MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

Koko: px
Aloita esitys sivulta:

Download "MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje"

Transkriptio

1 MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

2 Íslenska 3 Suomi 76

3 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit Tæki Sérstakar táknmyndir tækisins Lýsing á búnaði Tilætluð notkun Kröfur til notenda Öndunarvirkni Demandflow virkni Öndunarslöngukerfi með sjúklingaventli Raddboð Öryggisleiðbeiningar Öryggisreglur Uppsetning Tenging súrefniskúts Öndunarslanga og MEDUtrigger Veggfestingarbúnaður Notkun Gangsetning / prófun Öndunarstillingar Beiting öndunar Eftirlit með öndun Öndun með PEEP ventli Öndun með síu Demandflow Endurlífgunarhamur Að slökkva á Demandflow eða öndun Viðvaranir Notkunarleiðbeiningar með raddboðum Kveikja og slökkva á taktmæli Útreikningar um áfyllingu / notkunartíma eftir Aðrar öndunaraðferðir Hreinlætiskröfur MEDUMAT Easy CPR Ventill sjúklings Öndunarslanga MEDUtrigger Grímur Festingar Þrif og sótthreinsun Eftirlitmeð virkni Undirbúningur á virkniskoðun Reglubundið Lekaprófanir búnaðar Prófun á öndunarslöngukerfinu Prófun á öndunarrúmtakinu Prófun á hámarks öndunarþrýstingi Prófun á Demandflow Prófun viðvörunarkerfa Prófun á MEDUtrigger Vandamál og lausnir Þjónusta Tímamörk Sending á tæki Rafhlöður Skipt um þynnu í ventli sjúklings Geymsla Förgun Tæki og fylgibúnaður við afhendingu Staðalbúnaður Aukabúnaður Varahlutir Tæknilýsing Tæki Sjúklingaslöngukerfi Loftkerfi / aflkerfi Samhengi öndunargilda Ábyrgð Samræmisyfirlýsing Efnisyfirlit IS 3

4 1. Yfirlit 1.1 Tæki Stjórnborð MEDUMAT Easy CPR 2 Öndunarþrýstimælir 3 Aðvörunarborð 60 mbar Stenosis Disconnection < 2,7 bar O 2 MEDUMAT Easy CPR 4 Viðvörunar-Þögull-takki 5 Litmerki CPR Endurlífgunar-takki með stjórn-ljóstvisti 7 Stillihnappur öndunargilda 1 Lokastýring grímu/ slöngu með gaumljósum Freq.(min -1 ) V t (ml) Demandflow Rim 9 Gaumljós Demandflow 10 Rofi Á/Af 4 IS Yfirlit

5 Tengingar MEDUMAT Easy CPR 11 Inntak þrýstilofts AT CPR 12 Rafhlöðuhólf CPR 13 Hátalari 14 Tenging MEDUtrigger 15 Tenging fyrir þrýstimæli 17 Öryggisventill 16 Tenging öndunarslöngu Samsetning tækja MEDUMAT Easy CPR Öndunargríma CPR Slöngukerfi í eina átt eða 20 Sía 19 Öndunarslanga 21 Fyrir þrýstimæli 25 Rör 22 Slönguhlíf 23 Ventill sjúklings 24 PEEP ventill MEDUtrigger 26 MEDUtrigger-takki Yfirlit IS 5

6 1.2 Sérstakar táknmyndir tækisins Position > PSU< 134 Ventill sjúklings Merkið á ventli sjúklings er áminning um að skipta þarf um þynnu tafarlaust skyldi hún krumpast, klístrast eða beyglast. Ventilinn má þá alls ekki nota á ný fyrr en skipt hefur verið um þynnu, og má að öðrum kosti gera ráð fyrir bilunum (sjá 7.4 Prófun á öndunarslöngukerfinu á bls. 51). Merkið sýnir rétta stöðu þynnu við innsetningu. Við tengingu ventils sjúklings skal gæta að réttri átt loftflæðis við öndun (sjá örvar). 6 IS Yfirlit

7 MEDUMAT Easy CPR AT CPR CPR Inngangur 2,7-6 bör O 2 DE, EN, FR, IT, NL, ES, PT, HE 2 Tiltæk tungumál fyrir tækið DA, SV, NO, FI, IS, PT (BR) Vörumerki MEDUMAT Easy CPR SN Raðnúmer tækisins Framleiðsludagsetning 3,6 V liþíumrafhlaða Jafnstraumur 3 CE-merking (staðfestir að tækið sé í samræmi við gildani evrópskar reglugerðir) IP54 Vörn gegn því að vatn komist inn í tækið Varnarflokkur BF Fargið búnaðinum ekki með heimilissorpi ERC 2010 ERC-merking (Farið er eftir tilmælum ERC) Yfirlit IS 7

8 4 Fylgið notkunarleiðbeiningum 6 Tenging slöngukerfi 7 Hámarks þrýstingur 100 mbar 9 Gefur til kynna hvar á að tengja MEDUtrigger. STK-, þjónustu- og viðhaldsmiði 8 5 STK-miði: (gildir aðeins í Þýskalandi) Gefur til kynn hvenær tækið skal næst fara í öryggistækniskoðun skv. 6. gr. tilskipunar um meðferð sjúkrabúnaðar. Þjónustu- og viðhaldsmiði: Gefur til kynna hvenær tækið á næst að fara í skoðun. 8 IS Yfirlit

9 MEDUtrigger Vörumerki MEDUtrigger Varnarflokkur BF Fargið búnaðinum ekki með heimilissorpi 10 IP54 CE-merking (staðfestir að tækið sé í samræmi við gildani evrópskar reglugerðir) Vörn gegn því að ryk og vatn komist inn í tækið Varnarflokkur II, varnareinangrun Framleiðsludagsetning 11 Dragið tengilinn lóðrétt út og snúið ekki Yfirlit IS 9

10 2. Lýsing á búnaði 2.1 Tilætluð notkun MEDUMAT Easy CPR er sjálfvirk súrefnis-öndunarvél (skammtíma-öndunarvél) með viðbótar innöndunarbúnaði. MEDUMAT Easy CPR má nota til: endurlífgunar á slysstað; fyrir lengri not þegar um neyðartilfelli er að ræða. skammtíma O 2 -innöndunar með öndunargrímu. Nota má MEDUMAT Easy CPR við flutning sjúklings: á milli stofa og deilda á sjúkrahúsi; á milli sjúkrahúss og annarra staða; í neyðartilfellum; þegar lagt hefur verið á ráðinu um flutning sjúklings um verulegar vegalengdir. MEDUMAT Easy CPR: er hannaður til að veita manneskjum, frá u.þ.b. 10 kg þyngd; notast við meðferð á öndunarstoppi; má forstilla til að tryggja jafna öndun, svo fremi sem ekki er farið fram úr völdum hámarksþrýstingi P hám. býður upp á öndunarstýrða súrefnisinntöku, í Demand-hætti. 10 IS Lýsing á búnaði

11 Hann gerir að verkum að í endurlífgunarhami getur notandinn komið af stað stökum öndurnarpústum. 2.2 Kröfur til notenda Notandinn verður að vera fær um að meðhöndla þessa lækningavöru. Kynnið ykkur lagalegar kröfur varðandi notkun og meðhöndlunar vörunnar (í Þýskalandi á þetta sérstaklega við reglugerðir um noktun lækningavara). Grundvallarráðleggingar: Fáðið fagmann frá WEINMANN Emergency fyrirtækinu til að sýna ykkur og kenna á notkun og meðhöndlun þessarar lækningarvöru. 2.3 Öndunarvirkni Freq.(min -1 ) V t (ml) Demandflow MEDUMAT Easy CPR starfar með þrýsting á bilinu 2,7 til 6 bör, og rennsli frá minnst 70 l/mín O 2 Tækið er með innbyggðan aflgjafa. Tækið notar háþrýsti-lækningasúrefni. Útvær þrýstijafnari lækkar þrýstinginn eins og þörf krefur, til notkunar. Súrefninu er veitt inn um loftinntakið. Innbyggður rafknúið stýriferli stjórnar bæði öndunargildinu sem stilla má samfellt (tíðni og öndunarrúmtak stillast saman. Innöndunarloft flæðir um öndunarslönguna, um ventil sjúklings, og loks um rör eða grímu, í öndunarveg sjúklings. Ventill sjúklings er búinn þynnu sem stýrir útöndunarlofti burt, gegnum útöndunarrör. Lýsing á búnaði IS 11

12 60 mbar 50 Fylgst er með gangi öndunar á öndunarþrýstimælinum Demandflow virkni 10 0 Demandflow stilling Freq.(min -1 ) V t (ml) Demandflow Demandflow stillingin færir MEDUMAT Easy CPR yfir í öndunarstýrða O 2 -innöndun. Slíka innöndun verður að framkvæma með öndunargrímunni. Örlítill vottur um innöndun(kveikju-) hleypir súrefnisflæði af stað, þar til smáræðis yfirþrýstingur rýfur flæðið. Þá fer útöndun fram um ventil sjúklings, líkt og þegar tækið er stillt á öndunarvirkni. 2.5 Öndunarslöngukerfi með sjúklingaventli Tenging öndunarslöngu Útöndunarrör Innöndunarloft er leitt um öndunarslöngukerfið og ventil sjúklings til sjúklingsins. Öndunarslöngukerfi með ventill sjúklings er hannaður með því lagi að viðstöðulaus öndun sé möguleg ef tækið bilar, óháð því hvaða öndunarháttur hefur verið valinn. Tenging þrýstimælis Tenging grímu / rörs Viðstöðulaust öndunarrör 12 IS Lýsing á búnaði

13 2.6 Raddboð Tækið er búið raddkerfi, sem kveikja má á til leiðbeiningar, einkum fyrir notendur með litla reynslu. Sé raddboða ekki þörf má slökkva á þeim með samsetningu hnappa (sjá 5.11 Notkunarleiðbeiningar með raddboðum á bls. 34). Lýsing á búnaði IS 13

14 3. Öryggisleiðbeiningar 3.1 Öryggisreglur Í þágu öryggis þíns og sjúklings þíns og í samræmi við reglugerðir 93/42/EES, skaltu vinsamlega hafa eftirfarandi í huga: Almennt Vinsamlegast lesið notendaleiðbeiningarnar vandlega. Þær ber að líta á sem hluta af tækinu og þurfa ávallt að vera innan seilingar. Notið MEDUMAT Easy CPR aðeins í þeim tilgangi sem tækinu er ætlaður (sjá 2.1 Tilætluð notkun á bls. 10). Áður en öndunarslöngukerfið er tekið í notkun verður notandinn að ganga úr skugga um virkni búnaðarins með sjón- og virkniprófi(sjá 7.4 Prófun á öndunarslöngukerfinu á bls. 51). Ath.: Notið MEDUMAT Easy CPR ekki innan um eiturefni eða þar sem er sprengihætta. MEDUMAT Easy CPR er ekki ætlað til nota við mikinn loftþrýsting (í þrýstiklefa). MEDUMAT Easy CPR má ekki nota samhliða eldfimum deyfilyfjum. Önnur öndunaraðstoð skyldi ávallt vera til taks, til að bregðast við hugsanlegum bilunum. Áður en þú vinnur með MEDUMAT Easy CPR, verður þú að þekkja rétta notkun þess. 14 IS Öryggisleiðbeiningar

15 Vinsamlega kynntu þér kaflann Hreinlætiskröfur á bls. 42 til að forðast sýkingar og bakteríusmit. Notaðu MEDUMAT Easy CPR aðeins ef þú hefur menntun á heilbrigðissviði og þjálfun í öndunartæknibúnaði. Röng notkun getur valdið alvarlegum líkamlegum skaða. Vinsamlegast hafið í huga að halda ákveðni öryggisfjarlægð milli MEDUMAT Easy CPR og tækja sem senda frá sér hátíðnigeisla (t.d. farsímar), þar sem annars getur komið til bilanna (sjá Ráðleggingar um öruggar fjarlægðir á milli hátíðni-fjarskiptabúnaðar (t.d. farsímum) og MEDUMAT Easy CPR á bls. 70). Við mælum með að viðhaldsvinna, bæði eftirlit og viðgerðir, sé aðeins framkvæmd af framleiðandanum, WEINMANN Emergency, eða af færum tæknimönnum með vottun frá WEINMANN Emergency. Vart getur orðið við bilanir og takmarkaðrar notkunar, sé notast við íhluti frá þriðja aðila. Auk þess getur verið að kröfur um lífræna samhæfni séu ekki uppfylltar. Vinsamlegast hafið í huga að í slíkum tilfellum, þegar notast er við aðra aukahluti en mælt er með í notkunarleiðbeiningunum, eða varahluti frá þriðja aðila, ógildast allar ábyrgðir og kröfur vegna tækisins. Ekki má breyta búnaðinum með neinum hætti þar sem það getur verið hættulegt fyrir notanda og sjúkling. Öryggisleiðbeiningar IS 15

16 Súrefni Komist háþrýstisúrefni í snertingu við eldfim efni (fitu, olíu, alkóhól o.s.frv.) getur það leitt til fyrirvaralausrar sprengingar: Haldið tækinu og öllum skrúfufestingum þess alfarið án olíu og smurningu. Handþvottur skal alltaf fara fram áður en fengist er við súrefnisbirgðir. Reykingar og opinn eldur eru stranglega bönnuð í grennd við allan búnað sem geymir eða leiðir súrefni. Við uppsetningu búnaðar og þegar skipt er um súrefniskút, skal aðeins beita afli handa á skrúfutengingar kúts og þrýstijafnara. Við þessi verk skal aldrei nota nein verkfæri. Sé hert of mikið á geta skrúfgangur og þéttingar skemmst og orsakað leka. Verjið súrefniskútinn falli og áverkum. Detti súrefniskútur getur þrýstijafnarinn eða ventillinn hrokkið af og valdið alvarlegri sprengingu. Mikilvægt Ventil súrefniskútsins skal alltaf opna hægt og rólega, til að forðast að skaða annað búnað með skyndilegum þrýstingi. Súrefniskútinn ætti aldrei að tæma alveg, slíkt getur valdið því að rakt loft komist í kútinn og valdi tæringu. Öndun / meðhöndlun Á meðan á öndun stendur skal fylgjast látlaust með bæði sjúklingi og öndunarbúnaði. Þegar ventill sjúklings er tengdur verður að gæta þess að loftflæðiáttin (> Sjúklingur >) sé rétt. Vinsamlegast gangið úr skugga um að ekkert hindri flæði um útöndunarrör eða viðstöðulaust 16 IS Öryggisleiðbeiningar

