoja jopa 6. Esim. hitsauskoneen askelkytkin

Lisätiedot

MAALAUSPISTOOLIT AMMATTILAISLLE OPTIMA. Tuotekuvasto. Matalapainemaalauspistoolit ja varusteet. www.sersale.fi. Surface Technology

MAALAUSPISTOOLIT AMMATTILAISLLE OPTIMA. Tuotekuvasto. Matalapainemaalauspistoolit ja varusteet. www.sersale.fi. Surface Technology MAALAUSPISTOOLIT AMMATTILAISLLE OPTIMA Surface Technology Tuotekuvasto Matalapainemaalauspistoolit ja varusteet www.sersale.fi Yläsäiliöpistoolit (matalapaine - alle 4 bar) OPTIMA 900 LVLP Ammattikäyttöön

Lisätiedot

Öljy / ilmajäähdyttimet

Öljy / ilmajäähdyttimet Öljy / ilmajäähdyttimet ViFlow Finland Oy Kauppakartanontie 7 A 1 00930 Helsinki puh. +358 40 178 0920 fax +358 9 4789 2800 viflow@viflow.fi www.viflow.fi Öljy/ilmajäähdyttimet, OKANsarja Laajasta vakiomallistostamme

Lisätiedot

Työsuojeluvaltuutettujen ajankäyttö ja vapautus työtehtävistä vuosina / Ajankäytön järjestäminen ,

Työsuojeluvaltuutettujen ajankäyttö ja vapautus työtehtävistä vuosina / Ajankäytön järjestäminen , Kaupunginhallitus 5 09.06.2014 Kaupunginhallitus 10 23.02.2015 Kaupunginhallitus 7 04.04.2016 Työsuojeluvaltuutettujen ajankäyttö ja vapautus työtehtävistä vuosina 2014-2017 / Ajankäytön järjestäminen

Lisätiedot

SATRON VG painelähetin sakkautuville väliaineille

SATRON VG painelähetin sakkautuville väliaineille M, revisio Satron VG painelähetin kuuluu Vlähetinperheeseen, jonka lähettimissä yhdistyvät sekä analogisten että Smartlähettimien ominaisuudet. Satron VG painelähetin on kaksijohdinlähetin (W), joka soveltuu

Lisätiedot

PAKKAUSSELOSTE. Addex-Natriumklorid 235 mg/ml infuusiokonsentraatti, liuosta varten. Natriumkloridi

PAKKAUSSELOSTE. Addex-Natriumklorid 235 mg/ml infuusiokonsentraatti, liuosta varten. Natriumkloridi PAKKAUSSELOSTE Addex-Natriumklorid 235 mg/ml infuusiokonsentraatti, liuosta varten Natriumkloridi Lue tämä seloste huolellisesti, ennen kuin aloitat lääkkeen käyttämisen. - Säilytä tämä seloste. Voit tarvita

Lisätiedot

PMB 224 PITUMAX G. PITUMAX G -lisävarusteet: kabel genomföring

PMB 224 PITUMAX G. PITUMAX G -lisävarusteet: kabel genomföring PMB 224 PITUMAX G Sludgetrap G Sand/slamavskiljare för markförläggning Glasfiberarmerad polyester Lujitemuovia Hiekan-/lietteenerotin PITUMAX G on hiekan-/lietteenerotin, joka on tarkoitettu hiekan ja

Lisätiedot

Tunika i Mayflower Easy Care Classic

Tunika i Mayflower Easy Care Classic 128-5 Tunika i Mayflower Easy Care Classic Str. 4 6 8 10 12 år. Brystvidde: 65 70 76 81 87 cm. Hel længde: 55 59 63 67 71 cm. Garnforbrug: 8 8 9 9 10 ngl fv. 283. = ret på retten og vrang på vrangen Pinde:

Lisätiedot

AIHE: Tyossa_kouluttautuminen

AIHE: Tyossa_kouluttautuminen TMT Tilastokuvaajia Pron tutkimusjärjestelmä T0_utoala IHE: Tyossa_kouluttautuminen OS : Ryhmä: TES_5K2 Koko otos ilman ryhmittäisiä vertailuja Pro tutkimus Tämän dokumentin analyysit (sivuja voit hakea

Lisätiedot

CE-märkning och Produktgodkännande. CE-merkintä ja Tuotehyväksyntä

CE-märkning och Produktgodkännande. CE-merkintä ja Tuotehyväksyntä CE-märkning och Produktgodkännande CE-merkintä ja Tuotehyväksyntä Joakim Nyström 25.5.2018 Typgodkännande = nationellt godkännande av byggprodukter i Finland tillverkaren bevisar, att produkten kan användas

Lisätiedot

VOITELUTARVIKKEET 2011

VOITELUTARVIKKEET 2011 VOITELUTARVIKKEET 2011 Lufex Oy on keskittynyt maahantuomaan, myymään, asentamaan ja huoltamaan luotettavia ja laadukkaita keskusvoitelujärjestelmiä, työkoneisiin ja teollisuuteen. Lufex Oy:ltä löydätte

Lisätiedot

34-9208-2. Trolley Case. Resväska Trillekoffert Matkalaukku. Push-button locking tele scopic handle. Four 360 multidirectional wheels

34-9208-2. Trolley Case. Resväska Trillekoffert Matkalaukku. Push-button locking tele scopic handle. Four 360 multidirectional wheels 34-9208-2 Trolley Case Resväska Trillekoffert Matkalaukku Push-button locking tele scopic handle Four 360 multidirectional wheels Trolley Case Made of polycarbonate. Push-button locking telescopic handle

Lisätiedot