17 rör, hvorki fyrirstöður né, til dæmis, lega sjúklings. Ábending: Einnotaslöngukerfið WM er einnota og má ekki nota aftur. Hugbúnaður Ítarlegar prófanir hafa verið gerðar á hugbúnaði tækisins til að lágmarka líkur á villum í virkni hans. Aukabúnaður Gætið að því að verja sílíkon- og gúmmíhluta búnaðarins fyrir útfjólublárri geislun og langvarandi sólskini, þar sem slíkt getur gert efnin stökk og valdið molnun. Öryggisleiðbeiningar IS 17

18 4. Uppsetning Varanleg veggfesting MEDUMAT Easy CPR er að jafnaði aðeins nauðsynleg þegar tækið er hluti af innréttingu sjúkrabíla, þyrla eða flugvéla. Komi MEDUMAT Easy CPR sem tækjabúnaður á burðarkerfi eða í skyndihjálpartösku, er það tilbúið til notkunar og þarfnast engrar frekari uppsetningar. Aðskildar notkunarleiðbeiningar fylgja burðarkerfunum og skyndihjálpartöskunum. Eftir uppsetningu ber að gera prófanir (sjá 7. Eftirlitmeð virkni á bls. 48), til að tryggja örugga og áreiðanlega virkni. 4.1 Tenging súrefniskúts Þvoðu hendur þínar alltaf vandlega áður en þú fæst nokkuð við súrefnisbirgðir. Kolvetnissambönd (t.d. olía, smurning, alkóhól, handáburður og plástrar) geta valdið sprengingum komist þau í snertingu við háþrýstisúrefni. Notist aldrei við skrúflykla eða önnur verkfæri til að herða eða losa um skrúfufestingar. Tómur kútur fjarlægður 1. Skrúfið fyrir ventil súrefniskútsins. Kveikið á MEDUMAT Easy CPR með Á/AF rofanum. Þannig tæmirðu súrefnisleifar og tekur þrýstinginn af tækinu. Bíddu þar til þrýstingsmælirinn á þrýstijafnaranum gefur upp gildið 0 bör. Þá má losa um skrúfufestinguna með handafli. 2. Slökktu aftur á MEDUMAT Easy CPR. 18 IS Uppsetning

19 Losaðu nú um skrúfufestinguna við kútinn. Tenging nýs súrefniskúts 1. Opnaðu fyrir ventil nýja kútsins og lokaðu honum síðan aftur. Þá ættu rykörður og slíkt að blásast burt. Haltu ventlinum frá líkama þínum og annarra og tryggðu að enginn skaðist af því sem hann blæs frá sér. 2. Notaðu því næst riffluðu róna til að festa þrýstijafnarann við ventilinn á súrefniskútnum. Hertu á rónni með handafli. 3. Sé þrýstislangan ekki þegar tengd við úttak þrýstijafnarans, skaltu tengja hana þar, með G 3/ 8 rónni. 4. Skrúfið hinn enda þrýstislöngunnar fastan við þrýstiloftsinntakið MEDUMAT Easy CPR. CPR 4.2 Öndunarslanga og MEDUtrigger 1. Tengið MEDUtrigger við tenginguna á MEDUtrigger. Ábending: Þegar á að draga út tengilinn á MEDUtrigger verður fyrst að ýta stuttlega með lágréttum hætti neðan frá til að leysa tengillinn úr innstungunni. Gætið þess að snúa ekki upp á MEDUtriggertengilinn, bæði þegar verið er að setja tengilinn í samband og eins þegar verið er að taka hann út. Ef snúið er upp á MEDUtrigger-tengilinn her hætta á að innstungan skemmist. Uppsetning IS 19

20 CPR 2. Dragið rör þrýstingsmælisins upp á tengingu. 3. Dragið öndunarslönguna upp á tengingu. Gætið þess að valda ekki hnjaski á slöngu þrýstingsmælisins, sem þegar hefur verið tengd. Snúa má öndunarslöngunni varlega, eftir því sem þörf krefur, á meðan hún er dregin upp. Haldið alltaf um endann á öndunar- og þrýstingsmælislöngunum. til að forðast skemmdir og slit á slöngunum. 4. Tengdu ventil sjúklings við hinn enda öndunarslöngunnar og þrýstingsmælirörið. 5. Ýtið MEDUtriggerupp á grímu-/ röratenginguna. 6. Leggið slönguhlífina í kringum öndunarslönguna og tengileiðsluna fyrir MEDUtrigger. 7. Festið slönguhlífina með franska rennilásnum og lokið þeim með rennilásnum. 8. Verði gríma notuð til öndunar skaltu tengja grímuna við ventilsjúklings (líkt og rörtenging), eða sé sjúklingur þræddur, tengdu þá ventil sjúklings við rörið. 20 IS Uppsetning

21 Síur Verði notast við síu skal koma henni fyrir milli tengingu sjúklings á ventli sjúklings og grímunnar eða rörsins. Í því tilfelli er MEDUtrigger stungið upp á þessa síu. Fylgdu alltaf þeim leiðbeiningum sem berast frá framleiðanda síunnar. Ath.: Athugið að viðnám í öndunarvegi eykst í búnaðinum þegar notuð er HME-sía eða bakteríusía, en þessi aukning getur undir ákveðnum kringumstæðum farið fram úr leyfilegu gildi samkvæmt EN PEEP-ventill Verði notast við PEEP ventil, skal setja hann upp í útöndunarröri á ventli sjúklings. Fylgdu alltaf þeim leiðbeiningum sem berast með PEEP ventlinum, frá framleiðanda hans, um stillingar. 4.3 Veggfestingarbúnaður Veggfesting (sjá 10.2 Aukabúnaður á bls. 67) er í boði, til varanlegrar uppsetningar, t.d. á lóðréttum fleti inni í farartæki. Vinsamlegast líttu á blaðið sem fylgir veggfestingarbúnaðinum, fyrir nánari upplýsingar um stærðir og uppsetningu. Uppsetning IS 21

22 Notkun 5.1 Gangsetning / prófun 1. Vinsamlegast opnað ventil súrefniskútsins hægt. Þrýstingsmælirinn mun nú sýna þrýsting kútsins. CPR 2. Þar sem það á við skaltu reikna hversu lengi súrefnisbirgðirnar munu endast (sjá 5.13 Útreikningar um áfyllingu / notkunartíma eftir á bls. 39). Kútinn skyldi alltaf skipta um tímanlega, þ.e. þegar þrýstingur er kominn undir 50 bör, til að tryggja að súrefni sé alltaf til staðar. 3. Veljið öndunarstillingar (sjá 5.2 Öndunarstillingar á bls. 23). 4. Kveikið á MEDUMAT Easy CPR með Á/AF rofanum. Sjálfkrafa sjálfspróf sem stendur í u.þ.b. 2 sekúndur fer í gang. Sé kveikt á raddboðum mun, áður en sjálfsprófið fer af stað, heyrast Opnið súrefnisflösku. Stenosis Disconnection < 2,7 bar O 2 CPR Á meðan á prófinu stendur blikka gaumljósin fjögur í aðvörunarborðinu og stuttur viðvörunartónn heyrist. Ef að vart verður við bilun, munu öll gaumljós í aðvörunarborði taka að blikka og viðvörunartónn mun heyrast. MEDUMAT Easy CPR má alls ekki nota til öndunar við þessar aðstæður. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Tækið er bilað! Veljið aðra öndunaraðstoð. 22 IS Notkun

23 Eftir sjálfsprófið mun tækið prófa súrefniskútinn ítrekað þar til nægur þrýstingur mælist. Að öðrum kosti lætur tækið frá sér viðvörunarhljóð. MEDUMAT Easy CPR mun þá taka að starfa eftir völdum öndunarstillingum. 5.2 Öndunarstillingar Við mælum með því að tækið sé stillt áður en kveikt er á því, til að koma í veg fyrir sóun á súrefni. Öndunartíðni og öndunarrúmtak Vinsamlega stilltu öndunarrúmtak Vt, ásamt öndunartíðni, með hnappinum. CPR Freq.(c/min -1 ) V t (ml) Demandflow 950 Stilling öndunargilda Litmerki: gult appelsín ugult brúnt Aldur (Ár) Líkamsþyngd (kg) Öndunartíðni (min -1 ) Öndunar rúmtak (ml) Tölurnar sem birtar eru í töflunni eru aðeins til ráðleggingar. Aðrar stillingar geta átt við, til dæmis þegar um lungnaskaða er að ræða eða aðrar leiðbeiningar eru gefnar. Samhengi gildanna má sjá í grafinu Samhengi öndunargilda á bls. 73. Notkun IS 23

24 CPR AT Hámarks öndunarþrýstingur 1. Stillið öndunarþrýstinginn með grímu/rör rofanum. Gaumljósið lýsir þegar tækið er í virknisham. Ráðlagður hámarks öndunarþrýstingur: Öndun með grímu Öndun um rör 20 mbar 45 mbar Raddboð: Hámark öndunarþrýstings 20 mbar Raddboð: Hámark öndunarþrýstings 45 mbar Sé hámarksþrýstingi náð, til dæmis ef viðtaka dvínar, gefur MEDUMAT Easy CPR frá sér viðvörun um þrengsli (sjá Aðvörun um þrengsli á bls. 31). Ath.: Rör- / grímurofa er aðeins hægt að nota þegar kveikt er á tækinu. 5.3 Beiting öndunar Öndunargríma 1. Festið grímuna við ventil sjúklings. 2. Ef þörf krefur skal koma fyrir Guedel röri til að halda öndunarvegi opnum, áður en grímunni er komið fyrir. 3. Komið öndunargrímunni yfir munn og nef sjúklingsins. 4. Hallið höfðinu aftur og notið C-grip til að tryggja að gríman sé fyllilega þétt. 24 IS Notkun

25 Rör Að jafnaði er sjúklingurinn þræddur áður en rörið er tengt við ventil sjúklings. Slysahætta getur myndast ef rörið fært til! MEDUtrigger gikkurinn á ventil sjúklingsins getur fært rörið til og meitt sjúklinginn. Leysið MEDUtrigger gikkinn af ventli sjúklingsins áður en ventillinn er settur á rörið. 1. Leysið MEDUtrigger gikkinn af ventli sjúklingsins. 2. Festið ventil sjúklingsins við tengi barkaþræðingarinnar. 3. Fylgist með öndun sjúklings á meðan vélöndun er beitt. Á mælingum mun sjást hvort rörið liggur rétt og öndun er fullnægjandi. 5.4 Eftirlit með öndun 60 mbar Á meðan á öndun stendur þarf sjúklingur að vera undir stöðugu eftirliti. Öndunarþrýstinginn má lesa af öndunarþrýstingsmælinum. Mikil tregða í öndunarvegi, sem til dæmis getur leitt af hindrunum eða hjartahnoði, hafa áhrif á öndunarrúmtakið sem stillt hefur verið. Notið viðeigandi tæki þegar verið er að mæla rúmmálið til að geta stýrt öndunarrúmtakinu sem raunverulega er gefið. Notkun IS 25

26 Athugið öndunarbreytur á meðan á öndun stendur. Ef viðbragð lungna dvínar á meðan á öndun stendur, mun tækið bregðast við með því að auka öndunarþrýsting jafnt og þétt. Dæmi um öndunarferli fyrir og eftir að viðbragð dvínar 5.5 Öndun með PEEP ventli PEEP ventil má festa við útöndunarrör á ventli sjúklings, með millistykki. Ventillinn gerir mögulegt að anda með jákvæðum útöndunarþrýstingi á enda (positive end-expiratory pressure PEEP). Vinsamlegast ráðfærðu þig við notkunarleiðbeiningar PEEP-ventilsins, um uppsetningu. 5.6 Öndun með síu Í þágu hreinlætis og til að ræsta innöndunarloft má koma síu með 15/22 mm tengjum fyrir á innöndunarrörið á ventli sjúklings. Þetta mun auka viðnám við bæði inn- og útöndun. Því skyldi fylgjast afar gaumgæfilega með öndunarþrýstingi og öndunarmagni. 26 IS Notkun

27 Sérstaklega þarf að gefa gaum að hugsanlegri aukningu á tómarúmi einkum þegar börn eiga í hlut. Fylgdu alltaf þeim leiðbeiningum sem berast frá framleiðanda síunnar. 5.7 Demandflow Ath.: Í Demandflow hætti má alls ekki nota PEEP ventil! Fyrir O 2 -innöndun verður að vera stillt á Demandflow. CPR Freq.(min -1 ) V t (ml) Demandflow Snúðu stillihnappi öndunargilda, yfir rimina, á hvíta þríhyrninginn MEDUMAT Easy CPR til að stilla á Demandflow virkni. Græna gaumljósið gefur til kynna að tækið sé tilbúið til notkunar. Sé kveikt á raddboðum mun tækið um leið láta frá sér tilkynninguna Öndunaraðstoð valin. Festi grímuna við ventil sjúklings og komið henni fyrir, yfir munn og nef sjúklingsins. Haldið grímunni þétt að. Innöndun sjúklingsins (kveikja) kemur loftflæði af stað. Þegar sjúklingur andar frá sér hættir flæðið og útöndunarloft verður leitt út um ventil sjúklingsins. Sjúklingurinn ætti að anda rólega og reglubundið. Virkni Demandflow er ekki hægt að breyta. Ef tíðni öndunar eykst er súrefnið sjálfkrafa blandað andrúmslofti. Þetta er gert með viðstöðulausa öndunarrörinu á ventli sjúklings. Demandflow virkni er stöðvuð með því að snúa stillihnappnum aftur yfir hvíta þríhyrninginn yfir á öndunarhátt, eða með því að slökkva á tækinu. Ef raddboð eru virk mun tækið staðfesta stillinguna með því að tilkynna: Hámark öndunarþrýstings 20 mbar. Notkun IS 27

28 Endurlífgunarhamur Ef kveikt er á endurlífgunarhamnum slokknar um leið á sjálfvirku önduninni ásamt valinni tíðni. Með aðstoð MEDUtrigger er hægt að koma af stað stökum öndunarpústum samkvæmt því öndunarrúmtaki sem valið hefur verið. Með þessum hætti getur þú ákveðið öndunartíðnina sjálfur. Ath.: Einungis er hægt að kveikja á endurlífgunarhami ef MEDUtrigger er tengdur. 1. Skiptið yfir á endurlífgunarvirkni með því að þrýsta á endurlífgunartakkann. Gaumljósin á endurlífgunartakkanum og á MEDUtrigger lýsa sem merki um að tækið sé tilbúið til notkunar. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Stillt er á endurlífgun. Öndun stjórnað handvirkt. 2. Þegar kveikt er á taktmælinum heyrast skilaboðin Framkvæmið nú hjartahnoð!. Framkvæmið hjartahnoð 30x í takt við taktmælinn (110 min -1 ). Við þrjú síðustu slög taktmælisins hækkar tónhæðin. 3. Skilaboðin Blásið nú tvisvar!" heyrast. Nú hefur notandinn 5 sekúndur til að koma af stað 2 öndunarpústum. Framkvæmið öndun á sjúklingnum með því að þrýsta á takkann MEDUtrigger: Haldið takkanum niðri þar til önnur öndunin er hafin, eða komið annarri önduninni af stað með því að þrýsta aftur á takkann MEDUtrigger þegar útöndunarfasa fyrsta öndunarpústs er lokið. Meðan á innöndunar- eða útöndunarfasanum stendur er ekki hægt að koma af stað öndunarpústi. Á meðan á þessu stendur lýsa CPR CPR 28 IS Notkun

29 gaumljósin á MEDUtrigger ekki. Lengdin á útöndunarfasanum í endurlífgunarvirkninni er sambærilegur við lengd innöndunarfasans (Innútöndunarhlutfall 1:1). 4. Framkvæma skal til skiptis 30x hjartahnoð og 2x öndun. 5. Eftir að hjarta-lungu-endurlífguninni er lokið skal slökkva á endurlífgunarvirkninni með því að þrýsta á endurlífgunartakkann. Ath: Raddboð og taktmælir eru staðbundin. Við mælum með því að fara eftir taktmælinum og raddboðunum. Ef kveikt ar á endurlífgunarvirkninni á meðan á endurlífguninni stendur og ef raddboðin og taktmælirinn eru ekki samstilltir við endurlífgunina, mæla viðmiðunarreglurnar með því að láta hjartahnoðið hafa forgang fyrir önduninni. Í endurlífgunarvirkninni eru slökkt á raddboðunum fyrir viðvaranirnar Stenosis (aðvörun um þrengsli) og Disconnection (aðvörun um rofna tengingu). Þegar kveikt er á taktmælinum er slökkt tímabundið á hljóðmerkjaviðvörunum á meðan á hjartahnoði stendur og á meðan raddboð berast. Þegar þrýst er á takkann á MEDUtrigger, án þess að komið sé af stað öndunarpústi (t.d af því að ekki hefur verið lokið við fyrra öndunarpúst eða af því að ekki hefur verið kveikt á endurlífgunarvirkninni), heyrist viðvörunarhljóð. Hægt er að slökkva á raddboðum og taktmæli (sjá Notkunarleiðbeiningar með raddboðum á bls. 34 und Kveikja og slökkva á taktmæli á bls. 38). Þetta getur þurft að gera, þegar MEDUMAT Easy CPR er notaður samhliða öðrum Notkun IS 29

30 tækjum sem búa yfir raddboðum eða taktmæli (t.d. AED). Í Demandflow-virkninni er ekki hægt að kveikja á endurlífgunarvirkninni. Um leið og kveikt er á Demandflow-virkninni slokknar á endurlífgunarvirkninni. 5.9 Að slökkva á Demandflow eða öndun Mikilvægt! Aldrei tæma súrefniskút alveg. Gættu þess alltaf að dreggjar séu í kútnum þegar hann fer til endurfyllingar. Þannig má koma í veg fyrir að rakt andrúmsloft berist í hann og valdi tæringu. CPR 1. Aðgætið súrefnisbirgðir á þrýstingsmælinum á þrýstijafnara. Kútinn skyldi alltaf skipta um tímanlega, þ.e. þegar þrýstingur er kominn undir 50 bör, til að tryggja að súrefni sé alltaf til staðar. 2. Skrúfið fyrir ventil súrefniskútsins. 3. Slökkvið á MEDUMAT Easy CPR. Til að koma í veg fyrir að óvart slokkni á tækinu, þarf að halda Á/AF rofanum inni hið minnsta 2 Sekúndur þar til gaumljósin á aðvörunarborði lognast út af. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Lokið súrefnisflösku Viðvaranir Stenosis Disconnection < 2,7 bar O 2 Aðvörunarborðið birtir eftirfarandi viðvaranir: Þrengsli: Þrengsli, eða hámarks öndunarþrýstingi P hám náð, tvær innandanir í röð CPR Aftenging: Tenging hefur verið rofin á milli MEDUMAT Easy CPR og sjúklings, tvær innandanir í röð 30 IS Notkun

31 CPR < 2,7 bör: Súrefnisþrýstingur hefur fallið undir 2,7 bör : Ónóg rafhleðsla Öllum viðvörunarmerkjum fylgja raddboð. Verði vart við bilun við sjálfsprófun tækis eftir að kveikt er á því, eða meðan á virkni stendur, munu öll gaumljós í aðvörunarborði taka að blikka og viðvörunartónn mun heyrast. Ef raddboð eru virk muntu heyra skilaboðin Tækið er bilað! Veljið aðra öndunaraðstoð. Þá er ekki óhætt að nota MEDUMAT Easy CPR. Staðfesta má villuboðin og stöðva þau með því að þrýsta á Á / AF rofann. Ventill sjúklings er hannaður með því lagi að viðstöðulaus öndun sé möguleg ef tækið bilar. Hvenær heyrist aðvaranir? Um leið og ein af ofannefndum vandamálum koma upp í virkni tækis lætur tækið vita. Þá blikka viðkomandi gaumljós og aðvörunartónn hljómar. Ef kveikt er á raddboðum heyrir notandinn líka viðbótarupplýsingar um hið tiltekna ástand. Þegar tenging rofnar og þrýstingur fellur niður, hvort tveggja í senn, berst aðvörunin < 2.7 bar. Aðvörun um þrengsli Öndunarþrýstingur fer yfir hámark (20 eða 45 mbar). MEDUMAT Easy CPR skiptir stuttlega yfir á útöndun, ef farið er fram úr hámarks öndunarþrýstingi, en reynir þá að halda áfram innöndun í sama innöndunarfasa. Notkun IS 31

32 Fari öndunarþrýstingur fram úr hámarki annað skiptið í röð, í sama innöndunarfasa, skiptir tækið yfir á útöndun og ræstir rörakerfi sjúklings. Næsta innöndun hefst á næsta andardrætti samkvæmt valinni tíðni. Þetta hefur ekki áhrif á valda tíðni. Aðvörunin fer af stað ef viðnám í öndunarvegi er yfir mörkum tvo innöndunarfasa í röð. Það er til að koma í veg fyrir óþörf útköll, til dæmis vegna hósta. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Athugið öndunarveg og stillingar (ekki í endurlífgunarvirkni). Aðvörun um rofna tengingu Að jafnaði er þessi aðvörun til komin vegna truflunar í öndunarkerfinu. Aðvörunin berst þegar þrýstingur nær ekki upp í 8 mbar tvo innöndunarfasa í röð. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Athugið búnað og stillingar. Aðvörun um rofna tengingu þegar stillt er á endurlífgun Ef engum öndunarpústum er komin af þegar taktmælirinn gerir ráð fyrir hlé í endurlífgunarvirkninni eða í þeim takttímabili sem fylgir á eftir, lætur tækið frá sér aðvörun um rofna tengingu í næsta hléi. Ef slökkt er á taktmælinum og engum öndunarpústum er komið af stað, lætur tækið frá sér aðvörun um rofna tengingu eftir 45 sekúndur. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Útilokið öndunarstopp og athugið maska!. 32 IS Notkun

33 Aðvörun um rofna tengingu þegar stillt er á Demandflow Kalli öndun sjúklings ekki á virkni MEDUMAT Easy CPR innan 15 sekúndna, lætur tækið frá sér aðvörun um rofna tengingu. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Útilokið öndunarstopp og athugið maska. CPR Aðvörun < 2,7 bör O 2 Súrefnisþrýstingur við þrýstiloftsinntak MEDUMAT Easy CPR hefur fallið undir 2,7 bör. Að jafnaði er ástæðan nær tómur súrefniskútur. Þegar svo ber við getur MEDUMAT Easy CPR ekki starfað með réttum hætti, því að forsendur fyrir virkni þess eru ekki lengur innan leyfilegra marka. Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Athugið þrýstislöngu og súrefni. Aðvörun Rafhlaðan er að tæmast. Búast skal við hnökrum á sjálfvirkri öndun. Því þarf umsvifalaust að gera ráðstafanir um aðra öndunaraðstoð (sjá 5.14 Aðrar öndunaraðferðir á bls. 41). Sé kveikt á raddboðum mun heyrast: Tækið er bilað! Veljið aðra öndunaraðstoð. Áður en skipt er um rafhlöðu ber að slökkva á tækinu(sjá Skipt um aðalrafhlöðu á bls. 64). Aðvörunartónn stöðvaður Aðvörunarhljóð má afnema tímabundið með því að þrýsta á viðvörunar-þögul-takkann: Þrengsli: 30 sekúndur Aftenging: 30 sekúndur Notkun IS 33

34 CPR AT < 2,7 bör: 30 sekúndur : 120 sekúndur Aðvörunarljós munu hins vegar halda áfram að blikka. Ef vandinn sem veldur aðvöruninni er ekki leystur, mun hljóðmerki berast á ný eftir stutt hlé. Raddboðin munu líka taka að starfa á ný. Öll aðvörunarmerki hætta sjálfkrafa um leið og vandinn er leystur Notkunarleiðbeiningar með raddboðum Tungumál valið / Slökkt á raddboðum Aðeins er hægt að breyta tungumálsstillingum þegar slökkt er á tækinu. Til að velja tungumál eða slökkva á raddboðum, skal gera sem hér segir: 1. Haldið inni grímu-/rörrofa. Kveikið á tækinu með Á/AF rofanum. 2. Slepptu síðan grímu-/rörrofa. Tækið er þá statt í valblaði tungumála. Öndunarmælirinn birtir aðeins það tungumál sem síðast var stillt á. Tungumálin eru tengd gaumljósum tækisins sem hér segir: 34 IS Notkun

35 Tækjanr. mbar Tungumál svið 1 WM WM (frönsk gerð) WM WM (japönsk útgáfa) 60 Íslenska Tungumál svið 2 (Viðvörunarljósdíóðurnar Stenosis og Disconnection lýsa) 55 Finnska 50 Norska 45 Sænska 40 Danska 35 Portúgalska Ennþá laus 30 Spænska 25 Hollenska 20 Ítalska 15 Franska 10 Enska Hebreska 5 Þýska Brasilísk portúgalska 0 Raddboð af Raddboð af 60 Farsi 55 Tælenska 50 Indónesíska 45 Tyrkneska 40 Arabíska 35 Japanska Ennþá laus 30 Kínverska 25 Tékkneska 20 Rússneska 15 Pólska 10 Enska Hindi 5 Þýska Kóreanska 0 Raddboð af Raddboð af Ábending: Allt eftir ástandi fastbúnaðar er hægt að bæta við aukalegum tungumálunum. Notkun IS 35

36 CPR AT 3. Þrýstu nú ítrekað á grímu-/rörrofann þar til gaumljós þess tungumáls sem óskað er eftir logar, og viðeigandi raddboð heyrast (t.d.: gaumljósið við 10 mbar, tungumál: Enska, skilaboð: Selected language: Enska ). Eftir fimm sekúndur vistast valið tungumál. CPR Ábending! Með því að þrýsta stutt á Á/AF rofann er hægt að vista tungumálavalið án þess að bíða í fimm sekúndur. Þar sem fjöldi tungumála er fáanlegur á ljósdíóðunum á öndunarþrýstingsmælinum, hefst nýtt rennsli á sviði 2 þegar 60 mbarljósdíóðunni hefur verið náð. Svið 2 er tilgreint með viðvörunar-ljósdíóðunum Stenosis og Disconnection. Þegar síðasta tungumálinu á sviði 2 er náð, byrjar rennslið aftur á 0 mbar á sviði 1 og viðvörunar-ljósdíóðurnar Stenosis og Disconnection slokkna. Veldu stillinguna 0 (0 mbar), ef þú vilt slökkva á raddboðum. Þá heyrast boðin: Slökkt er á hljóðmerkjum á því tungumáli sem valið var. Eftir 5 sekúndur vistast nýja stillingin sjálfkrafa. Gaumljós hins valda tungumáls slökknar. Raddskilaboð Í töflunni hér á eftir birtast einstök skilaboð raddkerfisins, ásamt útskýringum á merkingu þeirra. Raddskilaboð Opnið súrefnisflösku Stillið tækið og tengið sjúkling Öndunaraðstoð valin Merking Opnið fyrir ventil súrefniskúts hægt. Stillið öndunartíðni og öndunarrúmtaki (bls. 23). Tengið sjúkling við tækið með öndunarslöngunni og ventli sjúklings, með öndunargrímu eða tengi barkaþræðingar. Tækið er stillt á Demandflow virkni. 36 IS Notkun

37 Raddskilaboð Hámark öndunarþrýstings 45 mbar Hámark öndunarþrýstings 20 mbar Athugið öndunarveg og stillingar Merking Tækið er stillt á öndun með röri. Hámark öndunarþrýstings fyrir öndun um rör. Tækið er stillt á öndun með grímu. Hámark öndunarþrýstings fyrir öndun með grímu. MEDUMAT Easy CPR hefur orðið var við of mikið viðnám í öndunarvegi. Athugið öndunarveg eða breytið öndunartíðni og öndunarrúmtaki eftir þörfum sjúklings (bls. 23). Tækið hefur skaddast eða rafhlaðan er alveg að tæmast. Tækið er bilað Tækið er ekki lengur hægt að nota til öndunar. Því verður að Veljið aðra öndunaraðstoð beita annarri öndunaraðferð (bls. 41). Athugið þrýstislöngu og súrefni Útilokið öndunarstopp og athugið maska Lokið súrefnisflösku. Athugið búnað og stillingar Valið tungumál: Íslenska (enska, franska,...) Slökkt er á hljóðmerkjum Stillt er á endurlífgun. Öndun stjórnað handvirkt! Slökkt er á endurlífgunarstillingu! MEDUMAT Easy CPR hefur mælt of lítinn þrýsting við loftinntak. Aðgætið að O 2 -kúturinn sé enn nógu fullur og að súrefnisslangan sé lek, beygluð eða stífluð. Í öndunaraðstoðarvirkni: MEDUMAT Easy CPR verður ekki lengur vart við neinn andardrátt (kveikju). Aðgætið öndun sjúklings, og hvort þurfi að stilla á aðra öndunaraðstoð. Aðgætið tengingar og að gríman sitji rétt. Í endurlífgunarvirkninni án taktmælis: Engu öndunarpúst hefur verið komið í gang 45 sek. Komið af stað a.m.k.öndunarpúst með því að þrýsta hnappinn á MEDUtrigger. Eftir að slökkt er á tækinu skal loka O 2 -kútnum eða öðrum O 2 -birgðum. Rofin tenging: Þrýstingur hefur ekki aukist um 8mbar í innöndunarfasa, við stýrða öndun. Yfirleitt er því um að kenna að tenging hefur rofnað eða stilling öndunarrúmtaksins er lág. Athugið öndunarveg eða breytið öndunartíðni og öndunarrúmtaksins eftir þörfum sjúklings. Þegar tungumál raddboða er valið, skal þrýst ítrekað á grímu/rör þar til tækið tilkynnir það tungumál sem óskað er. Staðfesting á því að slökkt hafi verið á raddboðum. Slökkt er á sjálfvirku önduninni. Með því að nota MEDUtrigger skal koma af stað öndunarpústum á viðeigandi tíma. MEDUMAT Easy CPR framkvæmir öndun með valinni tíðni. Notkun IS 37

38 Raddskilaboð Blásið nú tvisvar! Framkvæmið nú hjartahnoð! Merking Með því að nota MEDUtrigger skal koma af stað 2 öndunarpústum. Framkvæmið 30 hjartahnoð með því að fylgja takti takmælisins Kveikja og slökkva á taktmæli CPR CPR CPR 1. Hefur verið ýtt á endurlífgunartakka þegar slökkt var á tækinu. Þrýstið laust á kveiki-/ slökkvihnappinn. 2. Sleppið svo endurlífgunartakka. 3. Þrýstið á endurlífgunartakka: Ljóstvistur 50 mbar (rauður) lýsir: Slökkt er á taktmæli Ljóstvistur 45 mbar (græn) lýsir: Kveikt er á taktmæli 4. Þrýstið á endurlífgunartakka, til að breyta ástandi taktmælisins. 5. Þrýstið á endurlífgunartakka, til að staðfesta ástand taktmælisins. 1 x staðfestingartónn: Búið er að staðfesta að slökkt sé á taktmæli 2 x staðfestingartónn: Búið er að staðfesta að kveikt sé á taktmæli 38 IS Notkun

39 5.13 Útreikningar um áfyllingu / notkunartíma eftir Staða súrefniskúts Súrefnismagn = rúmmál kúts x þrýstingur kúts Rúmmál kúts x þrýstingur kúts = magn súrefnis Dæmi 1 10 l x 200 bör = 2000 l Dæmi 2 10 l x 100 bör = 1000 l Raunverulegur öndunartími Mínútumagn (MM) = Öndunartíðni x Rúmmál andardrátts (RA) Rúmmál andardrátts (RA) = Öndunarrúmtak (V t ) Raunverulegur tími öndun (mín) = Súrefnis-innihald (l) MM (l/mín) Dæmi: O 2 -innihald = 1000 l; f = 10; V t = 600 ml. Þannig reiknast dæmið: MM = 10 min -1 x 600 ml/min = 6 l/min Raunverulegur tími öndun (mín) = l 6 l/mín = 160 mín = 2 klst 40 mín Notkun IS 39

40 Notkunartími Demandflow Dæmi: hám. flæði Innöndunarflæði 45 l/mín V t = 1,5 l V t = 1,5 l Gögn sjúklings: Innöndun : Útöndun (I : Ú) = 1 : 2 Öndunartíðni = 10 mín -1 : I = 2 sek = 0,033 mín Ú = 4 sek = 0,066 mín I = 2 sek = 0,033 mín t Öndunarrúmtak (V t ) = Innöndunarflæði x Innöndunartími fyrir dæmið hér að ofan: Öndunarrúmtak (V t ) = 45 l/mín x 0,033 mín= 1,5 l Mínútumagn (MM) = Öndunartíðni (f) x Öndunarrúmtak (V t ) fyrir dæmið hér að ofan: Mínútumagn (MM) = 10 min -1 x 1,5 l = 15 l/mín Raunverulegur tími Demandflow (mín) = Súrefnis-innihald (l) MM (l/mín) Dæmi: O 2 -innihald = 2000 l, MM = 15 l/mín. Þannig reiknast dæmið: Raunverulegur tími Demandflow = 2000 l 15 l/mín = 133 mín = 2 klst 13 mín 40 IS Notkun

41 5.14 Aðrar öndunaraðferðir Ef MEDUMAT Easy CPR hættir að virka á meðan á öndun stendur, standa eftirfarandi valkostir til boða: Öndunarpokar 1. Fjarlægið ventil sjúklings af röri eða maska. 2. Setjið öndunarpokann, t.d. COMBIBAG WM frá WEINMANN Emergency, á og framkvæmið handvirka öndun. Súrefnisbirgðir tæmast Í neyðartilfellum, þegar súrefnisbirgðir þrjóta, er hægt að nota MEDUMAT Easy CPR til að veita andrúmslofti. Notkun IS 41

42 6. Hreinlætiskröfur Eftir sérhverja notkun MEDUMAT Easy CPR verður að búa tækið og aukabúnað þess undir næstu notkun, með þrifum. Framkvæmið alltaf prófun á virkni búnaðar eftir að hann er þrifinn (sjá 7. Eftirlitmeð virkni á bls. 48). Þessari vöru geta tilheyrt einnota einingar. Einnota einingar eru ætlaðar til notkunar í eitt skipti. Þar af leiðandi má einungis nota þessar einingar einu sinni og ekki endurnýta þær. Endurnýting þessara einnota eininga getur skaðað virkni og öryggi vörunnar og valdið ófyrirsjáanlegri öldrun, sliti, stökkbroti, varmaálagi, efnahvörfum og fleiru. 6.1 MEDUMAT Easy CPR MEDUMAT Easy CPR má halda hreinu með því einfaldlega að strjúka af tækinu með sótthreinsandi efni, líkt og lýst er í kafla 6.7. Skolið MEDUMAT Easy CPR aldrei með sótthreinsandi efnum eða öðrum vökvum. Slíkt getur valdið skaða á búnaðinum og stefnt þannig bæði notendum og sjúklingum í hættu. 42 IS Hreinlætiskröfur

43 6.2 Ventill sjúklings Haldið alltaf um endann á slöngunum. Annað grip getur valdið þeim skaða eða rifið þær. Munnþynna 1. Aftengið ventil sjúklings frá slöngum. 2. Takið ventil sjúklings í sundur, eins og sýnt er á skýringarmyndinni hér við hliðina. Það má hvorki né þarf að fjarlægja þynnuna í viðstöðulausa rörinu til þrifa og sótthreinsunar. Diskþynna útblástursrör Diskþynna viðstöðulaus 3. Beyglaðar, þvældar og klístraðar þynnur þarf að skipta um. 4. Þrífið eins og lýst er í kafla Setjið ventil sjúklings aftur saman. Gangið úr skugga um að munnþynnan sé rétt staðsett, við samsetningu. 6. Gerið alltaf prófun á virkni búnaðar áður en nota skal ventilinn á ný (sjá 7.4 Prófun á öndunarslöngukerfinu á bls. 51). Hreinlætiskröfur IS 43

44 6.3 Öndunarslanga CPR Ath! Einungis fjölnotaslöngukerfið WM (Tæki og fylgibúnaður) stenst þær hreinlætiskröfur sem eru gerðar við þessar aðstæður. Ekki skal reyna að endurnýta einnotaslöngukerfið WM Skipta skal um slöngukerfi. 1. Fjarlægið öndunarslöngu og þrýstingsmæli af báðumtengjum. Varúð! Grípið alltaf um enda slöngunnar. Annars geta þær skemmst eða rifnað af. Lokið báðum endum á slöngu þrýstingsmælis. 2. Dragið MEDUtrigger-tengilinn af án þess að snúa eða ýta lóðrétt niður (sjá mynd). 3. Þrífið eins og lýst er í kafla Setjið aftur saman, sjá Öndunarslanga og MEDUtrigger á bls MEDUtrigger Þrífið eins og lýst er í MEDUtrigger kafla Grímur Þrífið grímur eins og lýst er í kafla IS Hreinlætiskröfur

45 6.6 Festingar Fyrir ytri þrif á festingunum (t.d. þrýstijafnara, ventill) má einungis nota hreinan klút. Klúturinn má vera þurr eða rakur af hreinu vatni. Skolið festingarnar aldrei með sótthreinsandi efnum eða öðrum vökvum. Tækið má aðeins sótthreinsa með afþurrkun. Vökvar mega ekki, undir neinum kringumstæðum, komast inn í þrýstijafnarann. Það getur valdið sprengingum. 6.7 Þrif og sótthreinsun Hreinlætisundirbúning MEDUMAT Easy CPR og aukabúnaðar skal framkvæma eins og lýst er í töflunni hér að neðan. Athugið vel leiðbeiningar þess sótthreinsiefnis sem notað er. Við mælum með gigasept FF (nýtt) sótthreinsunarskoli og terralin protect sótthreinsunarklútum. Ráðlagt er að nota viðeigandi hanska við sótthreinsun (t.d. hreinlætishanska eða einnota hanska). Hreinlætiskröfur IS 45

46 Hlutir Þrif Sótthreinsun MEDUMAT Easy CPR Ventill sjúklings Sílíkon öndunargríma Öndunarslanga Slönguhlíf, fjölnota Súrefnistengingar MEDUtrigger með þurrum eða rökum klút í ylheitu vatni með mildum heimilishreinsilegi Bleytið í þynntri lausn þannig að allt yfirborð, að innan og utan, séu í snertingu við vökvann, loftbólu- að 95 C Skol-kerfi upp laust. Bíðið um hríð, og (sótthreinsun leyfið efninu að virka á yfirborðið. Eftir sótthreinsun með sjálfvir- með hitun, skal skola alla hluta vel, að kum hreinsibúnaði) innan og utan, með eimuðu vatni, og leyfa þeim loks að þorna. (2) þurrkarökum klút með þurrum eða rökum klút með þurrum eða rökum klút Thermosótthreinsun Dauðhreinsun þurr-sótthreinsun (1) ekki leyft ekki leyft Skol-kerfi 30 C, án vindunar Dauðhreinsun með heitri gufu 134 C í búnaði skv. EN 285, Viðtími a.m.k mínútur. mögulegt á meðan á skolkerfi ekki leyft stendur þurr-sótthreinsun ekki leyft ekki leyft þurr-sótthreinsun ekki leyft ekki leyft (1) Ef þörf er á þurrsótthreinsun: Það verður að gæta þess að enginn vökvi komist í tengingarnar. Hreinsiefni með alkóhóli eða sem skila eftir feitimynd geta myndað eldfimmt efni ef þau komast í samband við þjappað súrefni og valdið sprengingum. (2) til sótthreinsunar á slöngu þrýstingsmælis öndunarslöngu, skal gert sem hér segir: 1. Tengja annan enda rörs þrýstingsmælis við dauðhreinsaða 20 ml sprautu. 2. Sökkvið hinum endanum í þynntri sótthreinsunarlausninni (fyrir gigasept FF (nýtt): viðtími 15 mínútur). 3. Dragið nú sótthreinsilausnina gegnum þrýstingsmælirörið, í sprautuna, þar til hún er 46 IS Hreinlætiskröfur

47 full. Þrýstið ekki vökvanum gegnum þrýstingsmælirörið í hina áttina! 4. Losið sprautun frá rörinu og tæmið rörið alveg. 5. Endurtakið ferlið 5 sinnum. 6. Eftir sótthreinsun verður að skola þrýstingsmælirörið með eimuðu vatni, að minnsta kosti 8 sinnum, með sama hætti. Óhætt er að hjálpa til við þurrkun, að þessu loknu, með þrýstu lyfjalofti eða lyfjasúrefni. Þá skal leyfa hlutunum að þorna vel. Hafi nokkurt vatn orðið eftir í ventli sjúklings eða í slönguþrýstingsmælisins, getur það truflað virkni! Hreinlætiskröfur IS 47

48 7. Eftirlitmeð virkni Verði vart við villur, við prófun, eða frávik frá eðlilegri virkni, má ekki nota MEDUMAT Easy CPR. Reynið fyrst að leiðrétta villuna með hjálp upplýsinga í kafla Vandamál og lausnir á bls. 59. Reynist þetta eki gerlegt, skal láta tækið í hendur framleiðandanum, WEINMANN Emergency, til viðgerðar, eða sérfræðingum með vottun frá WEINMANN Emergency. 7.1 Undirbúningur á virkniskoðun Fyrir virkniskoðunina er þörf á: Sjúklingaslöngukerfi Prófunarpoki Súrefnisflaska Sápuvatn úr ilmlausri sápu Millistykki fyrir prófunarsettið WM Við mælum með því að alltaf séu til staðar varabirgðir af: Varaþétti fyrir tengingar tækisins Munnþynna fyrir ventil sjúklings 1. Tengið tækið við súrefnisflöskuna. 2. Tengið sjúklingaslöngukerfið við tækið. Ath. Athugið prófunarpokann fyrir hverja virkniskoðun. Blaðra prófunarpokans verður að vera óskemmt og tryggilega tengd við tengið. Framkvæma skal viðhald á prófunarpokanum með tækinu. 48 IS Eftirlitmeð virkni

49 7.2 Reglubundið Fyrir hverja notkun: Prófið virkni tækisins. Eftir hverja notkun eða í hvert skipti eftir að tækið er tekið sundur: Hreinsið, sótthreinsið eða dauðhreinsið tækið og hluta þess (sjá 6. Hreinlætiskröfur á bls. 42); Prófið munnþynnuna í ventli sjúklings (sjá 7.4 Prófun á öndunarslöngukerfinu á bls. 51). Hún má hvorki vera krumpuð, klístruð né beygluð. Prófið virkni tækisins. Að minnsta kosti á 6 mánaða fresti, ef tækið skyldi ekki vera notað svo lengi: Prófið virkni tækisins. Eftirlitmeð virkni IS 49

50 7.3 Lekaprófanir búnaðar 1. Vinsamlegast opnað ventil súrefniskútsins hægt. Lesa má þrýsting kútsins af mæli á þrýstijafnaranum. Sýni mælirinn til dæmis 200 bör þýðir það að kúturinn er fullur, en 100 bör þýða að hann er hálffullur. Kútinn skyldi alltaf skipta um tímanlega, þ.e. þegar þrýstingur er kominn undir 50 bör, til að tryggja að súrefni sé alltaf til staðar. 2. Lokið ventli kútsins aftur. 3. Fylgist með nál mælisins á þrýstijafnaranum í u.þ.b. 1 mínútu. Standi mælinginí stað, er kerfið þétt og lekur ekki. Ef mældur þrýstingur fer lækkandi, er leki í búnaðinum. Hafið alltaf varabirgðir af þéttum til reiðu. Mikilvægt! Skrúfutengingar á leið súrefnis má aðeins herða með handafli. Viðgerðir leka 1. Undirbúið sápuvatnslausn með lyktarlausri sápu. 2. Vætið allar skrúfu- og slöngutengingar í lausninni. Loftbólur munu koma upp um staðsetningu lekans. 3. Takið þrýsting af kerfinu: Til þess skal loka súrefniskútnum. Kveikið þá á MEDUMAT Easy CPR í stutta stund, eða þar til þrýstingsmælirinn O 2 -kútnum sýnir 0. Slökkvið þá aftur á MEDUMAT Easy CPR. 4. Þegar upp kemst um leka skal skipta um hina sködduðu íhluti. 5. Eftir að skipt er um hinn leka hlut skal prófa á ný hvort leki sé í kerfinu. 6. Reynist ómögulegt að koma í veg fyrir lekann þarf að senda búnaðinn í viðgerð. 50 IS Eftirlitmeð virkni

51 7.4 Prófun á öndunarslöngukerfinu Prófun á fjölnotaslöngukerfinu 1. Takið ventil sjúklings í sundur. 2. Gaumgæfið alla hluti ventilsins vel, og leitið að sprungum og öðrum hugsanlegum göllum. Beyglaðar, þvældar og klístraðar þynnur þarf að skipta um. Ventilinn má þá alls ekki nota á ný fyrr en skipt hefur verið um þynnu, og má að öðrum kosti gera ráð fyrir bilunum. Gaumgæfið einnig diskþynnur í útöndunarröri og viðstöðulausu öndunarröri. Engin þörf er á að taka ventilþynnurnar í sundur til þess. Krumpaðar, beyglaðar eða klístraðar þynnur ber hins vegar að skipta um, þar sem þær geta leitt til verulegra bilana. 3. Setjið ventil sjúklings aftur saman. Gangið úr skugga um að munnþynnan sé rétt staðsett, við samsetningu. Prófun á einnotaslöngukerfinu Sjónpróf Athugið eftirfarandi atriði með því að skoða öndunarslöngukerfið vandlega: Eftirlitmeð virkni IS 51

52 Ventill sjúklingsins sem og tengingarnar mega ekki sýna nein merki skemmdar, rifa eða óhreininda. Slöngutengingarnar verða að vera fastar og öruggar á tengibúnaðinum. Ventill sjúklingsins og neyðarloftsþynnan mega ekki sýna nein merki skemmdar eða aflögunar. 7.5 Prófun á öndunarrúmtakinu Prófun á öndunartíðni 1. Opnið hægt fyrir ventil súrefniskútsins. 2. Kveikið á MEDUMAT Easy CPR. 3. Veljið stillingar sem hér segir: Tíðni: 25 mín -1 (vinstri mörk) Grímu/rör rofi: (P hám : 45 mbar) 4. Teljið fjölda öndunarfasa í nákvæmlega eina mínútu. Talningin á að liggja á milli 23 og Hækkið tíðnina upp í 10 mín -1 (hægri mörk, á undan rim). 6. Teljið fjölda öndunarfasa í nákvæmlega eina mínútu. Talningin á að liggja á milli 8 og Slökkvið aftur á MEDUMAT Easy CPR. Prófun á öndunarrúmtakinu 1. Slökkt skal vera á MEDUMAT Easy CPR og súrefniskúturinn opinn. 2. Vinsamlega festið prófunarpokann við ventil sjúklings, með millistykkinu úr prófunarbúnaðinum WM Veljið stillingar sem hér segir: V t : 950 ml / tíðni: 10 mín IS Eftirlitmeð virkni

53 P hám : (45 mbar) Ath Ath Í útöndunarfasa verður þú að herma eftir útöndun prófunarpokans með handafli. Til að gera þetta skaltu koma pokanum fyrir á hörðu undirlagi. Í útöndunarfasa skaltu þrýsta á prófunarpokann með flötum lófa þar til allt loftinnihald hans hefur hrakist gegnum ventil sjúklings. 4. Kveikið á MEDUMAT Easy CPR. Prófunarpokinn á að fyllast alveg við innblástur. Það tryggir að öndunarmagn við hvert öndunarrúmtak sé 950 ml. Í öllu falli er prófunarpokinn ekki nægilega uppblásinn ef aðvörun berst um rofna tengingu. Stillingarnar geta ásamt prófunarpokanum WM 1454 leitt til viðvörunar um Stenosis. Þegar prófunarpokinn blæs alveg út að þá hefur tækið staðist virkniskoðunina. 5. Slökkvið aftur á MEDUMAT Easy CPR. Slysahætta ef prófunarpoki er ekki tekinn af með réttum hætti! Ef prófunarpokinn er tekinn af með röngum hætti getur tengill prófunarpokans orðið eftir á sjúklingaslöngukerfinu. Það veldur innöndunarmótstöðu og getur valdið meiðslum hjá sjúklingnum. Takið prófunarpokann ávallt af á tenglinum við niðurtöku. 6. Aftengið prófunarpokann frá ventli sjúklings. 7. Veljið stillingar sem hér segir: V t : 65 ml / Tíðni 25 mín -1 P hám : (45 mbar) 8. Kveikið á MEDUMAT Easy CPR og lokið fyrir tengingu sjúklings, á ventli sjúklings. Aðvörun ætti að berast um þrengsli. 9. Slökkvið aftur á MEDUMAT Easy CPR. Eftirlitmeð virkni IS 53

54 7.6 Prófun á hámarks öndunarþrýstingi 1. Slökkt skal vera á MEDUMAT Easy CPR og súrefniskúturinn opinn. 2. Vinsamlega festið prófunarpokann við ventil sjúklings, með millistykkinu úr prófunarbúnaðinum WM Mikilvægt! Notið prófunarpokann. Haldirðu rörtenginu lokuðu með handafli sveiflast nálin og gerir rétta og nákvæma mælingu ómögulega. 3. Veljið stillingar sem hér segir: V t : 600 ml / Tíðni: 10 mín -1 P hám : (20 mbar) 4. Kveikið á MEDUMAT Easy CPR. Aðgætið hvort nálina á þrýstingsmæli MEDUMAT Easy CPR beri við 0. Við þessa prófun máttu ekki veita neinn stuðning við útöndunarslagið. Mikilvægt er að þrýstingur byggist upp hægt og bítandi. Við þrýsting á milli 15 til 25 mbar verður MEDUMAT Easy CPR að gefa frá sér Þrengsli viðvörun (viðvörun um þrengsli). Venjulega gerist þetta eftir annað innöndunarslag. 5. Stillið grímu/rör rofann á. 6. Endurtakið prófun á röröndun með stillingunum: V t : 950 ml / Tíðni: 10 mín -1 P hám : (45 mbar) Sé kveikt á raddboðum á tækið að láta frá sér skilaboðin Hámark öndunarþrýstings 45 mbar. Við þessa prófun máttu ekki veita neinn stuðning við útöndunarslagið. Mikilvægt er að þrýstingur byggist upp hægt og bítandi. Við þrýsting á milli 40 til 50 mbar verður MEDUMAT Easy CPR að gefa frá sér Þrengsli viðvörun (viðvörun um þrengsli). Venjulega gerist þetta eftir annað innöndunarslag. 7. Slökktu aftur á MEDUMAT Easy CPR. 54 IS Eftirlitmeð virkni

MEDUMAT Easy CPR ERC 2010. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Easy CPR ERC 2010. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Easy CPR ERC 2010 Öndunarvél Hengityskone Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje Íslenska 3 Suomi 78 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit........................ 4 1.1

Lisätiedot

MEDUMAT Easy. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Easy. Öndunarvél Hengityskone. Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Easy Öndunarvél Hengityskone Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje Íslenska 3 Suomi 70 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit........................ 4 1.1 Tæki........................

Lisätiedot

MEDUMAT Easy CPR. Hengityskone. Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Easy CPR. Hengityskone. Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Easy CPR Öndunarvél Hengityskone L sing á búna i og notkunarlei beiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje Íslenska 3 Suomi 72 Efnisyfirlit Íslenska 1. Yfirlit........................ 4 2. Or askrá

Lisätiedot

MEDUCORE Easy. ILCOR 2010 Sjálfvirkur útlægur hjartastillir með rafhlöðu / Puoliautomaattinen ulkoinen defibrillaattori, paristokäyttöinen

MEDUCORE Easy. ILCOR 2010 Sjálfvirkur útlægur hjartastillir með rafhlöðu / Puoliautomaattinen ulkoinen defibrillaattori, paristokäyttöinen MEDUCORE Easy ILCOR 2010 Sjálfvirkur útlægur hjartastillir með rafhlöðu / Puoliautomaattinen ulkoinen defibrillaattori, paristokäyttöinen Lýsing á búnaði og notkunarleiðbeiningar Laitteen kuvaus ja käyttöohje

Lisätiedot

SUOMI 4 ÍSLENSKA 26 SVENSKA 48

SUOMI 4 ÍSLENSKA 26 SVENSKA 48 ISANDE FI IS SE SUOMI 4 ÍSLENSKA 26 SVENSKA 48 SUOMI 4 Sisältö Turvallisuustiedot 4 Turvallisuusohjeet 5 Asennus 7 Laitteen kuvaus 8 Käyttö 9 Ensimmäinen käyttökerta 12 Päivittäinen käyttö 13 Vihjeitä

Lisätiedot

FÖRETAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder

FÖRETAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder FÖRETAGARE I NORDEN exempel på gränshinder Genom ett unikt och målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del

Lisätiedot

SUOMI 4 ÍSLENSKA 20 SVENSKA 36

SUOMI 4 ÍSLENSKA 20 SVENSKA 36 MÖJLIG FI IS SE SUOMI 4 ÍSLENSKA 20 SVENSKA 36 SUOMI 4 Sisältö Turvallisuusohjeet 4 Turvallisuusohjeet 5 Laitteen kuvaus 8 Päivittäinen käyttö 9 Vihjeitä ja neuvoja 12 Hoito ja puhdistus 12 Vianmääritys

Lisätiedot

PENSIONÄRER I NORDEN. exempel på gränshinder

PENSIONÄRER I NORDEN. exempel på gränshinder PENSIONÄRER I NORDEN exempel på gränshinder Genom ett unikt och målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del

Lisätiedot

NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND &

NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND & NÁIN SAMBÖND & www.adhd.is NÁIN SAMBÖND & ADHD NÁIN SAMBÖND & ADHD Þessi bæklingur er ætlaður fullorðnum einstaklingum með ADHD og mökum þeirra. ADHD gefur sambandinu og foreldrahlutverkinu

Lisätiedot

STUDERANDE I NORDEN. exempel på gränshinder

STUDERANDE I NORDEN. exempel på gränshinder STUDERANDE I NORDEN exempel på gränshinder Genom målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del av detta samarbete

Lisätiedot

Hugvísindasvið. Lemmikkieläimet. Þýðing á finnsku á hluta af Gæludýrunum eftir Braga Ólafsson. Ritgerð til B.A.-prófs. Siru Katri Heinikki Laine

Hugvísindasvið. Lemmikkieläimet. Þýðing á finnsku á hluta af Gæludýrunum eftir Braga Ólafsson. Ritgerð til B.A.-prófs. Siru Katri Heinikki Laine Hugvísindasvið Lemmikkieläimet Þýðing á finnsku á hluta af Gæludýrunum eftir Braga Ólafsson Ritgerð til B.A.-prófs Siru Katri Heinikki Laine Maí 2010 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Íslenska

Lisätiedot

Rengør rollatoren og bakken med vand

Rengør rollatoren og bakken med vand Let s Go ... 4. DNSK Let sgo indendørsrollator Til lykke med din nye indendørsrollator, som vil gøre dagligdagen lettere og mere bekvem. Det anbefales, at du læser brugsanvisningen, inden rollatoren tages

Lisätiedot

Vinnuvernd er allra hagur. Hún er góð fyrir þig. Hún er góð fyrir fyrirtækið. Vinnuvernd er allra hagur. stjórnun streitu.

Vinnuvernd er allra hagur. Hún er góð fyrir þig. Hún er góð fyrir fyrirtækið. Vinnuvernd er allra hagur. stjórnun streitu. Vinnuvernd er allra hagur. Hún er góð fyrir þig. Hún er góð fyrir fyrirtækið. Vinnuvernd er allra hagur stjórnun streitu www.healthy-workplaces.eu Verðlaun fyrir góða starfshætti í herferðinni Vinnuvernd

Lisätiedot

FJÖLMENNING Í FINNSKUM GRUNNSKÓLUM

FJÖLMENNING Í FINNSKUM GRUNNSKÓLUM FJÖLMENNING Í FINNSKUM GRUNNSKÓLUM Námsferð skólastjóra í Reykjavík til Helsinki, Finnlandi Fræðslumiðstöð Reykjavíkur 2004 Fjölmenning í finnskum grunnskólum Námsferð skólastjóra í Reykjavík til Helsinki

Lisätiedot

Job name: Fitter: Installation date: 3110020-2008-10-15.fm. EXHAUSTO CDT A/S Risingsvej 63 DK-5000 Odense C

Job name: Fitter: Installation date: 3110020-2008-10-15.fm. EXHAUSTO CDT A/S Risingsvej 63 DK-5000 Odense C RS Job name: Fitter: Installation date: EXHAUSTO CDT A/S Risingsvej 63 DK-5000 Odense C Tel. +45 7010 2234 Fax +45 7010 2235 sales@exhausto-cdt.dk www.exhausto-cdt.dk FI - Tuotekuvaus 1.1 Rakenne... 3

Lisätiedot

ÁRSSKÝRSLA SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA

ÁRSSKÝRSLA SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 1 SAMTÖK ATVINNULIFSINS ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 AÐALFUNDUR SA 16. APRÍL 2018 2 ÁRSSKÝRSLA 2017-2018 EFNISYFIRLIT ÁVARP FORMANNS... 4 VINNUMARKAÐUR...

Lisätiedot

Ársskýrsla 2014 til 2015

Ársskýrsla 2014 til 2015 Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi Ársskýrsla 2014 til 2015 tekin saman af sviðsstjórum Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir Sigursveinn Már Sigurðsson Efnisyfirlit 1 Starfið veturinn 2014-2015... 4 1.1 Inngangur...

Lisätiedot

LAGAN FI SE IS HGC3K

LAGAN FI SE IS HGC3K LAGAN FI SE IS HGC3K SUOMI Tämän oppaan viimeisellä sivulla on täydellinen luettelo IKEA:n nimeämistä huoltopalveluista sekä heidän puhelinnumeronsa. SVENSKA Var god se den sista sidan i denna handbok

Lisätiedot

LAGAN FI SE IS HGC3K

LAGAN FI SE IS HGC3K LAGAN FI SE IS HGC3K SUOMI Tämän oppaan viimeisellä sivulla on täydellinen luettelo IKEA:n nimeämistä huoltopalveluista sekä heidän puhelinnumeronsa. SVENSKA Var god se den sista sidan i denna handbok

Lisätiedot

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikarnir eru teknir upp í mynd og sendir beint út á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands: www.sinfonia.is. Tónleikagestir eru beðnir

Lisätiedot

Vedlegg til «Plan för Samarbete» datert 29 april 2019

Vedlegg til «Plan för Samarbete» datert 29 april 2019 Vedlegg til «Plan för Samarbete» datert 29 april 2019 1. Innhold 1. Avtalen på de andre nordiske språkene... 2 1.1 Avtalet på finska (inofficiell översättning)... 2 1.2 Avtalen på norsk (uoffisiell oversettelse)...

Lisätiedot

Norges presidentskapsprogram for Nordisk råd 2018

Norges presidentskapsprogram for Nordisk råd 2018 Norges presidentskapsprogram for Nordisk råd 2018 ET BÆREKRAFTIG OG TRYGT NORDEN Innhold Norsk 5 Et bærekraftig og trygt Norden 6 Helseteknologi og pasientsikkerhet 8 Utdanning, inkludering og mobilitet

Lisätiedot

for Nordisk Union for Hotel, Restauration, Catering og Turisme

for Nordisk Union for Hotel, Restauration, Catering og Turisme LOVE for Nordisk Union for Hotel, Restauration, Catering og Turisme 2012 NU-HRCT Side 1 Side 2 Sidst redigeret på Nordisk Forum i september 2012 Stadgar för Nordiska Unionen för anställda inom Hotell,

Lisätiedot

Macbeth og Kullervo. 22. janúar 2015

Macbeth og Kullervo. 22. janúar 2015 Macbeth og Kullervo 22. janúar 2015 Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á

Lisätiedot

Sveriges ordförandeskap i Nordiska rådet Norden var dag demokrati och folklig förankring

Sveriges ordförandeskap i Nordiska rådet Norden var dag demokrati och folklig förankring Sveriges ordförandeskap i Nordiska rådet 2019 Norden var dag demokrati och folklig förankring Ja, må den leva! Demokratin uti hundrade år Mellan 2018 2022 firar riksdagen demokratins genombrott i Sverige.

Lisätiedot

Nordisk samarbejde på social- og sundhedsområdet

Nordisk samarbejde på social- og sundhedsområdet Nordisk samarbejde på social- og sundhedsområdet Samarbejdsprogram 2017 2020 Dansk Suomi Íslenska Norsk Svenska English 541 TRYKSAG 457 Nordisk samarbejde på social- og sundhedsområdet Samarbejdsprogram

Lisätiedot

Ställ dig på en prick och stå still när snurraren säger till.

Ställ dig på en prick och stå still när snurraren säger till. S AS AV EN VUXEN FÖRSTA GÅNGEN DU SPELAR Plocka försiktigt isär snurrdelarna ur plastramen. Du behöver kanske använda en nagelfil eller ett sandpapper för att ta bort överflödig plast från delarna. Släng

Lisätiedot

SUOMI 4 SVENSKA 19 ÍSLENSKA 34

SUOMI 4 SVENSKA 19 ÍSLENSKA 34 SVALNA FI SE IS SUOMI 4 SVENSKA 19 ÍSLENSKA 34 SUOMI 4 Sisältö Turvallisuustiedot 4 Turvallisuusohjeet 5 Asennus 7 Laitteen kuvaus 8 Käyttö 8 Ensimmäinen käyttökerta 9 Päivittäinen käyttö 9 Vihjeitä ja

Lisätiedot

säännöt Ennen ensimmäistä peliä Irrota ötökkäkiekot kehyksistään varovasti. Lisää ötökkätarrat toiseen noppaan ja väritarrat toiseen.

säännöt Ennen ensimmäistä peliä Irrota ötökkäkiekot kehyksistään varovasti. Lisää ötökkätarrat toiseen noppaan ja väritarrat toiseen. AGE 5-10 2-4 10+ säännöt Sisältö: 30 isoa ötökkäkiekkoa, 30 pientä ötökkäkiekkoa, 35 muovista pelimerkkiä (4 eri väriä), 2 noppaa + väritarroja ja ötökkätarroja. Pelin tavoite Yritä ensimmäisenä päästä

Lisätiedot

Vörulisti Mars HÖFÐATORG REYKJAVÍK - SÍMI: FAX:

Vörulisti Mars HÖFÐATORG REYKJAVÍK - SÍMI: FAX: Vörulisti 2013. Mars 2013 HÖFÐATORG - 105 REYKJAVÍK - SÍMI: 515 1100 - FAX: 515 1010 - WWW.OLIS.IS - pontun@olis.is 95602 / 6959000 KC Aquarius handþurrkuskammtari No Touch. 304 m. Hvítur H: 42-B:33-D:26

Lisätiedot

Lasten tarinoita Arjen sankareista

Lasten tarinoita Arjen sankareista Arjen sankarit Lasten tarinoita Arjen sankareista 112-päivää vietetään vuosittain teemalla Ennakointi vie vaaroilta voimat. Joka vuosi myös valitaan Arjen sankari, joka toiminnallaan edistää turvallisuutta

Lisätiedot

Kirsi Kanerva Turun yliopisto https://utu.academia.edu/kirsikanerva

Kirsi Kanerva Turun yliopisto https://utu.academia.edu/kirsikanerva Kirsi Kanerva Turun yliopisto kirsi.kanerva@utu.fi https://utu.academia.edu/kirsikanerva 24.11.2015 Ketä ja millaisia olivat elävät kuolleet? Ketkä edesmenneistä saattoivat palata? Mikä näiden palaavien

Lisätiedot

URN: NBN:fi-fe19991228

URN: NBN:fi-fe19991228 URN: NBN:fi-fe19991228 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62

Lisätiedot

Koulu. Millainen koulurakennus teillä on? Pidätkö siitä? Miksi? / Miksi et?

Koulu. Millainen koulurakennus teillä on? Pidätkö siitä? Miksi? / Miksi et? Koulu Oppgåve 1 Svar på spørsmåla under. Skriv 2 3 setningar på finsk. Millainen koulurakennus teillä on? Pidätkö siitä? Miksi? / Miksi et? Oppgåve 2 Les teksten i vedlegg 1, og vurder om utsegnene under

Lisätiedot

Kerää Ahvenanmaan postimerkkejä

Kerää Ahvenanmaan postimerkkejä Kerää Ahvenanmaan postimerkkejä 1 Ahvenanmaa itsehallinnollinen saarimaakunta Ahvenanmaan maakunta on itsehal- Sisältö linnollinen ja demilitarisoitu Ahvenanmaa 3 Posten Åland 4 saariyhteisö keskellä tämerta

Lisätiedot

Anvisning till hydrauluttag MF & ANV008 SV

Anvisning till hydrauluttag MF & ANV008 SV Anvisning till hydrauluttag MF & ANV008 SV Traktorn sedd från vänster sida Tryckuttag, artikelnummer Monteringsvinkeln som håller snabbkopplingen ingår ej. Vinkeln tillverkas lämpligen av 3-4 mm plåt.

Lisätiedot

Sethús, Fossavegur 46, Vágur. Prísuppskot:

Sethús, Fossavegur 46, Vágur. Prísuppskot: . Sethús, Fossavegur 46, Vágur 306 1088 2 1972 4 Stóru sethúsini standa mitt í Vági og hava gott útsýni. Í ovaru hæddini er durur, gongd, 4 kømur, tvær stovur og ein køkur. Í niðaru hæddini er gongd, kamar,

Lisätiedot

Helka-neiti kylvyssä

Helka-neiti kylvyssä Helkanet kylvyssä Frtz Grunbaum suom. M. A. ummnen Solo Tenor???? m Fred Raymond sov. G. Ventur 2001 Tä män täs tä p Bass Uu m g Wow uu uu uu uu uu uu uu, uu p wow wow wow wow wow wow wow, wow uu wow Mart

Lisätiedot

ää*r: rfrtlqäe'räs rr[; äsüä FäF r."f F'*üe ;=v* tr, $rr;gt :r1 älfese li ä; äepö* l4:e x1;'.äö l--g! li r: ; ;;*; ssü ntirs E,pä ;;qi?

ää*r: rfrtlqäe'räs rr[; äsüä FäF r.f F'*üe ;=v* tr, $rr;gt :r1 älfese li ä; äepö* l4:e x1;'.äö l--g! li r: ; ;;*; ssü ntirs E,pä ;;qi? j X \: c : 1:8" : Z : : ) ) c 1 T [ b[ ]4 ) < c 1 ü ]T G \\ e p > : [ : e L [? p 2 9 Z S: c? [:? " : e :: [ : >9 Y :[ p e ß < 1 9 1 \ c 4 > ) 1 :91$ :e h b 1 6 " ö:p:?e S9e R ü e $ :1 ee \ eö 4:e 1ö X

Lisätiedot

WORLD SCOUT MOOT. Suomen joukkueen ennakkotapaaminen

WORLD SCOUT MOOT. Suomen joukkueen ennakkotapaaminen WORLD SCOUT MOOT Suomen joukkueen ennakkotapaaminen 25.3.2017 Päivän ohjelma Tervetuloa ja esittäytymiset Millaista on olla Mootilla osallistujana? Moot-ohjelma ja matkavalmistelut Joukkueen säännöt ja

Lisätiedot

1. Kaikki kaatuu, sortuu August Forsman (Koskimies)

1. Kaikki kaatuu, sortuu August Forsman (Koskimies) olo q» date reliioso olo 7 K (2003) KE2a7 1. Kaikki kaatuu, sortuu uust Forsma (Koskimies) olo 14 olo 21 3 3 3 3 3 3 3 3 Ÿ ~~~~~~~~~~~ π K (2003) KE2a7 uhlakataatti (kuoro) - 2 - Kuula: - 3 - uhlakataatti

Lisätiedot

Viarelli Agrezza 90cc

Viarelli Agrezza 90cc SE / FI Viarelli Agrezza 90cc Monteringsanvisning V.18 02 SE Monteringsanvisning STEG 1 - PACKA UPP Lyft bort skyddskartongen och lossa bultarna som håller ihop burens ovandel med underdelen. Avsluta med

Lisätiedot

ANTEN N för MOBI L TELEFON RADIOPUHELIMEN ANTENNI VOLVO 240/260-740/760 1154684-1500-PP304855-8533. Aug 85

ANTEN N för MOBI L TELEFON RADIOPUHELIMEN ANTENNI VOLVO 240/260-740/760 1154684-1500-PP304855-8533. Aug 85 AVO GRUPP NR OATUM SECTlON GAOuP NO DATE ERZEUGNIS AeT GRuPPE NR DATUM SECTlON GROUPE NO DATE P 3 39 5 Aug 85 ANTEN N för MOBI L TELEFON RADIOPUHELIMEN ANTENNI VOLVO 40/60-740/760 TAKMONTAGE 40/60 sid.

Lisätiedot

MEDUMAT Standard a. Hengityskone. Laitteen kuvaus ja käyttöohje

MEDUMAT Standard a. Hengityskone. Laitteen kuvaus ja käyttöohje MEDUMAT Standard a Hengityskone Laitteen kuvaus ja käyttöohje Sisällys 1. Yleiskuva.................... 3 1.1 Laite........................ 3 1.2 Erikoismerkinnät laitteessa....... 5 2. Laitteen kuvaus...............

Lisätiedot

Ylijännitesuoja. Käyttöopas. www.lexmark.com

Ylijännitesuoja. Käyttöopas. www.lexmark.com Ylijännitesuoja Käyttöopas www.lexmark.com Sisällys 2 Sisällys Turvallisuusohjeet...3 vianmääritys...4 Virran merkkivalo ei pala, kun tuote on liitetty pistorasiaan...4 Tulostin ei toimi...5 Faksaaminen

Lisätiedot

t P1 `UT. Kaupparek. nro Y-tunnus Hämeenlinnan. hallinto- oikeudelle. Muutoksenhakijat. 1( UiH S<

t P1 `UT. Kaupparek. nro Y-tunnus Hämeenlinnan. hallinto- oikeudelle. Muutoksenhakijat. 1( UiH S< 1(0 1 4 1 1 4 UiH 0 0 0 1 S< A S I A N A J O T O I M I S T O O S S I G U S T A F S S O N P L 2 9, Ra u h a n k a t u 2 0, 1 5 1 1 1 L a h t i P u h e l i n 0 3 / 7 8 1 8 9 6 0, G S M 0 5 0 0 / 8 4 0 5

Lisätiedot

"h 'ffi: ,t^-? ùf 'J. x*r:l-1. ri ri L2-14. a)5-x:8-7x b) 3(2x+ l) :6x+ 1 c) +* +5 * I : 0. Talousmatematiikan perusteet, onus to o.

h 'ffi: ,t^-? ùf 'J. x*r:l-1. ri ri L2-14. a)5-x:8-7x b) 3(2x+ l) :6x+ 1 c) +* +5 * I : 0. Talousmatematiikan perusteet, onus to o. 1 Vaasan yopso, kev a 0 7 Taousmaemakan perusee, onus o o R1 R R3 R ma 1-1 ma 1-1 r 08-10 r -1 vkko 3 F9 F53 F5 F53 1.-0..01 R5 R o R7 pe R8 pe - r-1 08-10 10-1 F53 F10 F5 F9 1. Sevennä seuraava ausekkee.

Lisätiedot

Pakkauksen sisältö: Sire e ni

Pakkauksen sisältö: Sire e ni S t e e l m a t e p u h u v a n v a r a s h ä l y t ti m e n a s e n n u s: Pakkauksen sisältö: K e s k u s y k sikk ö I s k u n t u n n i s ti n Sire e ni P i u h a s a rj a aj o n e st or el e Ste el

Lisätiedot

Porejärjestelmä. POREJÄRJESTELMÄN KÄYTTÖ TALVELLA (ei koskee Polaria)

Porejärjestelmä. POREJÄRJESTELMÄN KÄYTTÖ TALVELLA (ei koskee Polaria) Porejärjestelmä Tehokas porejärjestelmä jossa on myös hyvää tekevä hieromatoiminto. Sopii myös muihin markkinoilla oleviin kylpytynnyreihin, mutta tällöin meille tulee ilmoittaa tynnyrin halkaisija, istuimien

Lisätiedot

g - s Eä;t;i;s!itää# EiäErE ii:ääg Eä E *läeäfiäeräsil* E sis $ä äce:;!ääfät ;1*iEs ;tää:gi g;ää*f ;ij !äef ä:e'geä;:ä Elä tä Efiäilii: ; g E

g - s Eä;t;i;s!itää# EiäErE ii:ääg Eä E *läeäfiäeräsil* E sis $ä äce:;!ääfät ;1*iEs ;tää:gi g;ää*f ;ij !äef ä:e'geä;:ä Elä tä Efiäilii: ; g E H!äf ä'gä;ä lä tä fäl ; $ä äc;!ääfät ;1* ;tääg ä;t;;!tää# är ääg ä *läääeräl* tä*äätäääägtätg B g - ü ;;*ä9äää g;ää*f ' g ;j ä u e *; t t ;; t ü t p ä; u ä; e r * g t g U ).l t r A ä O.* 6) l- C ) t n

Lisätiedot

w%i rf* meccanoindex.co.uk

w%i rf* meccanoindex.co.uk &, w% r* lr,ryd* kro g ; - C +gä!! r -. ä.;'! dg+s Zt t0, y < 9 -! 8 tü;r" lun.'-y; ',ä lrl;!tä u l - 9 9! - ä 6 ^ 9 b - q - cz * ; *'a! a = ;6 f

Lisätiedot

VARHAISKASVATUSSUUNNITELMA PLANEN FÖR SMÅBARNSFOSTRAN

VARHAISKASVATUSSUUNNITELMA PLANEN FÖR SMÅBARNSFOSTRAN VARHAISKASVATUSSUUNNITELMA PLANEN FÖR SMÅBARNSFOSTRAN Hyvä kotiväki Koti ja perhe ovat lapsen tärkein kasvuympäristö ja yhteisö. Kodin ohella päivähoidon on oltava turvallinen paikka, jossa lapsesta sekä

Lisätiedot

ä fe{e! *ääreä:xää;ä;

ä fe{e! *ääreä:xää;ä; 0 G ts $:ä::; ;ä üü b:üp :; ä{;ä:ü:ä*t:ä;ää ;;: *;ss x ;ä;ä; # nä ;ääs ää ä:ä;:;ä :; :ä:,s r :[e; ärr :ä:ärär :t'äs :ääs* äär.eeä: R-:t,'ß 'äe äb S: säääärs;ää;;;äääää ss? ääsä : e#es# P s.s#'.9# üeph

Lisätiedot

Eduskunnan puhemiehelle

Eduskunnan puhemiehelle KIRJALLINEN KYSYMYS 110/2007 vp Alkoholin liikakäyttöön puuttuminen työpaikoilla Eduskunnan puhemiehelle Suomessa saattaa olla Työterveyslaitoksen selvityksen mukaan jopa 500 000 700 000 alkoholin suurkuluttajaa.

Lisätiedot

acette Luxaflex Facette Monteringsvejledning

acette Luxaflex Facette Monteringsvejledning acette Monteringsvejledning Indhold Forberedelse Montering Betjening Afmontering ADVARSEL Små børn kan blive kvalt i løkken af kæder, bånd og snore, der bruges til betjening af gardinprodukter. De kan

Lisätiedot

TIEDOTUSLEHTI MERENKULKUHALLITUKSEN Helsinki No 15/81

TIEDOTUSLEHTI MERENKULKUHALLITUKSEN Helsinki No 15/81 MERENKULKUHALLITUKSEN TIEDOTUSLEHTI 6.4.1981 Helsinki No 15/81. Asetus kauppa-alusten päällystöstä (522/64) määritellessään alukseen vaadittavan konepäällystön jättää mainitsernatta mitä ja missä tämän

Lisätiedot

ääexgäl*ääääe ääg I ä*fre3 I äee iäa ää-äälgü il leääö ää; i ääs äei:ä ä+ i* äfä g u ;; + EF'Hi: 2 ä ; s i r E:;g 8ää-i iää: Ffärg',

ääexgäl*ääääe ääg I ä*fre3 I äee iäa ää-äälgü il leääö ää; i ääs äei:ä ä+ i* äfä g u ;; + EF'Hi: 2 ä ; s i r E:;g 8ää-i iää: Ffärg', !P9) (?trtrr('l rl 9< l ( r,r^iüfl.l ltrt ;ä r!! (r, t 6 t, rti 'le )( ö O RRZöF;ä x öö 1 74ö 9 jii\rtr lrl l jipäp. ldrrr_.^!. 9r. i P.^vä P. t!! v 7 ' '.ä e.q i >6l( t (p C ] ä il; ', +t n l ( e iei

Lisätiedot

ART pairs SIZE 6 (EN 420:2003+A1:2009)

ART pairs SIZE 6 (EN 420:2003+A1:2009) EN 3:201, och EN 114-2:1. Det är t motstånd i enlighet med EN 114-2:1 enligt EN 1350:2014 suojaamaan käsiä työskentelyolosuhteissa standardien EN 3:201, perusteella standardin EN 1350:2014 vaatimusten

Lisätiedot

ART pairs SIZE 6 (EN 420:2003+A1:2009)

ART pairs SIZE 6 (EN 420:2003+A1:2009) working environment in accordance with 388:201, 40:2004 and 420:2003+A1:2009. It is the arbete i enlighet med 388:201, 40:2004 och 420:2003+A1:2009. Det är användarens ansvar att työskentelyolosuhteissa

Lisätiedot

THGR810 Suomi 2 4 Norsk 5 7

THGR810 Suomi 2 4 Norsk 5 7 THGR810 Suomi 2 4 Norsk 5 7 LCD-näytöllä varustettu langaton anturi Malli: THGR810 Langaton anturi Malli THGN810 KÄYTTÖOHJE JOHDANTO Kiitos, että valitsit langattoman Oregon ScientificTM -lämpö-/kosteusmittarianturin

Lisätiedot

battleship.com Instructions (Scandi) Battleships

battleship.com Instructions (Scandi) Battleships 011 Hasbro. Med ensamrätt. Tillverkad av: Hasbro S, Route de Courroux 6, 800 Delemont CH. Representerad av: Hasbro Europe, Roundwood ve, Stockley Park, Uxbridge, Middlesex, UB11 1Z. UK. Hasbro Denmark,

Lisätiedot

ä 3 lr;+fä3fää äää+ r

ä 3 lr;+fä3fää äää+ r h. /] fr ff J { 1) -* {s ;; '*J 0 K F * 4 EP f' J d {.l E *e}' -{ ä'r) * fü PE }} ä g {fr ff EW g) f< Q-O -r -l ^= F{ $ $ ä- $FF flü +ä# äf $ E& =4 äh $ F. g ääü f se L ü,,8 g gr- ä äe HSs 9 5 ;n; g Fß;

Lisätiedot

Määräys STUK SY/1/ (34)

Määräys STUK SY/1/ (34) Määräys SY/1/2018 4 (34) LIITE 1 Taulukko 1. Vapaarajat ja vapauttamisrajat, joita voidaan soveltaa kiinteiden materiaalien vapauttamiseen määrästä riippumatta. Osa1. Keinotekoiset radionuklidit Radionuklidi

Lisätiedot

Anvisning till VDM6A för rundpumpning med seriekoppling

Anvisning till VDM6A för rundpumpning med seriekoppling Anvisning till VDM6A för rundpumpning med seriekoppling Nedan visas inkoppling av VDM6A i ett rundpumpningssystem där fl öde krävs till ytterligare komponenter efter lastarventilen. Ventilen anpassas för

Lisätiedot

eq PRIME installation

eq PRIME installation Air ComforT Air TreATmenT PRIME installation» montering asennus installasjon uppsetning UK - CONTENTS. Contents.... Key to symbols... 3. Tools for assembly... 4. Included components... 5. General safety

Lisätiedot

Lappeenrannan Ilmailuyhdistys

Lappeenrannan Ilmailuyhdistys Lappeenrannan Ilmailuyhdistys Tapahtuman tuloksia, moottoripyörät Kierroksia: 396 Osallistujia: 328 Autot Moottoripyörät Kaikki Ajoneuvo Lähtöaika Aika 400 (s) Nopeus (km/h) Valmistaja Malli Tyyppi Selitys

Lisätiedot

matsku 2 YHTEEN- JA VÄHENNYSLASKU Tanja Manner-Raappana Nina Ågren OPETUSHALLITUS

matsku 2 YHTEEN- JA VÄHENNYSLASKU Tanja Manner-Raappana Nina Ågren OPETUSHALLITUS matsku 2 HTEEN- JA VÄHENNSLASKU Tanja Manner-Raappana Nina Ågren OPETUSHALLITUS MATSKU 2 Tämän kirjan omistaa: Sisällysluettelo 0 h-tä suu-ri h-tä suu-ri htä suuri 4 1 h-teen-las-ku 0 5 Mi-tä puut-tuu?

Lisätiedot

PUTKIKAKSOISNIPPA MUSTA

PUTKIKAKSOISNIPPA MUSTA Takorauta Tuote LVI-numero Pikakoodi 0753007 RU33 KESKIRASKAS KESKIRASKAS KESKIRASKAS KESKIRASKAS KESKIRASKAS KESKIRASKAS KESKIRASKAS KESKIRASKAS DN 65 KESKIRASKAS 0 KESKIRASKAS 0 KESKIRASKAS SK/UK SK/UK

Lisätiedot

Yksityinen kirjeenvaihto Yksityiskirje

Yksityinen kirjeenvaihto Yksityiskirje - Osoite Mr. N. Summerbee 335 Main Street New York NY 92926 Osoitteen ulkomuoto Suomessa: kadun nimi + katunumero postiosoite + kaupungin nimi maa. Matti Meikäläinen Puistokatu 17 A 01234 Helsinki Finland

Lisätiedot

Yksityinen kirjeenvaihto Yksityiskirje

Yksityinen kirjeenvaihto Yksityiskirje - Osoite Matti Meikäläinen Puistokatu 17 A 01234 Helsinki Finland Osoitteen ulkomuoto Suomessa: kadun nimi + katunumero postiosoite + kaupungin nimi maa. Mr. N. Summerbee 335 Main Street New York NY 92926

Lisätiedot

Yksityinen kirjeenvaihto Yksityiskirje

Yksityinen kirjeenvaihto Yksityiskirje - Osoite Matti Meikäläinen Puistokatu 17 A 01234 Helsinki Finland Osoitteen ulkomuoto Suomessa: kadun nimi + katunumero postiosoite + kaupungin nimi maa. Mr. N. Summerbee 335 Main Street New York NY 92926

Lisätiedot

Pohjoismaisiin kieliin kuuluvaa islantia tunnetaan Suomessa vähän. Siksi sitä myös usein pidetään tarunomaisena, ehkä vanhahtavana ja hankalanakin.

Pohjoismaisiin kieliin kuuluvaa islantia tunnetaan Suomessa vähän. Siksi sitä myös usein pidetään tarunomaisena, ehkä vanhahtavana ja hankalanakin. Pohjoismaisiin kieliin kuuluvaa islantia tunnetaan Suomessa vähän. Siksi sitä myös usein pidetään tarunomaisena, ehkä vanhahtavana ja hankalanakin. Islantia kaikille osoittaa, että islanti on nykyaikaa

Lisätiedot

Tunika i Mayflower Easy Care Classic

Tunika i Mayflower Easy Care Classic 128-5 Tunika i Mayflower Easy Care Classic Str. 4 6 8 10 12 år. Brystvidde: 65 70 76 81 87 cm. Hel længde: 55 59 63 67 71 cm. Garnforbrug: 8 8 9 9 10 ngl fv. 283. = ret på retten og vrang på vrangen Pinde:

Lisätiedot

3 *ä;r ä:e 5ä ä{ :i. c oo) S g+;!qg *r; Er ; l[$ E ;;iä F:ä ä :E ä: a bo. =. * gäf$iery g! Eä. a is äg*!=."fl: ä; E!, \ ins:" qgg ;._ EE üg.

3 *ä;r ä:e 5ä ä{ :i. c oo) S g+;!qg *r; Er ; l[$ E ;;iä F:ä ä :E ä: a bo. =. * gäf$iery g! Eä. a is äg*!=.fl: ä; E!, \ ins: qgg ;._ EE üg. t AJ 1., t4 t4 \J : h J \) (.) \ ( J r ) tḡr (u (1) m * t *h& r( t{ L.C g :LA( g9; p ö m. gr iop ö O t : U 0J (U.p JJ! ä; >

Lisätiedot

Suomennettua islantilaista kirjallisuutta

Suomennettua islantilaista kirjallisuutta Suomennettua islantilaista kirjallisuutta Kertomakirjallisuus A Arnaldur Indriðason: Räme. Suom. Seija Holopainen. - Blue Moon, 2003. Alkuteos: Mýrin Arnaldur Indriðason: Haudanhiljaista. Suom. Seija Holopainen.

Lisätiedot

Innehållsförteckning / Contents / Innholdsfortegnelse / Sisältö

Innehållsförteckning / Contents / Innholdsfortegnelse / Sisältö Monteringsanvisning för takduschsystem Installation Instructions for Overhead Shower System Monteringsanvisning for takdusjsystem Kattosuihkun asennusohjeet Generellt / General / Generelt / Yleistä Takduschsystemets

Lisätiedot

äiäää?l älägcläälii äisrä lää äää

äiäää?l älägcläälii äisrä lää äää E m vf z ln7 r vr ll n U d \r .Tl vr r E0.Tl : N. ' 6 J n n 5 EF g m : ' ".E q ' v { m i. 'n 9. E!. G r'.n ff ge re E'l n,. q (f,,r L : n 6 :. G N. +.:, lrf s 'T ^ x vr L : @ : L 5 T g G H liäiiiiii$ä1läl

Lisätiedot

Romanttinen luonnonkuvaus ja satumainen loppu

Romanttinen luonnonkuvaus ja satumainen loppu Hugvísindasvið Romanttinen luonnonkuvaus ja satumainen loppu 1800-luvun lastenkirjallisuus esimerkkeinä Jónas Hallgrímsson ja Zacharias Topelius Ritgerð til B.A.-prófs í finnsku Sara Eik Sigurgeirsdóttir

Lisätiedot

CE-märkning och Produktgodkännande. CE-merkintä ja Tuotehyväksyntä

CE-märkning och Produktgodkännande. CE-merkintä ja Tuotehyväksyntä CE-märkning och Produktgodkännande CE-merkintä ja Tuotehyväksyntä Joakim Nyström 25.5.2018 Typgodkännande = nationellt godkännande av byggprodukter i Finland tillverkaren bevisar, att produkten kan användas

Lisätiedot

Suosituimmat kohdemaat

Suosituimmat kohdemaat Suosituimmat kohdemaat Maakuntanro Maakunta Kohdemaa Maakoodi sum_lah_opisk 21 Ahvenanmaa - Kreikka GR 3 Åland Italia IT 3 Turkki TR 2 Saksa DE 1 09 Etelä-Karjala Venäjä RU 328 Britannia GB 65 Ranska FR

Lisätiedot

DK: ADVARSEL! bruges i horisontal position. Må ikke tildækkes eller bruges i nærheden af letantændeligt materiale, da dette kan medføre brandfare.

DK: ADVARSEL! bruges i horisontal position. Må ikke tildækkes eller bruges i nærheden af letantændeligt materiale, da dette kan medføre brandfare. INFRAVARMER FOR UTE OG INNENDØRS BRUK INFRAVÄRMARE FÖR ANVÄNDNING UTOM- OCH INOMHUS INFRAVARMER TIL UDENDØRS OG INDENDØRS BRUG INFRAPUNALÄMMITIN ULKO- JA SISÄKÄYTTÖÖN NO: TEKNISK BESKRIVELSE & BRUKSANVISNING

Lisätiedot

Stand for Log Splitter , ,

Stand for Log Splitter , , Stand for Log Splitter 18-3570, 40-9122, 40-9511 rt.no. 40-9363 1. lose the bleed screw. 2. Turn the log splitter upside down, detach the wheels and remove the plugs from the ends of the legs. 3. First

Lisätiedot

MINTA DESIGN + ENGINEERING GROHE GERMANY

MINTA DESIGN + ENGINEERING GROHE GERMANY MINTA DESIGN + ENGINEERING GROHE GERMANY 95.581.231/ÄM 232945/06.15 www.grohe.com 30 274 32 168 D...1 NL...6...3 PL...11...6 P...16...8 BG...21...11 CN...26...13 GB...2...1 S...7...4 UAE...12...6 TR...17...9

Lisätiedot

& # # w. œ œ œ œ # œ œ œ œ œ # œ w. # w nœ. # œ œ œ œ œ # œ w œ # œ œ œ Œ. œ œ œ œ œ œ œ œ # œ w. œ # œ œ œ w œ œ w w w w. W # w

& # # w. œ œ œ œ # œ œ œ œ œ # œ w. # w nœ. # œ œ œ œ œ # œ w œ # œ œ œ Œ. œ œ œ œ œ œ œ œ # œ w. œ # œ œ œ w œ œ w w w w. W # w Epainn muis (1.1., 6.12.) # œ œ œ œ œ # œ w i nun Kris lis sä py hää muis tus Tofia (6.1.) jo Jo pai a, y lis n [Ba li nu a, os,] kun ni, l nä ru k, i dän Ju ma lis, y lis ka i dän h tm h nk sl nu a, o

Lisätiedot

l:, ll (x +3y z- 5 {"+2y+32:0 (2x+3y+22:0 4 0l x 3y +

l:, ll (x +3y z- 5 {+2y+32:0 (2x+3y+22:0 4 0l x 3y + Vsn yps, kev â O Thusmemkn perusee, Rr,rs r. R m R m R R r - -6 8- _ vkk..-. F9 r-6 F - F 8- F O_T R R6 R pe R8 pe F F F F9. Mä rä rvperden vu b djungn vu käänesmrs mrse A_ - -. Rkse Crmern kv yhäöryhmä.

Lisätiedot

Snabbstartguide/Kvikstartvejledning/Pikaopas

Snabbstartguide/Kvikstartvejledning/Pikaopas Snabbstartguide/Kvikstartvejledning/Pikaopas DVD RDS AV-MOTTAGARE DVD RDS AV-MODTAGER DVD RDS AV -VASTAANOTIN AVH-270BT AVH-170DVD Svenska Syftet med den här guiden är att leda dig genom enhetens mest

Lisätiedot

RT` 1, Q 3. RT TALOUDELLISEN LOPPUSELVITYKSEN PÖYTÄKIRJA. Rakennuskohde. Tilaaja. Ali- ja sivu -urakoitsijat. Käyttäjä.

RT` 1, Q 3. RT TALOUDELLISEN LOPPUSELVITYKSEN PÖYTÄKIRJA. Rakennuskohde. Tilaaja. Ali- ja sivu -urakoitsijat. Käyttäjä. RT` RT 80285 TALOUDELLISEN LOPPUSELVITYKSEN PÖYTÄKIRJA elokuu 2001 1, Q 3. koluaa RT 80233 1 (5) H a n k e Nr o Projektinumerot: 9337022 & 9337023 Rakennuskohde L Ä N T I S E N K A N A V A T I E N R A

Lisätiedot

Eo C)sl. oarl. d to E= J. o-= o cy) =uo. f,e. ic v. .o6. .9o. äji. :ir. ijo 96. {c o o. ';i _o. :fe. C=?i. t-l +) (- c rt, u0 C.

Eo C)sl. oarl. d to E= J. o-= o cy) =uo. f,e. ic v. .o6. .9o. äji. :ir. ijo 96. {c o o. ';i _o. :fe. C=?i. t-l +) (- c rt, u0 C. C C C)l A\ d Y) L P C v J J rl, ( 0 C.6 +) ( j 96.9 :r : C (Db]? d '; _ äj r, { . 3 k l: d d 6 60QOO:ddO 96.l ä.c p _ : 6 äp l P C..86 p r5 r!l (, ō J. J rl r O 6!6 (5 ) ä dl r l { ::: :: :: 6e g r : ;

Lisätiedot

Eduskunnan puhemiehelle

Eduskunnan puhemiehelle KIRJALLINEN KYSYMYS 413/2004 vp Asunto-osakeyhtiöiden hallitusten ja osakkeenomistajien ohjeistaminen Eduskunnan puhemiehelle Viime lokakuun alusta voimaan tullut järjestyslaki kumosi kaupunkien omat järjestyssäännöt.

Lisätiedot

Annex 1. NVL-Glossary of terms used

Annex 1. NVL-Glossary of terms used Annex 1. NVL-Glossary of terms used I Citizen Perspectives: 1.1. Learning/study Learning / Study skills Lifelong learning Further education Continuing education Adult education and continuing education

Lisätiedot

Laura Arola Suomen laitos, Oulun yliopisto laura.arola@oulu.fi NUORTEN MONIKIELISYYS POHJOIS-RUOTSISSA - SAAMEN KIELTEN NÄKÖKULMIA

Laura Arola Suomen laitos, Oulun yliopisto laura.arola@oulu.fi NUORTEN MONIKIELISYYS POHJOIS-RUOTSISSA - SAAMEN KIELTEN NÄKÖKULMIA Laura Arola Suomen laitos, Oulun yliopisto laura.arola@oulu.fi NUORTEN MONIKIELISYYS POHJOIS-RUOTSISSA - SAAMEN KIELTEN NÄKÖKULMIA TUTKIMUSALUE North (Torne) Saami - 4000 (25 000) Lule Saami - 500 (1500)

Lisätiedot

ARM-519 ARM-520. Fixed wall mount. User guide. Användarhandledning. Käyttöohje. Brugervejledning. Brukermanual

ARM-519 ARM-520. Fixed wall mount. User guide. Användarhandledning. Käyttöohje. Brugervejledning. Brukermanual ARM-19 ARM-20 Fixed wall mount EN SE FI DK NO User guide Användarhandledning Käyttöohje Brugervejledning Brukermanual EN User guide SE Användarhandledning For mounting on concrete and wooden walls, please

Lisätiedot

Eduskunnan puhemiehelle

Eduskunnan puhemiehelle KIRJALLINEN KYSYMYS 34/2008 vp Ajoneuvoveron määräytyminen rekisteröitäessä huoltoauto henkilöautoksi Eduskunnan puhemiehelle Eräs pohjoiskarjalainen henkilö kirjoittaa aikovansa vaihtaa autonsa Itä-Suomen

Lisätiedot

Silva. Malin Sjöholm. Pedagogisk ledare/pedagoginen ohjaaja 13.10.2015

Silva. Malin Sjöholm. Pedagogisk ledare/pedagoginen ohjaaja 13.10.2015 Silva Malin Sjöholm Pedagogisk ledare/pedagoginen ohjaaja 13.10.2015 Fakta Bygget skall vara klart 30.11 Naturen har fungerat som inspiration i processen. Silva- betyder skog på latin Färgskalan inne i

Lisätiedot